Guðrún Helgadóttir er látin Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2022 12:03 Guðrún Helgadóttir var valin Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2017. Reykjavík Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, fyrrverandi alþingismaður og forseti Alþingis, lést í nótt á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík. Guðrún var 86 ára að aldri. Hún fæddist í Hafnarfirði þann 7. september 1935 og ólst hún þar upp í stórum systkinahópi. Hún starfaði sem ritari við Menntaskólann í Reykjavík frá 1957 til 1967 og sem deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 1973 til 1980. Hún sat í borgarstjórn Reykjavíkur frá 1978 til 1982 og var alþingismaður frá 1979 til 1995, auk ársins 1999. Hún var forseti Alþingis 1988 til 1991, fyrst kvenna til að gegna því embætti og sennilega fyrsti kvenþingforseti í heiminum. Guðrún gaf út sína fyrstu bók, Jón Odd og Jón Bjarna, árið 1974 og hefur upp frá því verið einn vinsælasti og virtasti barnabókahöfundur Íslands. Hún hefur sent frá sér 25 bækur sem þúsundir íslenskra barna hafa alist upp við og notið auk leikhandrita, kvikmynda og sjónvarpsþátta. Verk Guðrúnar hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Hún var valin Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2017 við hátíðlega athöfn í Höfða. Guðrún bar mikla virðingu fyrir ungu fólki og tengdi vel við það fram á sinn síðasta dag. Hún vakti athygli í fréttum Stöðvar 2 í fyrra þar sem hún kynnti sér TikTok, einn vinsælasta samfélagsmiðil ungu kynslóðarinnar. „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en eldra fólkið,“ sagði Guðrún við þetta tilefni. Hún gæti vel hugsað sér að láta sköpunarkraftinn ráða för og búa til skemmtileg myndbönd fyrir samfélagsmiðla. Guðrún sat á Alþingi á árunum 1979 til 1995.Alþingi Af mörgum vinsælum verkum Guðrúnar auk þríleiksins um Jón Odd og Jón Bjarna má nefna Ástarsögu úr fjöllunum, Pál Vilhjálmsson, Í afahúsi, leikritið Óvitar, þríleikinn Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni, Undir Illgresinu, Litlu greyin, þríleikinn Ekkert að þakka!, Ekkert að marka! og Aldrei að vita!, Núna heitir hann bara Pétur, Velkominn heim Hannibal Hallsson og Englajól. Guðrún Helgadóttir hefur meðal annars hlotið Norrænu barnabókaverðlaunin, Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, Bókaverðlaun barnanna og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu auk stórriddarakross Fálkaorðunnar. Að neðan má sjá eftirminnilegt atriði úr bíómyndinni sem gerð var eftir bókunum um tvíburana Jón Odd og Jón Bjarna. Andlát Bókmenntir Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir Guðrún Helgadóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut í dag heiðursviðurkenningu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, útnefndi hana Borgarlistamann Reykjavíkur ársins 2017 í athöfn við Höfða. 17. júní 2017 16:26 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Hún fæddist í Hafnarfirði þann 7. september 1935 og ólst hún þar upp í stórum systkinahópi. Hún starfaði sem ritari við Menntaskólann í Reykjavík frá 1957 til 1967 og sem deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 1973 til 1980. Hún sat í borgarstjórn Reykjavíkur frá 1978 til 1982 og var alþingismaður frá 1979 til 1995, auk ársins 1999. Hún var forseti Alþingis 1988 til 1991, fyrst kvenna til að gegna því embætti og sennilega fyrsti kvenþingforseti í heiminum. Guðrún gaf út sína fyrstu bók, Jón Odd og Jón Bjarna, árið 1974 og hefur upp frá því verið einn vinsælasti og virtasti barnabókahöfundur Íslands. Hún hefur sent frá sér 25 bækur sem þúsundir íslenskra barna hafa alist upp við og notið auk leikhandrita, kvikmynda og sjónvarpsþátta. Verk Guðrúnar hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Hún var valin Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2017 við hátíðlega athöfn í Höfða. Guðrún bar mikla virðingu fyrir ungu fólki og tengdi vel við það fram á sinn síðasta dag. Hún vakti athygli í fréttum Stöðvar 2 í fyrra þar sem hún kynnti sér TikTok, einn vinsælasta samfélagsmiðil ungu kynslóðarinnar. „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en eldra fólkið,“ sagði Guðrún við þetta tilefni. Hún gæti vel hugsað sér að láta sköpunarkraftinn ráða för og búa til skemmtileg myndbönd fyrir samfélagsmiðla. Guðrún sat á Alþingi á árunum 1979 til 1995.Alþingi Af mörgum vinsælum verkum Guðrúnar auk þríleiksins um Jón Odd og Jón Bjarna má nefna Ástarsögu úr fjöllunum, Pál Vilhjálmsson, Í afahúsi, leikritið Óvitar, þríleikinn Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni, Undir Illgresinu, Litlu greyin, þríleikinn Ekkert að þakka!, Ekkert að marka! og Aldrei að vita!, Núna heitir hann bara Pétur, Velkominn heim Hannibal Hallsson og Englajól. Guðrún Helgadóttir hefur meðal annars hlotið Norrænu barnabókaverðlaunin, Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, Bókaverðlaun barnanna og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu auk stórriddarakross Fálkaorðunnar. Að neðan má sjá eftirminnilegt atriði úr bíómyndinni sem gerð var eftir bókunum um tvíburana Jón Odd og Jón Bjarna.
Andlát Bókmenntir Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir Guðrún Helgadóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut í dag heiðursviðurkenningu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, útnefndi hana Borgarlistamann Reykjavíkur ársins 2017 í athöfn við Höfða. 17. júní 2017 16:26 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Guðrún Helgadóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut í dag heiðursviðurkenningu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, útnefndi hana Borgarlistamann Reykjavíkur ársins 2017 í athöfn við Höfða. 17. júní 2017 16:26
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent