Aron Elís: Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 16:30 Aron Elís Þrándarson á æfingu íslenska liðsins út á Spáni en með honum er Jón Dagur Þorsteinsson sem spilar líka í danska boltanum. KSÍ Aron Elís Þrándarson í íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Spáni í vináttulandsleikjum á næstu dögum. Aron Elís er að koma til baka eftir meiðsli og hefur ekki spilað mikið að undanförnu. „Ég fór í þessa aðgerð í byrjun febrúar og er búinn að vera hægt og rólega að koma mér í stand eftir það. Síðustu þrjár vikurnar hafa snúist um það að koma skrokknum í stand. Leikæfingin hjá mér hefur verið betri en þetta er allt að koma,“ sagði Aron Elís Þrándarson á blaðamannafundi íslenska karlalandsliðsins í dag. Að spila vel hjá OB Aron Elís stóð sig mjög vel fyrir meiðslin og var meðal annars kosinn besti leikmaðurinn hjá OB. „Ég er búinn að vera mjög ánægður með eigin frammistöðu en það var helvíti svekkjandi að enda þetta á því að fá kviðslit. Frammistaða mín fyrir áramót var mjög góð og ég ætla bara að halda áfram á þeirri braut,“ sagði Aron Elís en var hann að búast við sæti í landsliðinu? Ánægður með að vera hérna „Bæði og. Ég vissi að ég var búinn að vera frá vegna meiðsla og var bara tilbúinn ef kallið kæmi. Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa (landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Jóhanns Karl Guðjónsson) um það hver staðan á mér væri. Við töluðum saman um þetta og ég er mjög ánægður með að vera hérna, hitta strákana og æfa vel,“ sagði Aron Elís. OB komst ekki í efri hluta úrslitakeppninnar sem voru væntanlega ekki það sem stefnt var að. „Þetta var klárlega svekkjandi. Ég finn alveg að OB er stór klúbbur og áhangendurnir eru með mikla ástríðu fyrir félaginu. Þegar illa gengur þá finnur maður það alveg. Það er alveg augljóst. Það er svaklega svekkjandi hvernig er búið að ganga á tímabilinu. Við erum í undanúrslitum í bikar og það er eina gulrótin í þessu,“ sagði Aron Elís. Þurfa að fara rífa sig í gang „Við þurfum klárlega að fara að rífa okkur í gang í deildinni og fá einhver stig. Spilamennskan hefur á köflum verið fín en það vantar að fá þessi lykilmóment í báðum vítateigunum. Við höfum verið að klikka á færum og fá á okkur klaufaleg mörk á erfiðum tímum. Þá dettur maður í svona vítahring að ná ekki að klára leiki,“ sagði Aron Elís. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild UEFA Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
„Ég fór í þessa aðgerð í byrjun febrúar og er búinn að vera hægt og rólega að koma mér í stand eftir það. Síðustu þrjár vikurnar hafa snúist um það að koma skrokknum í stand. Leikæfingin hjá mér hefur verið betri en þetta er allt að koma,“ sagði Aron Elís Þrándarson á blaðamannafundi íslenska karlalandsliðsins í dag. Að spila vel hjá OB Aron Elís stóð sig mjög vel fyrir meiðslin og var meðal annars kosinn besti leikmaðurinn hjá OB. „Ég er búinn að vera mjög ánægður með eigin frammistöðu en það var helvíti svekkjandi að enda þetta á því að fá kviðslit. Frammistaða mín fyrir áramót var mjög góð og ég ætla bara að halda áfram á þeirri braut,“ sagði Aron Elís en var hann að búast við sæti í landsliðinu? Ánægður með að vera hérna „Bæði og. Ég vissi að ég var búinn að vera frá vegna meiðsla og var bara tilbúinn ef kallið kæmi. Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa (landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Jóhanns Karl Guðjónsson) um það hver staðan á mér væri. Við töluðum saman um þetta og ég er mjög ánægður með að vera hérna, hitta strákana og æfa vel,“ sagði Aron Elís. OB komst ekki í efri hluta úrslitakeppninnar sem voru væntanlega ekki það sem stefnt var að. „Þetta var klárlega svekkjandi. Ég finn alveg að OB er stór klúbbur og áhangendurnir eru með mikla ástríðu fyrir félaginu. Þegar illa gengur þá finnur maður það alveg. Það er alveg augljóst. Það er svaklega svekkjandi hvernig er búið að ganga á tímabilinu. Við erum í undanúrslitum í bikar og það er eina gulrótin í þessu,“ sagði Aron Elís. Þurfa að fara rífa sig í gang „Við þurfum klárlega að fara að rífa okkur í gang í deildinni og fá einhver stig. Spilamennskan hefur á köflum verið fín en það vantar að fá þessi lykilmóment í báðum vítateigunum. Við höfum verið að klikka á færum og fá á okkur klaufaleg mörk á erfiðum tímum. Þá dettur maður í svona vítahring að ná ekki að klára leiki,“ sagði Aron Elís. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild UEFA Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira