Tyreek Hill til liðs við Höfrungana: Sá launahæsti í sögunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. mars 2022 17:30 Tyreek Hill er með fljótari leikmönnum NFL-deildarinnar. Getty/Peter Aiken Útherjinn Tyreek Hill er genginn í raðir Miami Dolphins í NFL-deildinni. Hann gerir fjögurra ára samning upp á 120 milljónir Bandaríkjadala eða tæplega 15 og hálfan milljarð íslenskra króna. Hinn 28 ára gamli Hill hefur leikið með Kansas City Chiefs síðan hann kom í NFL-deildina árið 2016. Hann varð meistari með liðinu árið 2020 og hefur átt stóran þátt í velgengni liðsins á undanförnum árum. Sem ríkjandi meistarar fóru Chiefs alla leið í Ofurskálina en töpuðu þar fyrir Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers. Á síðustu leiktíð fór liðið svo alla leið í undanúrslit en tapaði þar í framlengdum leik gegn Cincinnati Bengals. Hill er frár á fæti og fékk viðurnefnið „Blettatígurinn“ eftir sína fyrstu leiktíð í NFL-deildinni. Alls hefur hann skorað 56 snertimörk og hlaupið fyrir 6062 metrum. Næsta tímabil verður hins vegar fyrsta tímabil útherjans smá en knáa í NFL-deildinni þar sem hann mun ekki klæðast búningi Chiefs. Samkvæmt öruggum heimildum Vestanhafs hefur leikmaðurinn samið við Höfrungana í Miami. Gerir hann fjögurra ára samning upp á samtals 120 milljónir Bandaríkjadala, þar af eru 72,2 milljónir tryggðar. Overall, this is a 4-year extension worth $120M per agent @DrewJRosenhaus with $72.2M guaranteed. As @TomPelissero said, the 3-year numbers are below. https://t.co/3Ntrj8Edm6— Ian Rapoport (@RapSheet) March 23, 2022 Það þýðir að sama hvaða meiðslum hann verður fyrir þá þurfa Miami Dolphins alltaf að greiða Hill að lágmarki 72,2 milljónir. Höfðingjarnir frá Kansas fá fjölda valrétta fyrir Hill, ekki er enn komið nákvæmlega fram hvaða valrétti þeir fá. Samningur Hill gerir hann að launahæsta útherja deildarinnar. Það virðist vera nóg til í NFL-deildinni um þessar mundir en stutt er síðan Davante Adams varð launahæstur er hann yfirgaf Green Bay Packers fyrir Las Vegas Raiders. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Hill hefur leikið með Kansas City Chiefs síðan hann kom í NFL-deildina árið 2016. Hann varð meistari með liðinu árið 2020 og hefur átt stóran þátt í velgengni liðsins á undanförnum árum. Sem ríkjandi meistarar fóru Chiefs alla leið í Ofurskálina en töpuðu þar fyrir Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers. Á síðustu leiktíð fór liðið svo alla leið í undanúrslit en tapaði þar í framlengdum leik gegn Cincinnati Bengals. Hill er frár á fæti og fékk viðurnefnið „Blettatígurinn“ eftir sína fyrstu leiktíð í NFL-deildinni. Alls hefur hann skorað 56 snertimörk og hlaupið fyrir 6062 metrum. Næsta tímabil verður hins vegar fyrsta tímabil útherjans smá en knáa í NFL-deildinni þar sem hann mun ekki klæðast búningi Chiefs. Samkvæmt öruggum heimildum Vestanhafs hefur leikmaðurinn samið við Höfrungana í Miami. Gerir hann fjögurra ára samning upp á samtals 120 milljónir Bandaríkjadala, þar af eru 72,2 milljónir tryggðar. Overall, this is a 4-year extension worth $120M per agent @DrewJRosenhaus with $72.2M guaranteed. As @TomPelissero said, the 3-year numbers are below. https://t.co/3Ntrj8Edm6— Ian Rapoport (@RapSheet) March 23, 2022 Það þýðir að sama hvaða meiðslum hann verður fyrir þá þurfa Miami Dolphins alltaf að greiða Hill að lágmarki 72,2 milljónir. Höfðingjarnir frá Kansas fá fjölda valrétta fyrir Hill, ekki er enn komið nákvæmlega fram hvaða valrétti þeir fá. Samningur Hill gerir hann að launahæsta útherja deildarinnar. Það virðist vera nóg til í NFL-deildinni um þessar mundir en stutt er síðan Davante Adams varð launahæstur er hann yfirgaf Green Bay Packers fyrir Las Vegas Raiders. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira