Íslenskt hagkerfi er að verða hugverkadrifið Hópur fulltrúa í Hugverkaráði Samtaka iðnaðarins skrifar 24. mars 2022 08:45 Ísland er ríkt af auðlindum og verðmætasköpun og útflutningur þjóðarinnar hefur síðustu áratugi fyrst og fremst byggt á atvinnugreinum sem hafa takmarkaða vaxtamöguleika og byggja á auðlindanýtingu, líkt og sjávarútvegi, stóriðju og ferðaþjónustu. Þessar útflutningsstoðir hafa tryggt góð lífsgæði fyrir Íslendinga en það er ekki hægt að horfa framhjá því að einkenni auðlindahagkerfis eru miklar sveiflur og ófyrirsjáanleiki. Þetta hefur einmitt alla tíð einkennt hagsögu Íslands. Í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar kann þetta að vera að breytast. Ferðamönnum fækkaði um 81% á milli áranna 2019 og 2020, ásamt ferðaþjónustunni drógust nær allir aðrir útfluningsliðir saman eða stóðu í stað milli ára. Þess vegna kom það mörgum á óvart að það var afgangur af utanríkisverslun samkvæmt tölum Hagstofunnar á fjórða ársfjórðungi árið 2020. Ástæðan fyrir þessu var einföld. Það var undantekning í útflutningsliðunum. Líkt og aðalhagfræðingur Arion Banka komst að orði í fréttabréfi til fjárfesta á þeim tíma var þetta: „ekki vegna þrautseigju ferðaþjónustunnar, heldur vegna hugverkaútflutnings sem geystist inn eins og riddari á hvítum hesti.“ Gjöld fyrir notkun hugverka jukust samkvæmt Hagstofunni um 13% á milli ára í þessum mikla samdrætti sem átti sér stað um víða veröld og augljóst var að nýr keppandi væri kominn í hagkerfið. Hugverkaiðnaður hefur nú fest sig í sessi sem fjórða stoðin í útflutningi þjóðarbúsins en útflutningstekjur hugverkaiðnaðar námu tæpum 16% af útflutningstekjum Íslands árið 2020. Fjölgun starfsfólks, fjárfesting og veltutölur hugverkaiðnaðar árið 2021 benda til þess að þessi vöxtur hafi haldið áfram það ár. Ef litið er til áætlana hugverkafyrirtækja og mannaflaþarfar er ljóst að vaxtatækifærin eru mikil. Hugverkastoðin er öðruvísi, hún sveiflujafnar á móti auðlindahagkerfinu, hún getur skalað sig nær óendanlega til vaxtar jafnt á heimamarkaði sem erlendis, yfirgnæfandi meirihluti tekna hennar eru í formi útflutnings og í hugverkaiðnaði verða til hálauna- háverðmæta störf. Með öðrum orðum, vöxtur hugverkastoðarinnar eru gríðarlega jákvæðar fréttir fyrir Íslendinga og ætti að byggja kröftuglega undir lífsgæði okkar til lengri tíma. Þess vegna voru það stórar fréttir og sannkallað tímamótaskref þegar nýr ráðherra hugverkaiðnaðar á Íslandi, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, tilkynnti nýverið sýn sína um að hugverkaiðnaður verði stærsta útflutningsstoð þjóðarinnar. Markmið Áslaugar er svo sannarlega metnaðarfullt, en ráðherrann tíundar ýmsar áskoranir og sóknartækifæri þar sem hún vill beita sér á næstu árum. Ber þar hæst að nefna tvo þætti og er gagnlegt að fara aðeins yfir bakgrunn þeirra áskorana. Mikið kapphlaup er nú í gangi um tvær auðlindir á meðal efnahagslega þróaðra ríkja; hugverk og hæfileika. Fyrra kapphlaupið snýr að því að ná verðmætum hugverkum (e. Intellectual Property), tekjunum af þeim og starfamyndun til heimaríkis. Seinna kapphlaupið snýr að því að ná sérfræðingunum sem þarf til að geta viðhaldið, þróað og byggt ný hugverkaverkefni. Ráðherra iðnaðar og nýsköpunar minnist í þessum efnum á tvö mikilvæg forgangsatriði sem stjórnvöld hyggjast beita sér fyrir. Það fyrra snýr að því að byggja upp og viðhalda heimsklassa umhverfi til rannsókna- og þróunar; kjarna nýsköpunar. Í því tilliti er endurgreiðslukerfi stjórnvalda á rannsókna- og þróunarkostnaði fyrirtækja stærsta og mikilvægasta fjárfestingin ásamt mikilvægu stuðningskerfi nýsköpunar í gegnum Rannís. Seinna atriðið er að efla mannauðinn á Íslandi bæði með innlendri uppbyggingu en líka með því að liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga, sem þekkingarmargfaldara fyrir íslenskt samfélag og efnahagslíf. Hugverkaráð SI fagnar metnaðarfullum áætlunum ráðherra í þessum efnum og telur að forgangsatriði Áslaugar séu rétt metin. Áslaug hefur stillt upp í sókn og það er til mikils að vinna fyrir íslenskt samfélag ef sá sóknarleikur gengur eftir. Hugverkaráð SI óskar nýjum ráðherra góðs gengis í sínum störfum. Höfundar eiga sæti í Hugverkaráði Samtaka iðnaðarins. Alexander Picchietti, Verne Global Fida Abu Libdeh, GeoSilica Iceland Inga Lind Karlsdóttir, Skot productions Jóhann Þór Jónsson, AtNorth Lilja Ósk Snorradóttir, Pegasus Reynir Scheving, Zymetech Róbert Helgason, Kot Soffía Kristín Þórðardóttir, Origo Tryggvi Hjaltason, formaður Hugverkaráðs, CCP Vigdís Tinna Sigurvaldadóttir, Marel Þorgeir Frímann Óðinsson, Directive Games North Þóra Björg Magnúsdóttir, Coripharma Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Ísland er ríkt af auðlindum og verðmætasköpun og útflutningur þjóðarinnar hefur síðustu áratugi fyrst og fremst byggt á atvinnugreinum sem hafa takmarkaða vaxtamöguleika og byggja á auðlindanýtingu, líkt og sjávarútvegi, stóriðju og ferðaþjónustu. Þessar útflutningsstoðir hafa tryggt góð lífsgæði fyrir Íslendinga en það er ekki hægt að horfa framhjá því að einkenni auðlindahagkerfis eru miklar sveiflur og ófyrirsjáanleiki. Þetta hefur einmitt alla tíð einkennt hagsögu Íslands. Í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar kann þetta að vera að breytast. Ferðamönnum fækkaði um 81% á milli áranna 2019 og 2020, ásamt ferðaþjónustunni drógust nær allir aðrir útfluningsliðir saman eða stóðu í stað milli ára. Þess vegna kom það mörgum á óvart að það var afgangur af utanríkisverslun samkvæmt tölum Hagstofunnar á fjórða ársfjórðungi árið 2020. Ástæðan fyrir þessu var einföld. Það var undantekning í útflutningsliðunum. Líkt og aðalhagfræðingur Arion Banka komst að orði í fréttabréfi til fjárfesta á þeim tíma var þetta: „ekki vegna þrautseigju ferðaþjónustunnar, heldur vegna hugverkaútflutnings sem geystist inn eins og riddari á hvítum hesti.“ Gjöld fyrir notkun hugverka jukust samkvæmt Hagstofunni um 13% á milli ára í þessum mikla samdrætti sem átti sér stað um víða veröld og augljóst var að nýr keppandi væri kominn í hagkerfið. Hugverkaiðnaður hefur nú fest sig í sessi sem fjórða stoðin í útflutningi þjóðarbúsins en útflutningstekjur hugverkaiðnaðar námu tæpum 16% af útflutningstekjum Íslands árið 2020. Fjölgun starfsfólks, fjárfesting og veltutölur hugverkaiðnaðar árið 2021 benda til þess að þessi vöxtur hafi haldið áfram það ár. Ef litið er til áætlana hugverkafyrirtækja og mannaflaþarfar er ljóst að vaxtatækifærin eru mikil. Hugverkastoðin er öðruvísi, hún sveiflujafnar á móti auðlindahagkerfinu, hún getur skalað sig nær óendanlega til vaxtar jafnt á heimamarkaði sem erlendis, yfirgnæfandi meirihluti tekna hennar eru í formi útflutnings og í hugverkaiðnaði verða til hálauna- háverðmæta störf. Með öðrum orðum, vöxtur hugverkastoðarinnar eru gríðarlega jákvæðar fréttir fyrir Íslendinga og ætti að byggja kröftuglega undir lífsgæði okkar til lengri tíma. Þess vegna voru það stórar fréttir og sannkallað tímamótaskref þegar nýr ráðherra hugverkaiðnaðar á Íslandi, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, tilkynnti nýverið sýn sína um að hugverkaiðnaður verði stærsta útflutningsstoð þjóðarinnar. Markmið Áslaugar er svo sannarlega metnaðarfullt, en ráðherrann tíundar ýmsar áskoranir og sóknartækifæri þar sem hún vill beita sér á næstu árum. Ber þar hæst að nefna tvo þætti og er gagnlegt að fara aðeins yfir bakgrunn þeirra áskorana. Mikið kapphlaup er nú í gangi um tvær auðlindir á meðal efnahagslega þróaðra ríkja; hugverk og hæfileika. Fyrra kapphlaupið snýr að því að ná verðmætum hugverkum (e. Intellectual Property), tekjunum af þeim og starfamyndun til heimaríkis. Seinna kapphlaupið snýr að því að ná sérfræðingunum sem þarf til að geta viðhaldið, þróað og byggt ný hugverkaverkefni. Ráðherra iðnaðar og nýsköpunar minnist í þessum efnum á tvö mikilvæg forgangsatriði sem stjórnvöld hyggjast beita sér fyrir. Það fyrra snýr að því að byggja upp og viðhalda heimsklassa umhverfi til rannsókna- og þróunar; kjarna nýsköpunar. Í því tilliti er endurgreiðslukerfi stjórnvalda á rannsókna- og þróunarkostnaði fyrirtækja stærsta og mikilvægasta fjárfestingin ásamt mikilvægu stuðningskerfi nýsköpunar í gegnum Rannís. Seinna atriðið er að efla mannauðinn á Íslandi bæði með innlendri uppbyggingu en líka með því að liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga, sem þekkingarmargfaldara fyrir íslenskt samfélag og efnahagslíf. Hugverkaráð SI fagnar metnaðarfullum áætlunum ráðherra í þessum efnum og telur að forgangsatriði Áslaugar séu rétt metin. Áslaug hefur stillt upp í sókn og það er til mikils að vinna fyrir íslenskt samfélag ef sá sóknarleikur gengur eftir. Hugverkaráð SI óskar nýjum ráðherra góðs gengis í sínum störfum. Höfundar eiga sæti í Hugverkaráði Samtaka iðnaðarins. Alexander Picchietti, Verne Global Fida Abu Libdeh, GeoSilica Iceland Inga Lind Karlsdóttir, Skot productions Jóhann Þór Jónsson, AtNorth Lilja Ósk Snorradóttir, Pegasus Reynir Scheving, Zymetech Róbert Helgason, Kot Soffía Kristín Þórðardóttir, Origo Tryggvi Hjaltason, formaður Hugverkaráðs, CCP Vigdís Tinna Sigurvaldadóttir, Marel Þorgeir Frímann Óðinsson, Directive Games North Þóra Björg Magnúsdóttir, Coripharma
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun