Erlent

Bein út­sending: Stol­ten­berg greinir frá hertum refsi­að­gerðum NATO gegn Rúss­landi

Heimir Már Pétursson skrifar
Leiðtogar aðildarríkja NATO í Brussel í morgun.
Leiðtogar aðildarríkja NATO í Brussel í morgun. AP/Brendan Smialowski

Sögulegur sameiginlegur neyðarfundur leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna, sjö helstu iðnríkja (G-7) og Evrópusambandsins hófst í Brussel klukkan átta í morgun. 

Fyrir fundinn lá fyrir að ríkin muni samþykkja enn harðari refsiaðgerðir gegn Rússum og þeim sem aðstoða þá við að sniðganga aðgerðir Vesturlanda ásamt auknum hernaðarlegum og fjárhagslegum stuðning við Úkraínu.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra situr fundinn fyrir Íslands hönd.

Hér má sjá streymi frá fréttamannafundi Jens Stoltenbergs framkvæmdastjóra NATO sem hefst klukkan 12:15.

Uppfært: Blaðamannafundinum seinkar um hálftíma eða svo.


Tengdar fréttir

Neyðarfundur helstu leiðtoga heims hefst á morgun

Hugmyndir Pólverja um að NATO-ríki taki að sér friðargæslu í Úkraínu fá dræmar undirtektir fyrir sérstakan leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins í Brussel á morgun. Hundrað þúsund manns eru enn í Mariupol undir stöðugum loftárásum. Kanslari Þýskalands segir Þjóðverja ekki geta hætt skyndilega að kaupa olíu af Rússum.

Segja Stol­ten­berg verða ár lengur í em­bætti

Jens Stoltenberg mun framlengja tíð sína sem framkvæmdastjóri NATO um eitt ár en til stóð að hann myndi láta af embætti næsta haust. Ástæðan er ástandið vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir sléttum mánuði.

Ekki sama krafa á Ísland innan NATO og á önnur ríki um hækkun framlaga

Forsætis- og utanríkisráðherra segja koma til greina að Íslendingar auki framlög sín til NATO þegar komi að verkefnum eins og vörnum gegn netárásum. Alltaf hafi ríkt skilningur á því innan NATO að framlög Íslendinga taki mið af því að þjóðin hafi engan her.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×