Bréfberarnir í Neskaupstað afþakka farartæki og skokka með póstinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. mars 2022 14:01 Laufey Sigurðardóttir og Heiðrún Þorsteinsdóttir. Það er líf og fjör hjá starfsfólki Póstsins í Neskaupstað þar sem tekist hefur að samræma vinnu og heilnæman lífstíl á einstakan hátt. Bréfberarnir afþakka notkun farartækja í vinnunni en ganga eða skokka þess í stað með póstinn um bæinn að vetri sem sumri, sama hvernig viðrar. Um 1.500 manns búa í Neskaupstað. Gangan eða skokkið telur um tólf kílómetra á dag hjá bréfberunum Laufeyju Sigurðardóttur og Heiðrúnu Þorsteinsdóttur. „Lýðheilsa er mikilvægur þáttur hjá okkur. Við hugsum allar vel um heilsuna, bæði hvað varðar hreyfingu og mataræði. Mataræðið hefur áhrif á orkustigið og margir upplifa orkuleysi eftir að tæta í sig sætabrauð eða súkkulaði í vinnunni. Þess vegna veljum við poppkorn og harðfisk fram yfir kökur, kex eða súkkulaði á kaffistofunni. Nýlega höfum við svo tekið upp á því að fá okkur frekar te en kaffi,” segir Hafdís Þóra Ragnarsdóttir, afgreiðlustjóri Póstsins í Neskaupstað. Laufey Sigurðardóttir, Þórunn Björg Halldórsdóttir og Hafdís Þóra Ragnarsdóttir starfa á pósthúsinu í Neskaupstað og hefur tekist að samræma vinnu og heilnæman lífstíl á einstakan hátt. Hafdís segir að bréfberarnir Laufey og Heiðrún líti á starf sitt sem hluta af daglegri hreyfingarútínu. „Þeim finnst alltaf gaman að koma í vinnuna og þær hlakka til að mæta og taka sinn göngutúr eða skokk með póstinn. Með þessum lífstíl og hugarfari eru fáir veikindadagar á pósthúsinu hér í bænum. Starfsumhverfið er mjög hvetjandi og hérna eru allir jákvæðir og glaðir alla daga sem smitar út frá sér til viðskiptavina," segir Hafdís. Bréfberarnir Laufey Sigurðardóttir og Heiðrún Þorsteinsdóttir búnar að klæða sig í kuldagallann og tilbúnar að skokka með póstinn um bæinn. Fjarðabyggð Heilsa Pósturinn Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Um 1.500 manns búa í Neskaupstað. Gangan eða skokkið telur um tólf kílómetra á dag hjá bréfberunum Laufeyju Sigurðardóttur og Heiðrúnu Þorsteinsdóttur. „Lýðheilsa er mikilvægur þáttur hjá okkur. Við hugsum allar vel um heilsuna, bæði hvað varðar hreyfingu og mataræði. Mataræðið hefur áhrif á orkustigið og margir upplifa orkuleysi eftir að tæta í sig sætabrauð eða súkkulaði í vinnunni. Þess vegna veljum við poppkorn og harðfisk fram yfir kökur, kex eða súkkulaði á kaffistofunni. Nýlega höfum við svo tekið upp á því að fá okkur frekar te en kaffi,” segir Hafdís Þóra Ragnarsdóttir, afgreiðlustjóri Póstsins í Neskaupstað. Laufey Sigurðardóttir, Þórunn Björg Halldórsdóttir og Hafdís Þóra Ragnarsdóttir starfa á pósthúsinu í Neskaupstað og hefur tekist að samræma vinnu og heilnæman lífstíl á einstakan hátt. Hafdís segir að bréfberarnir Laufey og Heiðrún líti á starf sitt sem hluta af daglegri hreyfingarútínu. „Þeim finnst alltaf gaman að koma í vinnuna og þær hlakka til að mæta og taka sinn göngutúr eða skokk með póstinn. Með þessum lífstíl og hugarfari eru fáir veikindadagar á pósthúsinu hér í bænum. Starfsumhverfið er mjög hvetjandi og hérna eru allir jákvæðir og glaðir alla daga sem smitar út frá sér til viðskiptavina," segir Hafdís. Bréfberarnir Laufey Sigurðardóttir og Heiðrún Þorsteinsdóttir búnar að klæða sig í kuldagallann og tilbúnar að skokka með póstinn um bæinn.
Fjarðabyggð Heilsa Pósturinn Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“