Birkir Bjarna: Við erum að fara gera meiri kröfur á sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2022 14:50 Birkir Bjarnason á æfingu með íslenska liðinu út á Spáni. KSÍ Birkir Bjarnason og félagar í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta horfa bjartir fram á veginn og ætla setja meiri kröfur á liðið að fara vinna fleiri leiki. Íslenska liðið gekk í gegnum hörð og snögg kynslóðaskipti síðasta haust og náði ekki að fylgja eftir góðum árangri síðustu ár. Nú er komið nýtt ár og það bjartsýni í íslenska hópnum ef marka má orð fyrirliðans. Íslenska karlalandsliðið spilar tvo vináttulandsleiki á næstu dögum og sá fyrri er á móti Finnum á morgun. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Þetta er mjög mikilvægt verkefni. Þetta er kannski búinn að vera erfiður tími hingað til en margt mjög jákvætt sem við höfum gert og margt sem við getum bætt okkur í,“ sagði Birkir Bjarnason, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Við erum búnir að fá rosalega góðan tíma núna og meiri tíma en áður. Við erum að þróa liðið og þróa okkar leik, bæði út á velli sem og inn í fundarsal. Þetta er búið að vera ótrúlega gott fyrir okkur,“ sagði Birkir. Leikurinn á móti Finnum á morgun verður fyrsti leikur íslenska liðsins árinu með fullt lið enda um fyrsta opinbera landsleikjaglugga ársins. „Eins og við höfum verið að ræða innan hóps þá ætlum við að gera meiri kröfur til okkar sjálfra og til liðsins. Við erum að fara gera meiri kröfur á sigur. Þetta er það sem þetta snýst um og við ætlum að vinna leiki og koma okkur á betri stað,“ sagði Birkir. „Það væri ekkert betra en að geta byrjað árið með sigri,“ sagði Birkir. Birkir vildi hins vegar ekki gera mikið úr árangri Norður Makedóníu í gær með það hvernig sigur þeirra á móti Íslandi speglaði íslenska landsliðið. Norður Makedónía komst einmitt upp úr riðli Íslands og í umspilið. „Við þurfum að gleyma úrslitunum sem voru í síðustu keppni og taka með okkur spilamennskuna. Einbeita okkur að því að gera betur og þróa okkur sem lið og einstaklinga. Við gerum það saman og vonandi eru bjartir tímar fram undan,“ sagði Birkir. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á morgun í Murcia á Spáni og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Íslenska liðið gekk í gegnum hörð og snögg kynslóðaskipti síðasta haust og náði ekki að fylgja eftir góðum árangri síðustu ár. Nú er komið nýtt ár og það bjartsýni í íslenska hópnum ef marka má orð fyrirliðans. Íslenska karlalandsliðið spilar tvo vináttulandsleiki á næstu dögum og sá fyrri er á móti Finnum á morgun. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Þetta er mjög mikilvægt verkefni. Þetta er kannski búinn að vera erfiður tími hingað til en margt mjög jákvætt sem við höfum gert og margt sem við getum bætt okkur í,“ sagði Birkir Bjarnason, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Við erum búnir að fá rosalega góðan tíma núna og meiri tíma en áður. Við erum að þróa liðið og þróa okkar leik, bæði út á velli sem og inn í fundarsal. Þetta er búið að vera ótrúlega gott fyrir okkur,“ sagði Birkir. Leikurinn á móti Finnum á morgun verður fyrsti leikur íslenska liðsins árinu með fullt lið enda um fyrsta opinbera landsleikjaglugga ársins. „Eins og við höfum verið að ræða innan hóps þá ætlum við að gera meiri kröfur til okkar sjálfra og til liðsins. Við erum að fara gera meiri kröfur á sigur. Þetta er það sem þetta snýst um og við ætlum að vinna leiki og koma okkur á betri stað,“ sagði Birkir. „Það væri ekkert betra en að geta byrjað árið með sigri,“ sagði Birkir. Birkir vildi hins vegar ekki gera mikið úr árangri Norður Makedóníu í gær með það hvernig sigur þeirra á móti Íslandi speglaði íslenska landsliðið. Norður Makedónía komst einmitt upp úr riðli Íslands og í umspilið. „Við þurfum að gleyma úrslitunum sem voru í síðustu keppni og taka með okkur spilamennskuna. Einbeita okkur að því að gera betur og þróa okkur sem lið og einstaklinga. Við gerum það saman og vonandi eru bjartir tímar fram undan,“ sagði Birkir. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á morgun í Murcia á Spáni og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira