Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - KR 91-93 | Naumur sigur KR-inga fyrir norðan Árni Gísli Magnússon skrifar 27. mars 2022 22:05 Úr leik hjá KR. Vísir/Vilhelm Þór Akureyri og KR mættust í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta á Akureyri í kvöld. Þórsarar fallnir fyrir leikinn en KR í 9. sæti í harðri baráttu við Breiðablik um sæti í úrslitakeppninni en liðin voru jöfn að stigum fyrir leiki kvöldsins.Á endanum vann KR nauman tveggja stiga sigur, 91-93, eftir spennandi lokamínútur. KR byrjaði leikinn betur og skoruðu fyrstu sjö stig leiksins áður en Baldur Örn kom heimamönnum á blað með þriggja stiga körfu. Gestirnir voru skrefi á undan til að byrja með en Þórsarar fóru að spila betur eftir því sem leið á leikhlutann og munurinn einungis eitt stig að loknum fyrsta leikhluta, 20-21. Þórsarar héldu áfram að spila fínan körfubolta í öðrum leikhluta og komust yfir í fyrsta skipti í leiknum, 36-35, þegar 3 mínútur voru til hálfleiks þegar Kolbeinn Fannar setti niður þriggja stiga skot. Isaiah Manderson var öflugur undir körfunni fyrir KR og skoraði 14 stig í hálfleiknum og þá var Darbo með 11 stig. August Haas var að spila feiknavel í hálfleiknum og var kominn með 11 stig áður en yfir lauk. Mikil barátta var Þórs megin í hálfleiknum og má t.d. greina það á því að þeir höfðu tekið 26 fráköst gegn einungis 11 hjá KR. Í þriðja leikhluta héldu liðin áfram að spila ágætis körfubolta en vandamálið hjá KR voru þó áfram tapaðir boltar og um miðjan þriðja leikhluta voru þeir orðnir 18 á móti 6 hjá Þór sem er í raun svakaleg tölfræði. Þórsarar hittu vel áfram og Kolbeinn setti þrist í fyrstu sókn Þórs og nokkrir fylgdu í framhaldinu og August Haas hélt áfram að spila vel og alltaf þegar KR-ingar komumst sex til átta stigum yfir svöruðu Þórsarar fyrir sig og minnkuðu muninn strax. KR-ingar sigu aðeins fram úr í þriðja leikhluta og var munurinn 9 stig þegar 24 sekúndur voru eftir af leikhlutanum og KR hélt af stað í sókn. Þeir skora tveggja stiga körfu þegar rúmar þrjár sekúndur eru eftir og Þórsarar kasta boltanum inn og boltinn fer beint í hendurnar á Brynjari Þór sem setur sniðskotið og fær villuna að auki og nýtir vítaskotið. KR skorar því 5 stig á örfáum sekúndum undir lok leikhlutans og munurinn því 14 stig fyrir lokaleikhlutann, 68-84. Þórsarar skoruðu fyrstu fimm stigin í fjórða leikhluta og þá tók Helgi Már, þjálfari KR, leikhlé. Stigin fóru þá að koma hjá KR en þau létu ekki á sér standa heldur hjá heimamönnum og þegar 2 og hálf mínúta var eftir var munurinn einungis fjögur stig, 87-91. Þegar 30 sekúndur eru eftir vinnur KR boltann eftir misheppnaða sókn heimamanna og halda af stað í sókn. Þórsarar brjóta ekki en mikill darraðadans verður í teignum sem endar með því að leikmaður KR skýtur boltanum í hringinn þegar skotklukkan er að klárast og nær sóknarfrákastinu og kastar boltanum hátt í loft upp og þá klárast leiktíminn. KR-ingar fara því með nauðsynlegan tveggja stiga sigur af hólmi sem setur þá í bílstjórasætið fyrir lokaumferðina þar sem þeir mæta Val. Leik Vals og Breiðablik var að ljúka með sigri Vals sem þýðir að KR nægir sigur í lokaumferðinni gegn Val, alveg sama hvernig leikur Breiðabliks gegn Stjörnunni fer þar sem KR er nú tveimur stigur á undan Breiðabliki. Tapi þeir KR hins vegar verða þeir að treysta á að Breiðablik tapi einnig gegn Stjörnunni. Af hverju vann KR? Þeir spiluðu ekki vel í dag en voru hálfu skrefi á undan Þórsurum mestallan leikinn. Stigin fimm sem þeir skoruðu á lokasekúndum þriðja leikhluta hafa sennilega skipt sköpum þegar uppi var staðið. Hverjir stóðu upp úr? August Emil Haas var frábær hjá Þór með 30 stig og KR vörnin réði bara ekkert við hann. Það hljóta einhver lið í deildinni að vilja nýta krafta hans á næstu leiktíð ef hann vill spila áfram hérlendis. Kolbeinn Fannar átti flottan leik, sýndi alvöru baráttu og endaði með 15 stig. Dúi Þór var með 16 stig. Hjá KR var Isaiah Manderson stigahæstur með 19 stig og 10 fráköst. Darbo var næstur með 18 stig og 7 fráköst. Hvað gekk illa? KR tapaði 24 boltum í dag sem er alltof mikið og þetta má ekki gerast gegn betra liði, þá verður þeim refsað. Hvað gerist næst? Þór og Tindastóll mætast á Sauðárkróki í lokaumferðinni sem fer fram fimmtudaginn 31. mars kl. 19.15. Þá mætast KR og Valur á Meistaravöllum á sama tíma þar sem KR tryggir sig í úrslitakeppni með sigri. Tapi þeir verða þeir að treysta á að Breiðablik tapi einnig gegn Stjörnunni. Bjarki: Erum kannski löngu farnir að skoða bara frammistöður í staðinn fyrir úrslit Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs Akureyri, var stoltur af frammistöðu síns liðs eftir naumt tveggja stipa tap gegn KR. „Við erum kannski löngu farnir að skoða bara frammistöður í staðinn fyrir úrslit og þetta var góð frammistaða hér í kvöld”. Hann viðurkennir þó að það hefði verið gott fyrir sálina að ná sigrinum. „Það hefði alveg verið gott fyrir sálina en fyrir gamla KR-inginn þá er þetta bara fínt.” August Emil Haas spilaði frábærlega í dag og endaði með 30 stig. Bjarki hafði ekkert nema gott um hann að segja og telur að lið í Subway-deildinni geti notað þennan leikmann á næsta tímabili. „Mér finnst hann búinn að vera gjörsamlega stórkostlegur hjá okkur og ég held að hann sé svo sannarlega að búa til nafn fyrir sig í þessari deild. Hann er hörku varnarmaður, alltaf á besta leikmanni hins liðsins og gefur okkur gríðarlega mikið, hann er með fjóra stolna bolta í kvöld en ég held þeir hafi verið miklu fleiri. KR-ingar tapa held ég 24 boltum og það er svo sem ekki vænlegt til árangurs fyrir þá en ég er svo sem ekkert að tala um KR heldur stóðum við okkur bara vel í kvöld.” Ungir strákar eru að fá tækifærið hjá Þór og segir Bjarki þetta dýrmæta reynslu fyrir alla þessa stráka sem þeir geti byggt á í framtíðinni. „Ég held að Kolbeinn sé að skjóta hérna í kringum 40% úr einhverjum 10 tilraunum í leik í síðustu fjórum leikjum og hann er bara virkilega öflugur leikmaður og frábær varnarmaður og frábær liðsfélagi og bara sama með Baldur nema ökklinn var ekki alveg orðinn góður en hann stóð sig frábærlega þær mínútur sem hann tórði á veillinum og fór náttúrulega út af með 5 villur og ökklinn spilaði þar eitthvað inn í og Hlynur Freyr sem leysti hann af stórkostlegur líka.” Bjarki kom inn á það í viðtali eftir stórt tap gegn Val í síðasta leik að hann gæti fyrirgefið leikmönnum mistök en ekki ef þeir leggja sig ekki fram. Hann segir menn svo sannarlega hafa gefið allt í sölurnar í kvöld. „Við erum undir með 15 eftir slæm mistök í lok þriðja leikhluta og við töluðum um það að við ætluðum ekki að hengja haus, það bara kemur ekki til greina, og það er bara það sem við gerðum hérna í kvöld. En það hefði ekki verið neitt mál að brotna eftir þessi mistök fyrir fjórða leikhlutann? „Algjörlega, það hefði bara ekki verið neitt mál að gefast þá upp, en þetta var öðruvísi hugarfar, hvort okkur líði ekki bara betur hérna í Höllinni en það verður bara að koma í ljós hvort við náum ekki að setja saman góðar 40 mínútur á Sauðarkróki á fimmtudaginn.” Subway-deild karla Þór Akureyri KR Tengdar fréttir „Þakklátur að fara héðan með sigur“ KR vann nauman sigur á Þór Akureyri fyrir norðan í kvöld, 91-93. 27. mars 2022 21:47
Þór Akureyri og KR mættust í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta á Akureyri í kvöld. Þórsarar fallnir fyrir leikinn en KR í 9. sæti í harðri baráttu við Breiðablik um sæti í úrslitakeppninni en liðin voru jöfn að stigum fyrir leiki kvöldsins.Á endanum vann KR nauman tveggja stiga sigur, 91-93, eftir spennandi lokamínútur. KR byrjaði leikinn betur og skoruðu fyrstu sjö stig leiksins áður en Baldur Örn kom heimamönnum á blað með þriggja stiga körfu. Gestirnir voru skrefi á undan til að byrja með en Þórsarar fóru að spila betur eftir því sem leið á leikhlutann og munurinn einungis eitt stig að loknum fyrsta leikhluta, 20-21. Þórsarar héldu áfram að spila fínan körfubolta í öðrum leikhluta og komust yfir í fyrsta skipti í leiknum, 36-35, þegar 3 mínútur voru til hálfleiks þegar Kolbeinn Fannar setti niður þriggja stiga skot. Isaiah Manderson var öflugur undir körfunni fyrir KR og skoraði 14 stig í hálfleiknum og þá var Darbo með 11 stig. August Haas var að spila feiknavel í hálfleiknum og var kominn með 11 stig áður en yfir lauk. Mikil barátta var Þórs megin í hálfleiknum og má t.d. greina það á því að þeir höfðu tekið 26 fráköst gegn einungis 11 hjá KR. Í þriðja leikhluta héldu liðin áfram að spila ágætis körfubolta en vandamálið hjá KR voru þó áfram tapaðir boltar og um miðjan þriðja leikhluta voru þeir orðnir 18 á móti 6 hjá Þór sem er í raun svakaleg tölfræði. Þórsarar hittu vel áfram og Kolbeinn setti þrist í fyrstu sókn Þórs og nokkrir fylgdu í framhaldinu og August Haas hélt áfram að spila vel og alltaf þegar KR-ingar komumst sex til átta stigum yfir svöruðu Þórsarar fyrir sig og minnkuðu muninn strax. KR-ingar sigu aðeins fram úr í þriðja leikhluta og var munurinn 9 stig þegar 24 sekúndur voru eftir af leikhlutanum og KR hélt af stað í sókn. Þeir skora tveggja stiga körfu þegar rúmar þrjár sekúndur eru eftir og Þórsarar kasta boltanum inn og boltinn fer beint í hendurnar á Brynjari Þór sem setur sniðskotið og fær villuna að auki og nýtir vítaskotið. KR skorar því 5 stig á örfáum sekúndum undir lok leikhlutans og munurinn því 14 stig fyrir lokaleikhlutann, 68-84. Þórsarar skoruðu fyrstu fimm stigin í fjórða leikhluta og þá tók Helgi Már, þjálfari KR, leikhlé. Stigin fóru þá að koma hjá KR en þau létu ekki á sér standa heldur hjá heimamönnum og þegar 2 og hálf mínúta var eftir var munurinn einungis fjögur stig, 87-91. Þegar 30 sekúndur eru eftir vinnur KR boltann eftir misheppnaða sókn heimamanna og halda af stað í sókn. Þórsarar brjóta ekki en mikill darraðadans verður í teignum sem endar með því að leikmaður KR skýtur boltanum í hringinn þegar skotklukkan er að klárast og nær sóknarfrákastinu og kastar boltanum hátt í loft upp og þá klárast leiktíminn. KR-ingar fara því með nauðsynlegan tveggja stiga sigur af hólmi sem setur þá í bílstjórasætið fyrir lokaumferðina þar sem þeir mæta Val. Leik Vals og Breiðablik var að ljúka með sigri Vals sem þýðir að KR nægir sigur í lokaumferðinni gegn Val, alveg sama hvernig leikur Breiðabliks gegn Stjörnunni fer þar sem KR er nú tveimur stigur á undan Breiðabliki. Tapi þeir KR hins vegar verða þeir að treysta á að Breiðablik tapi einnig gegn Stjörnunni. Af hverju vann KR? Þeir spiluðu ekki vel í dag en voru hálfu skrefi á undan Þórsurum mestallan leikinn. Stigin fimm sem þeir skoruðu á lokasekúndum þriðja leikhluta hafa sennilega skipt sköpum þegar uppi var staðið. Hverjir stóðu upp úr? August Emil Haas var frábær hjá Þór með 30 stig og KR vörnin réði bara ekkert við hann. Það hljóta einhver lið í deildinni að vilja nýta krafta hans á næstu leiktíð ef hann vill spila áfram hérlendis. Kolbeinn Fannar átti flottan leik, sýndi alvöru baráttu og endaði með 15 stig. Dúi Þór var með 16 stig. Hjá KR var Isaiah Manderson stigahæstur með 19 stig og 10 fráköst. Darbo var næstur með 18 stig og 7 fráköst. Hvað gekk illa? KR tapaði 24 boltum í dag sem er alltof mikið og þetta má ekki gerast gegn betra liði, þá verður þeim refsað. Hvað gerist næst? Þór og Tindastóll mætast á Sauðárkróki í lokaumferðinni sem fer fram fimmtudaginn 31. mars kl. 19.15. Þá mætast KR og Valur á Meistaravöllum á sama tíma þar sem KR tryggir sig í úrslitakeppni með sigri. Tapi þeir verða þeir að treysta á að Breiðablik tapi einnig gegn Stjörnunni. Bjarki: Erum kannski löngu farnir að skoða bara frammistöður í staðinn fyrir úrslit Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs Akureyri, var stoltur af frammistöðu síns liðs eftir naumt tveggja stipa tap gegn KR. „Við erum kannski löngu farnir að skoða bara frammistöður í staðinn fyrir úrslit og þetta var góð frammistaða hér í kvöld”. Hann viðurkennir þó að það hefði verið gott fyrir sálina að ná sigrinum. „Það hefði alveg verið gott fyrir sálina en fyrir gamla KR-inginn þá er þetta bara fínt.” August Emil Haas spilaði frábærlega í dag og endaði með 30 stig. Bjarki hafði ekkert nema gott um hann að segja og telur að lið í Subway-deildinni geti notað þennan leikmann á næsta tímabili. „Mér finnst hann búinn að vera gjörsamlega stórkostlegur hjá okkur og ég held að hann sé svo sannarlega að búa til nafn fyrir sig í þessari deild. Hann er hörku varnarmaður, alltaf á besta leikmanni hins liðsins og gefur okkur gríðarlega mikið, hann er með fjóra stolna bolta í kvöld en ég held þeir hafi verið miklu fleiri. KR-ingar tapa held ég 24 boltum og það er svo sem ekki vænlegt til árangurs fyrir þá en ég er svo sem ekkert að tala um KR heldur stóðum við okkur bara vel í kvöld.” Ungir strákar eru að fá tækifærið hjá Þór og segir Bjarki þetta dýrmæta reynslu fyrir alla þessa stráka sem þeir geti byggt á í framtíðinni. „Ég held að Kolbeinn sé að skjóta hérna í kringum 40% úr einhverjum 10 tilraunum í leik í síðustu fjórum leikjum og hann er bara virkilega öflugur leikmaður og frábær varnarmaður og frábær liðsfélagi og bara sama með Baldur nema ökklinn var ekki alveg orðinn góður en hann stóð sig frábærlega þær mínútur sem hann tórði á veillinum og fór náttúrulega út af með 5 villur og ökklinn spilaði þar eitthvað inn í og Hlynur Freyr sem leysti hann af stórkostlegur líka.” Bjarki kom inn á það í viðtali eftir stórt tap gegn Val í síðasta leik að hann gæti fyrirgefið leikmönnum mistök en ekki ef þeir leggja sig ekki fram. Hann segir menn svo sannarlega hafa gefið allt í sölurnar í kvöld. „Við erum undir með 15 eftir slæm mistök í lok þriðja leikhluta og við töluðum um það að við ætluðum ekki að hengja haus, það bara kemur ekki til greina, og það er bara það sem við gerðum hérna í kvöld. En það hefði ekki verið neitt mál að brotna eftir þessi mistök fyrir fjórða leikhlutann? „Algjörlega, það hefði bara ekki verið neitt mál að gefast þá upp, en þetta var öðruvísi hugarfar, hvort okkur líði ekki bara betur hérna í Höllinni en það verður bara að koma í ljós hvort við náum ekki að setja saman góðar 40 mínútur á Sauðarkróki á fimmtudaginn.”
Subway-deild karla Þór Akureyri KR Tengdar fréttir „Þakklátur að fara héðan með sigur“ KR vann nauman sigur á Þór Akureyri fyrir norðan í kvöld, 91-93. 27. mars 2022 21:47
„Þakklátur að fara héðan með sigur“ KR vann nauman sigur á Þór Akureyri fyrir norðan í kvöld, 91-93. 27. mars 2022 21:47
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti