Sport

Benedikt: Sýndum mikið hjarta í leiknum

Andri Már Eggertsson skrifar
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigur kvöldsins
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigur kvöldsins Vísir/Hulda Margrét

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með átta stiga sigur á bikarmeisturum Stjörnunnar 91-83. 

„Það var erfitt að leggja fingur á það hvernig við yrðum eftir að hafa verið á Ísafirði í hálfa viku, við náðum einni æfingu í gær og þá voru menn svolítið þungir en í kvöld sýndum við mikið hjarta og verð ég að hrósa mínu liði fyrir það,“ sagði Benedikt um dvöl Njarðvíkinga á Ísafirði.

Benedikt var afar ánægður með spilamennsku Njarðvíkur og voru heimamenn átján stigum yfir eftir þrjá leikhluta.

„Mér fannst við frákasta afar vel, við unnum frákastabaráttuna. Stjarnan tók eitt sóknarfrákast í fyrsta leikhluta, fjögur í öðrum leikhluta og endaði á að taka tólf í öllum leiknum sem var lykillinn að sigrinum.“

Það vantaði nokkra lykilmenn í lið Njarðvíkur í kvöld og í þeirra fjarveru steig Maciek Baginski upp sem Benedikt var ánægður með.

„Aðrir leikmenn stigu upp. Ekki nóg með það að Haukur Helgi og Veigar Páll voru fjarverandi þá datt Fotios Lampropoulos út í leiknum,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum og vonaðist eftir því að Fotios væri ekki frá út tímabilið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×