Ritstjórinn og íþróttastyrkir útgerðarinnar Pétur Hafsteinn Pálsson skrifar 26. mars 2022 14:01 Í tilefni af orðum Sigurðar Inga Jóhannessonar formanns framsóknar um „ofurhagnað“ í sjávarútvegi sá ritstjóri Fréttablaðins ástæðu til að hnýta í (sumir myndu segja sparka í ) fyrirtækin á landsbyggðinni sem stutt hafa íþrótta og menningarlíf í sinni heimabyggð. Hann skrifar fimmtudaginn 24. Mars : „Þessa sér stað í öflugustu sjávarþorpunum um allt land þar sem stórútgerðin er orðin að eins konar hliðarsjálfi bæjarsjóðs sem deilir út fjármagni til íþrótta-, frístunda- og menningarstarfs í svo ríkum mæli að það skiptir deildum í orðspori og árangri.“ Hér er gefið í skyn að útgerðin styrki sjálfboðastarfið í sjávarplássunum svo óhóflega að verulega halli á aðra, ef ég skil frumleg skrif og orðaval rithöfundarins Sigmundar rétt. En er það svo? Það er pínu kaldhæðnislegt að á næstu opnu frá forystugrein ritsjórans í hans eigin blaði á sama degi er mjög góð samantekt Harðar Jónssonar um knattspyrnufélög frá sjávarplássum og í Reykjavík. Tölurnar tala sínu máli. Rekstrartekjur Vals og KR 300 - 400 milljónir, Breiðbliks 600 milljónir. Tekjur Grindavíkur og Skagans 200 milljónir. Myndin sem fylgir umfjölluninni er af tveimur knattspyrnuliðum, merktum í bak og fyrir með merki „Norðuráls“ að hita upp á „Origó“ vellinum og á öðru þeirra sést merki „Íslandsbanka“ ásamt merkjum annara fyrirtækja sem þannig sýna velvilja sinn í verki gagnvart íþróttafólki landsins. Ekkert þeirra er þó í sjávarútvegi. Hið ótrúlega öfluga og fjölbreytta sjálfboðastarf á Íslandi hefur í gegnum áratugina verið stutt af fyrirtækjum og einstaklingum í nærumhverfi hverrar starfsemi. Þátttaka sjávarútvegsins er ekkert frábrugðin öðrum atvinnugreinum, hvorki er varðar umfang né upphæðir. Það sem skilur hann að frá öðrum er að hann er sú atvinnugrein sem öflugust er og dreifðust um landið. Löngu fyrir daga kvótakerfis hefur þetta verið siður og ljúf skylda allra landsbyggðarfyrirtækjanna og hefur hún verið innt af hendi með mikilli ánægju eigendanna nánast hvernig sem afkoman hefur verið. Ég reikna með að sama megi segja um öll þau flottu fyrirtæki sem starfað hafa við hlið sjálfboðastarfsins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta verkefni hefur einfaldlega notið mikils velvilja allra fyrirtækja landsins vegna þess að stjórnendur og eigendur þeirra gera sér grein fyrir mikilvægi þess og er í raun mjög merkilegur og fallegur íslenskur kúltúr. Þó flest fyrirtæki á landinu nálgist þetta verkefni á sama hátt, hvort sem þau eru á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni, þá er aðstaða félagasamtakanna sjálfra ólík að öllu leyti. Vegna stærðarhagkvæmni Reykjavíkursvæðisins geta sveitarfélögin þar boðið sínum ungmennum og keppnisfólki upp á mun betri og nútímalegri aðstöðu en sveitarfélögin á landsbyggðinni geta nokkurn tímann gert. Tekjur stóru íþróttaklúbbanna SV lands eru miklu meiri vegna fjöldans og sterkara nærumhverfis. Það gerir þeim auðveldar fyrir að laða til sín besta keppnisfólkið sem síðan verður fyrirmynd og hvatning unga fólksins í þeirra klúbbum. Aðstöðumunur ungs afreksfólks er því mikill höfuðborginni í vil. Eðlilega ná fá landsbyggðafélög að komast í úrvalsdeildir hópíþróttanna og ein afleiðing þess er að Íslandsmótin eru oft lítið annað en stór Reykjavíkurmót. Það leiðir aftur af sér að ferðakostnaður landbyggðarinnar er miklu meiri en hinna. Sem dæmi þarf Akureyrarlið sem er eitt í efstu deild í knattspyrnu að ferðast 11 sinnum til SV svæðisins á meðan höfuðborgarliðin fara eina ferð norður. Kostnaðarlega hallar því líka á landsbyggðina. Ábyrgð landsbyggðafyritækjanna er því talsvert meiri en þeirra sem starfa í fjölmenninu. Takist Sigmundi og hans skoðanabræðrum að gera sjávarútveginn á landsbyggðinni ófæran um að sinna þessum ljúfu skyldum sínum að einhverju eða öllu leyti, sem ég get ekki betur séð en að sé bæði markmið og vilji ritstjórans, þá þurfa hvunndagshetjur sjálfboðastarfsins að fá svör við því hvað eigi að koma í staðinn og hvort Sigmundur sé almennt á móti því að fyrirtæki styrki sitt nærumhverfi eða hvort það eigi bara við um sjávarútveginn. Þetta atriði skiptir öllu máli er varðar „orðspor og árangur“ hverrar starfsemi. Að endingu Sigmundur, eigum við ekki bara að sammælast um að hafa umræðuna um sjávarútveginn málefnalegri en þessi skrif þín? Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Í tilefni af orðum Sigurðar Inga Jóhannessonar formanns framsóknar um „ofurhagnað“ í sjávarútvegi sá ritstjóri Fréttablaðins ástæðu til að hnýta í (sumir myndu segja sparka í ) fyrirtækin á landsbyggðinni sem stutt hafa íþrótta og menningarlíf í sinni heimabyggð. Hann skrifar fimmtudaginn 24. Mars : „Þessa sér stað í öflugustu sjávarþorpunum um allt land þar sem stórútgerðin er orðin að eins konar hliðarsjálfi bæjarsjóðs sem deilir út fjármagni til íþrótta-, frístunda- og menningarstarfs í svo ríkum mæli að það skiptir deildum í orðspori og árangri.“ Hér er gefið í skyn að útgerðin styrki sjálfboðastarfið í sjávarplássunum svo óhóflega að verulega halli á aðra, ef ég skil frumleg skrif og orðaval rithöfundarins Sigmundar rétt. En er það svo? Það er pínu kaldhæðnislegt að á næstu opnu frá forystugrein ritsjórans í hans eigin blaði á sama degi er mjög góð samantekt Harðar Jónssonar um knattspyrnufélög frá sjávarplássum og í Reykjavík. Tölurnar tala sínu máli. Rekstrartekjur Vals og KR 300 - 400 milljónir, Breiðbliks 600 milljónir. Tekjur Grindavíkur og Skagans 200 milljónir. Myndin sem fylgir umfjölluninni er af tveimur knattspyrnuliðum, merktum í bak og fyrir með merki „Norðuráls“ að hita upp á „Origó“ vellinum og á öðru þeirra sést merki „Íslandsbanka“ ásamt merkjum annara fyrirtækja sem þannig sýna velvilja sinn í verki gagnvart íþróttafólki landsins. Ekkert þeirra er þó í sjávarútvegi. Hið ótrúlega öfluga og fjölbreytta sjálfboðastarf á Íslandi hefur í gegnum áratugina verið stutt af fyrirtækjum og einstaklingum í nærumhverfi hverrar starfsemi. Þátttaka sjávarútvegsins er ekkert frábrugðin öðrum atvinnugreinum, hvorki er varðar umfang né upphæðir. Það sem skilur hann að frá öðrum er að hann er sú atvinnugrein sem öflugust er og dreifðust um landið. Löngu fyrir daga kvótakerfis hefur þetta verið siður og ljúf skylda allra landsbyggðarfyrirtækjanna og hefur hún verið innt af hendi með mikilli ánægju eigendanna nánast hvernig sem afkoman hefur verið. Ég reikna með að sama megi segja um öll þau flottu fyrirtæki sem starfað hafa við hlið sjálfboðastarfsins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta verkefni hefur einfaldlega notið mikils velvilja allra fyrirtækja landsins vegna þess að stjórnendur og eigendur þeirra gera sér grein fyrir mikilvægi þess og er í raun mjög merkilegur og fallegur íslenskur kúltúr. Þó flest fyrirtæki á landinu nálgist þetta verkefni á sama hátt, hvort sem þau eru á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni, þá er aðstaða félagasamtakanna sjálfra ólík að öllu leyti. Vegna stærðarhagkvæmni Reykjavíkursvæðisins geta sveitarfélögin þar boðið sínum ungmennum og keppnisfólki upp á mun betri og nútímalegri aðstöðu en sveitarfélögin á landsbyggðinni geta nokkurn tímann gert. Tekjur stóru íþróttaklúbbanna SV lands eru miklu meiri vegna fjöldans og sterkara nærumhverfis. Það gerir þeim auðveldar fyrir að laða til sín besta keppnisfólkið sem síðan verður fyrirmynd og hvatning unga fólksins í þeirra klúbbum. Aðstöðumunur ungs afreksfólks er því mikill höfuðborginni í vil. Eðlilega ná fá landsbyggðafélög að komast í úrvalsdeildir hópíþróttanna og ein afleiðing þess er að Íslandsmótin eru oft lítið annað en stór Reykjavíkurmót. Það leiðir aftur af sér að ferðakostnaður landbyggðarinnar er miklu meiri en hinna. Sem dæmi þarf Akureyrarlið sem er eitt í efstu deild í knattspyrnu að ferðast 11 sinnum til SV svæðisins á meðan höfuðborgarliðin fara eina ferð norður. Kostnaðarlega hallar því líka á landsbyggðina. Ábyrgð landsbyggðafyritækjanna er því talsvert meiri en þeirra sem starfa í fjölmenninu. Takist Sigmundi og hans skoðanabræðrum að gera sjávarútveginn á landsbyggðinni ófæran um að sinna þessum ljúfu skyldum sínum að einhverju eða öllu leyti, sem ég get ekki betur séð en að sé bæði markmið og vilji ritstjórans, þá þurfa hvunndagshetjur sjálfboðastarfsins að fá svör við því hvað eigi að koma í staðinn og hvort Sigmundur sé almennt á móti því að fyrirtæki styrki sitt nærumhverfi eða hvort það eigi bara við um sjávarútveginn. Þetta atriði skiptir öllu máli er varðar „orðspor og árangur“ hverrar starfsemi. Að endingu Sigmundur, eigum við ekki bara að sammælast um að hafa umræðuna um sjávarútveginn málefnalegri en þessi skrif þín? Höfundur er framkvæmdastjóri.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun