Gríðarlegt álag á bráðamóttöku barna vegna inflúensu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. mars 2022 14:01 Valtýr Thors, barnalæknir. Vísir/Arnar Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku barna í vikunni vegna inflúensu og kórónuveirunnar. Aðsóknarmet hafa verið slegin dag eftir dag, að sögn Valtýs Thors, barnalæknis á Barnaspítala Hringsins. „Þetta er að slaga upp í hundrað komur á dag. Aðsóknarmetin hafa lengi verið í kringum áttatíu en núna er þetta yfir níutíu á hverjum einasta degi og alveg óhemju mikið álag,” segir Valtýr. Árleg inflúensa hefur verið að gera vart við sig að undanförnu en stærstur hluti þeirra sem greinist í dag eru börn en viðbúið er að fleiri fullorðnir smitist í framhaldinu. Eitt barn er inniliggjandi á spítala með inflúensu og fimm börn með covid-19, þar af er nýburi á gjörgæslu á vökudeild. Valtýr segir að einkenni inflúensu og covid séu keimlík og oft erfitt að greina þar á milli með skoðun einni og sér. Þá sé útlit fyrir að börn sem nýverið hafi veikst séu móttækilegri fyrir næstu pest. „Við erum að sjá mjög mikið af krökkum, ekki bara á spítalanum heldur líka á heilsugæslunni og hjá öðrum barnalæknum úti í bæ, sem eru að glíma við síendurtekin veikindi, allt frá október, desember og jafnvel fyrr. Þetta veldur miklu álagi, á börnin fyrst og fremst en líka á heilbrigðisþjónustuna og auðvitað foreldrana.” Hann segir að spítalinn ráði enn við ástandið en vonar að það fari að hægjast um. „Þetta er allt á bláþræði hjá okkur, að því leytinu til að við erum ekki bara með bráðamóttökuna heldur líka inniliggjandi á deildinni. Það eru allir á hlaupum alla daga og við erum að vonast til að þegar fer að sljákka í inflúensunni að það komi tímabil þar sem fólk geti aðeins hlaðið batteríin. En það verður bara að koma í ljós,” segir Valtýr og tekur fram að þrátt fyrir eril á spítalanum eigi fólk ekki að veigra sér við því að leita þangað. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
„Þetta er að slaga upp í hundrað komur á dag. Aðsóknarmetin hafa lengi verið í kringum áttatíu en núna er þetta yfir níutíu á hverjum einasta degi og alveg óhemju mikið álag,” segir Valtýr. Árleg inflúensa hefur verið að gera vart við sig að undanförnu en stærstur hluti þeirra sem greinist í dag eru börn en viðbúið er að fleiri fullorðnir smitist í framhaldinu. Eitt barn er inniliggjandi á spítala með inflúensu og fimm börn með covid-19, þar af er nýburi á gjörgæslu á vökudeild. Valtýr segir að einkenni inflúensu og covid séu keimlík og oft erfitt að greina þar á milli með skoðun einni og sér. Þá sé útlit fyrir að börn sem nýverið hafi veikst séu móttækilegri fyrir næstu pest. „Við erum að sjá mjög mikið af krökkum, ekki bara á spítalanum heldur líka á heilsugæslunni og hjá öðrum barnalæknum úti í bæ, sem eru að glíma við síendurtekin veikindi, allt frá október, desember og jafnvel fyrr. Þetta veldur miklu álagi, á börnin fyrst og fremst en líka á heilbrigðisþjónustuna og auðvitað foreldrana.” Hann segir að spítalinn ráði enn við ástandið en vonar að það fari að hægjast um. „Þetta er allt á bláþræði hjá okkur, að því leytinu til að við erum ekki bara með bráðamóttökuna heldur líka inniliggjandi á deildinni. Það eru allir á hlaupum alla daga og við erum að vonast til að þegar fer að sljákka í inflúensunni að það komi tímabil þar sem fólk geti aðeins hlaðið batteríin. En það verður bara að koma í ljós,” segir Valtýr og tekur fram að þrátt fyrir eril á spítalanum eigi fólk ekki að veigra sér við því að leita þangað.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira