Segja má að Keflavíkurkonur hafi keyrt yfir heimakonur strax í byrjun en staðan í hálfleik var 24-42, Keflavík í vil.
Ekki höfðu Blikar það sem til þurfti til að snúa leiknum sér í hag í síðari hálfleiknum því leiknum lauk með fjórtán stiga sigri Keflavíkur, 68-82.
Eins og stundum áður var Daniela Morillo atkvæðamest í liði Keflavíkur með 27 stig og 16 fráköst auk þess að gefa sex stoðsendingar.
Þórdís Jóna Kristjánsdóttir var stigahæst Blika með 22 stig en Isabella Ósk Sigurðardóttir var einnig atkvæðamikil í liði Blika með 21 stig og 20 fráköst auk þess að gefa fjórar stoðsendingar.