Innlent

Hand­bolta­kempan Heimir leiðir Sjálf­stæðis­flokkinn á Akur­eyri

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Heimir Örn Árnason er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Heimir Örn Árnason er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.

Heimir Örn Árnason, deildarstjóri í Naustaskóla og handboltaþjálfari, er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.

Hann varð hlutskarpastur í prófkjöri flokksins í dag, þar sem kosið var um fjögur efstu sætin á lista fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Mótframbjóðandi Heimis í oddvitasætið, bæjarfulltrúinn Þórhallur Jónsson, hafnaði í þriðja sæti. Frá þessu er greint á akureyri.net.

Hér má sjá röðun efstu fjögurra:

Heimir Örn Árnason 388 atkvæði í 1. sæti.

Lára Halldóra Eiríksdóttir með 387 atkvæði í 1.-2. sæti.

Þórhallur Jónsson með 412 atkvæði í 1.-3. sæti.

Hildur Brynjarsdóttir með 481 atkvæði í 1.-4.sæti.

Auk efstu fjögurra gaf Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri kost á sér í 1. til 2. sæti og Þórhallur Harðarson gaf kost á sér í það fjórða.

Heimir er þekktur í handboltaheiminum. Hann er uppalinn hjá KA og vann þar alla titla sem í boði voru þegar hann lék með meistaraflokki liðsins. Hann lék einnig með Haslum í Noregi, Val, Fylki, Bjerringbro-Silkeborg í Danmörku, Stjörnunni, Akureyri Handboltafélagi, Hömrunum og lauk svo ferlinum þar sem hann hófst, í KA.

Heimir á þá að baki 23 landsleiki fyrir Íslands hönd og lék meðal annars með landsliðinu á EM í Sviss 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×