Sport

„Þetta er það sem koma skal í úrslitakeppninni“

Andri Már Eggertsson skrifar
Ólafur Jónas og lið hans fagnaði vel og innilega í leikslok.
Ólafur Jónas og lið hans fagnaði vel og innilega í leikslok. Vísir/Bára Dröfn

Valur vann afar mikilvægan sigur á Haukum 73-65. Eftir dapran fyrri hálfleik fór Valur á kostum í þriðja leikhluta sem Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var afar kátur með.

„Við töluðum um það í hálfleik að við værum að spila eins og við værum tuttugu stigum undir en það munaði aðeins átta stigum og mættum við tilbúnar í seinni hálfleik,“ sagði Ólafur Jónas eftir leik.

Ólafur var afar ánægður með þriðja leikhluta þar sem Valur gerði 30 stig sem var fimm stigum meira en liðið skoraði í fyrri hálfleik.

„Í fyrri hálfleik tókst Haukum að ýta okkur úr því sem við vildum gera en það breyttist í þriðja leikhluta þar sem við svöruðum fyrir okkur.“

Ólafur hrósaði liðinu fyrir mikinn karakter í þessum leik og fannst honum leikurinn þróast eins og það væri úrslitakeppni.

„Þvílíkur karakter og þetta er það sem koma skal í úrslitakeppninni, leikurinn verður hægari en venjulega en það er bara skemmtilegt,“ sagði Ólafur Jónas að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×