Innlent

Land­spítali ekki lengur á neyðar­stigi

Atli Ísleifsson skrifar
Landspítalinn var færður á neyðarstig í lok desember síðastliðinn vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og álags á heilbrigðiskerfið.
Landspítalinn var færður á neyðarstig í lok desember síðastliðinn vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og álags á heilbrigðiskerfið. Vísir/Vilhelm

Landspítali hefur verið færður af neyðarstigi og er kominn á hættustig frá á með hádegi í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítalans , en spítalinn var settur á neyðarstig milli jóla og nýárs 2021 vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar og álags á Landspítalann og heilbrigðiskerfið almennt.

Alls eru sextíu einstaklingar nú á Landspítala með Covid-19. Af þeim er 51 með virkt smit en níu hafa lokið einangrun á Covid-deildum og bíða flutnings.

Tveir eru á gjörgæslu, báðir í öndunarvél. 

Þá segir einnig að tvö börn eru nú inniliggjandi með Covid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×