Rakel tók við kvennaliði Stjörnunnar fyrir síðasta tímabil en lét af störfum þar um miðjan janúar.
Rakel er nú komin með nýtt starf en hún mun aðstoða Stefán Arnarson við þjálfun kvennaliðs Fram frá og með næsta tímabili. Stefán hefur stýrt Fram frá 2014.
Hin 36 ára Rakel var lengi ein besta handboltakona landsins og var um tíma fyrirliði landsliðsins, meðal annars á fyrsta stórmóti þess, EM 2010. Hún lék 102 landsleiki og skoraði 298 mörk.
Fram er með eins stigs forskot á Val á toppi Olís-deildarinnar. Fram á þrjá leiki eftir í deildakeppninni.