Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Jakob Bjarnar skrifar 28. mars 2022 15:28 Reynir Traustason ritstjóri hefur nú lagt fram kæru á hendur Róberti Wessman, sem Reynir sakar um yfirhylmingu; að hann hafi vitað hver braust inn á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs. vísir/vilhelm Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. „Já, ég er búinn að leggja fram kæru á hendur Róbert Wessmann. Hún snýst um yfirhylmingu og það að hann hafi hvatt til innbrota á skrifstofur Mannlífs,“ segir Reynir. Stríð Reynis og Róberts er orðið langt og flókið. Reynir hefur gefið það út að hann hyggist gefa út bók um Róbert og umsvif hans. Bókina fjármagnar Halldór Kristmannsson sem var lengi náinn samstarfsmaður Róberts en söðlaði svo um og gaf það út að hann væri uppljóstrari og vildi afhjúpa það sem hann telur vafasama viðskiptahætti Róberts. Allt það mál tók á sig reifarakennda mynd þegar brotist var inn í bíl Reynis þegar hann var með gönguhóp á Úlfarsfelli. Þaðan var meðal annars stolið lyklum sem notaðir voru til að komast inn á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs. Þar var tölvum stolið og unnin spellvirki á vefnum. Það mál var til rannsóknar hjá lögreglu en Reynir hafði ætíð grunaðan tiltekin mann sem svo steig fram í viðtali við Reyni sjálfan og sagði sig sekan: Kristjón Kormákur en hann er fyrrverandi samstarfsmaður Reynis. Telur einsýnt að Róbert tengist málinu Í viðtalinu, sem hlýtur að teljast einstakt á heimsvísu, hafnaði Kristjón því að hann hafi verið á vegum Róberts en hins vegar hafi hann viljað koma sér í mjúkinn hjá honum með von um fyrirgreiðslu og fjármögnun en vefmiðill hans 24 punktur is var þá kominn í greiðsluþrot. Reynir segir hins vegar það liggja fyrir að Róbert tengist málinu. Til að mynda liggi fyrir að tvær 500 þúsund króna greiðslur hafi runnið til Kristjóns Kormáks eftir að fyrir lá að hann hafði tölvu Reynis undir höndum. Róbert hefur fyrir sína parta hafnað því að hafa nokkuð með innbrotið að gera. Reynir Traustason. Fréttamiðlar fjölluðu ítarlega um innbrotið á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs.Vísir/Vilhelm „Það er búið að taka skýrslu. Ég lagði fram gögn í málinu sem er meðal annars framburður Kristjóns Kormáks sem lýsir því að Róbert var kunnugt um hvað hann hafði gert. Án þess að upplýsa það. Og 18. febrúar lýsti Kristjón Kormákur því yfir að hann ætlaði að játa en fékk ekkert svar frá Róberti,“ segir Reynir sem velkist ekki í vafa um að aðkoma Róberts sé fyrirliggjandi. Sakaði Reyni um að hafa sviðsett innbrotið Reynir telur það svo lýsa verulegri ósvífni af hálfu Róberts Wessman að hafa á sama tíma kært Reyni til fjölmiðlanefndar og siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. „Þar sem látið er að því liggja að ég hafi sviðsett innbrotið. Vitandi hver er gerandinn í málinu hélt þann þessu samt fram! Hann tók virkan þátt í að fela slóðina með því að leggja út fyrir nýjum farsímum fyrir Kristjón. Samkvæmt framburði Kristjóns spyr Róbert hann hvort einhver hætta sé á að þetta komist fram. Kristjón sagði honum þá að það væri hægt að rekja farsíma. Þá voru lagðar inn hjá honum tvisvar sinnum fimm hundruð þúsund krónur fyrir nýjum símum. Ólafur Kristinsson lögmaður Róberts hefur verið tvísaga í málinu,“ segir Reynir. Lögreglumál Dómsmál Fjölmiðlar Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11 Segir Mannlíf hafa brotið fjölmiðlalög Félag Róberts Wessman fullyrðir að Halldór Kristmannsson hafi greitt fjölmiðlinum Mannlífi háar fjárhæðir í þeim tilgangi að halda úti „níðskrifum“ um Róbert. Hann hefur tilkynnt meint brot til Fjölmiðlanefndar, Skattrannsóknarstjóra og Neytendastofu. 27. janúar 2022 18:20 Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
„Já, ég er búinn að leggja fram kæru á hendur Róbert Wessmann. Hún snýst um yfirhylmingu og það að hann hafi hvatt til innbrota á skrifstofur Mannlífs,“ segir Reynir. Stríð Reynis og Róberts er orðið langt og flókið. Reynir hefur gefið það út að hann hyggist gefa út bók um Róbert og umsvif hans. Bókina fjármagnar Halldór Kristmannsson sem var lengi náinn samstarfsmaður Róberts en söðlaði svo um og gaf það út að hann væri uppljóstrari og vildi afhjúpa það sem hann telur vafasama viðskiptahætti Róberts. Allt það mál tók á sig reifarakennda mynd þegar brotist var inn í bíl Reynis þegar hann var með gönguhóp á Úlfarsfelli. Þaðan var meðal annars stolið lyklum sem notaðir voru til að komast inn á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs. Þar var tölvum stolið og unnin spellvirki á vefnum. Það mál var til rannsóknar hjá lögreglu en Reynir hafði ætíð grunaðan tiltekin mann sem svo steig fram í viðtali við Reyni sjálfan og sagði sig sekan: Kristjón Kormákur en hann er fyrrverandi samstarfsmaður Reynis. Telur einsýnt að Róbert tengist málinu Í viðtalinu, sem hlýtur að teljast einstakt á heimsvísu, hafnaði Kristjón því að hann hafi verið á vegum Róberts en hins vegar hafi hann viljað koma sér í mjúkinn hjá honum með von um fyrirgreiðslu og fjármögnun en vefmiðill hans 24 punktur is var þá kominn í greiðsluþrot. Reynir segir hins vegar það liggja fyrir að Róbert tengist málinu. Til að mynda liggi fyrir að tvær 500 þúsund króna greiðslur hafi runnið til Kristjóns Kormáks eftir að fyrir lá að hann hafði tölvu Reynis undir höndum. Róbert hefur fyrir sína parta hafnað því að hafa nokkuð með innbrotið að gera. Reynir Traustason. Fréttamiðlar fjölluðu ítarlega um innbrotið á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs.Vísir/Vilhelm „Það er búið að taka skýrslu. Ég lagði fram gögn í málinu sem er meðal annars framburður Kristjóns Kormáks sem lýsir því að Róbert var kunnugt um hvað hann hafði gert. Án þess að upplýsa það. Og 18. febrúar lýsti Kristjón Kormákur því yfir að hann ætlaði að játa en fékk ekkert svar frá Róberti,“ segir Reynir sem velkist ekki í vafa um að aðkoma Róberts sé fyrirliggjandi. Sakaði Reyni um að hafa sviðsett innbrotið Reynir telur það svo lýsa verulegri ósvífni af hálfu Róberts Wessman að hafa á sama tíma kært Reyni til fjölmiðlanefndar og siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. „Þar sem látið er að því liggja að ég hafi sviðsett innbrotið. Vitandi hver er gerandinn í málinu hélt þann þessu samt fram! Hann tók virkan þátt í að fela slóðina með því að leggja út fyrir nýjum farsímum fyrir Kristjón. Samkvæmt framburði Kristjóns spyr Róbert hann hvort einhver hætta sé á að þetta komist fram. Kristjón sagði honum þá að það væri hægt að rekja farsíma. Þá voru lagðar inn hjá honum tvisvar sinnum fimm hundruð þúsund krónur fyrir nýjum símum. Ólafur Kristinsson lögmaður Róberts hefur verið tvísaga í málinu,“ segir Reynir.
Lögreglumál Dómsmál Fjölmiðlar Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11 Segir Mannlíf hafa brotið fjölmiðlalög Félag Róberts Wessman fullyrðir að Halldór Kristmannsson hafi greitt fjölmiðlinum Mannlífi háar fjárhæðir í þeim tilgangi að halda úti „níðskrifum“ um Róbert. Hann hefur tilkynnt meint brot til Fjölmiðlanefndar, Skattrannsóknarstjóra og Neytendastofu. 27. janúar 2022 18:20 Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11
Segir Mannlíf hafa brotið fjölmiðlalög Félag Róberts Wessman fullyrðir að Halldór Kristmannsson hafi greitt fjölmiðlinum Mannlífi háar fjárhæðir í þeim tilgangi að halda úti „níðskrifum“ um Róbert. Hann hefur tilkynnt meint brot til Fjölmiðlanefndar, Skattrannsóknarstjóra og Neytendastofu. 27. janúar 2022 18:20
Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45