Innlent

Bjarn­ey leiðir lista Sam­fylkingar og Við­reisnar í Borgar­byggð

Atli Ísleifsson skrifar
Frambjóðendur á sameiginlegum lista Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Frambjóðendur á sameiginlegum lista Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Aðsend

Bjarney Bjarnadóttir, grunnskólakennari og meistaranemi í forystu- og stjórnun, mun leiða framboðslista Samfylkingarinnar og Viðreisnar í komandi sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara þann 14. maí næstkomandi.

Frá þessu segir í tilkynningu. Þar kemur ennfremur fram að Logi Sigurðsson búfræðingur skipi annað sæti listans og Kristján Rafn Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri það þriðja.

Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Samfylking og óháðir mynduðu saman meirihluta að loknum sveitarstjórnarkosningunum 2018.

  • 1. Bjarney Bjarnadóttir Grunnskólakennari og meistaranemi í forystu-og stjórnun
  • 2. Logi Sigurðsson Búfræðingur og Bústjóri LBHÍ að Hesti
  • 3. Kristján Rafn Sigurðsson Fyrrv. framkvæmdarstjóri
  • 4. Anna Helga Sigfúsdóttir Leikskólakennari
  • 5. Dagbjört Diljá Haraldsdóttir Leiðbeinandi
  • 6. Jón Arnar Sigurþórsson Varðstjóri
  • 7. Þórunn Birta Þórðardóttir Lögfræðinemi
  • 8. Viktor Ingi Jakobsson Háskólanemi
  • 9. Jóhanna M. Þorvaldsdóttir Grunn- og framhaldsskólakennari og uppeldisfræðingur
  • 10. Magdalena J.M. Tómasdóttir Ferðamála- og markaðsfræðingur
  • 11. Elís Dofri G Gylfason Viðskiptafræðinemi
  • 12. Sigurjón Haukur Valsson Umsjónarmaður með ferðaþjónustu fatlaðra og sjúkraflutningamambkður
  • 13. Sólveig Heiða Úlfsdóttir Háskólanemi
  • 14. Inger Helgadóttir Fyrrv. framkvæmdarstjóri
  • 15. Haukur Júlíusson Verktaki
  • 16. Sólrún Tryggvadóttir Sjúkraliði
  • 17. Unnsteinn Elíasson Hleðslumeistari
  • 18. Eyjólfur Torfi Geirsson Bókari



Fleiri fréttir

Sjá meira


×