Leikmaður Fram fékk far með KA/Þór á Skíðamót Íslands og vann tvenn verðlaun þar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2022 09:00 Harpa María Friðgeirsdóttir í fullum skrúða. vísir/vilhelm Helgin var afar viðburðarík hjá íþróttakonunni fjölhæfu, Hörpu Maríu Friðgeirsdóttur. Á laugardaginn spilaði hún með Fram gegn Íslandsmeisturum KA/Þórs í Olís-deild kvenna. Eftir leikinn fór hún til Dalvíkur þar sem Skíðamót Íslands fór fram og vann þar tvenn verðlaun. Í íslenskri íþróttasögu eru fjölmörg dæmi um íþróttamenn sem stunda tvær eða jafnvel þrjár íþróttir. En dæmin um íþróttamenn sem stunda boltaíþrótt og vetraríþrótt eru ekki mörg. En Harpa tilheyrir þessum fámenna hópi og hún keppti í báðum greinum um helgina. Harpa skoraði eitt mark og fiskaði eitt vítakast í leiknum gegn KA/Þór sem Fram tapaði, 27-30. Hún náði þó varla að kasta mæðinni eftir leik því þá var förinni heitið norður á land til að keppa á Skíðamóti Íslands. Og hún fékk aðstoð frá mótherjum sínum í KA/Þór til að komast þangað. „Ég keppti gegn KA/Þór og því miður töpuðum við þeim leik með þremur mörkum. Ég var búinn að tala við Unni Ómars í KA/Þór um hvort ég gæti ekki fengið far með þeim norður. Og eftir leikinn fór ég beint upp í rútu með þeim norður,“ sagði Harpa í samtali við Vísi. Hún kom til Siglufjarðar seint á laugardagskvöldið. Morguninn eftir hélt hún svo til Dalvíkur og um klukkan ellefu hófst keppni í stórsvigi. „Ég náði tveimur æfingum áður en ég fór beint í stórsvigið,“ sagði Harpa. Ferðalagið virtist ekki sitja í henni því hún vann til bronsverðlauna í stórsvigi. Daginn eftir, á mánudaginn, vann Harpa svo silfur í samhliðasvigi. Ekkert frí og engin þreyta Einhver hefði kannski tekið sér smá frí eftir þessa þriggja daga keyrslu en ekki Harpa. „Nei, nei. Það er ekkert frí. Það er handboltaæfing í kvöld [í gær],“ sagði Harpa. Hún er þó öllu von þegar kemur að því að halda tveimur boltum á lofti. „Það hefur alveg komið fyrir að ég keppi á bikarmóti í Bláfjöllum um daginn og spili svo handboltaleik um kvöldið. En þetta hefur ekki áður verið svona.“ Harpa leikur í vinstra horninu.vísir/Hulda Margrét Harpa þvertekur að vera þreytt eftir helgina. „Nei, nei. Ég er bara góð og vön þessu,“ sagði hún. Harpa byrjaði á skíðum þegar hún var aðeins fjögurra ára og svo í handbolta þegar hún hóf grunnskólanám. Þótt hún keppi enn í báðum greinum er handboltinn númer eitt. „Ég hætti í raun á skíðum fyrir nokkrum árum til að einbeita mér að handboltanum en keppi alveg slatta. Ég held ég hafi náð þremur skíðaæfingum í vetur en ég keppi meðan ég get,“ sagði Harpa. Hún segist ekki hafa hugmynd um af hverju hún valdi handboltann fram yfir skíðin. „Í alvörunni veit það ekki. Mér finnast báðar greinar ótrúlega skemmtilegar en ég veit ekki af hverju ég valdi handboltann,“ sagði Harpa. Stolt af stóru systur Hún er ekki eina afrekskonan á skíðum í fjölskyldunni. Föðursystir hennar, Ásta Sigríður Halldórsdóttir, var margfaldur Íslandsmeistari og keppti á Vetrarólympíuleikunum 1992 og 1994. Og eldri systir hennar er Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir sem keppti í stórsvigi á Vetrarólympíuleikunum í Peking í síðasta mánuði. „Það var magnað að fylgjast með henni og maður er ótrúlega stoltur af henni. Hún er búin að standa sig mjög vel síðustu ár og það var mjög gaman að fylgjast með Vetrarólympíuleikunum og sjá hvað hún stóð sig vel á stærsta sviðinu,“ sagði Harpa en Hólmfríður endaði í 38. sæti í svigi í Peking. Hólmfríður, sem er tveimur árum eldri en Harpa, keppti einnig á Skíðamótinu á Dalvík um helgina og vann gull í svigi og stórsvigi. Fékk smjörþefinn af landsliðinu í Tékklandi Harpa, sem leikur í vinstra horninu, hefur skorað 58 mörk fyrir Fram í Olís-deildinni í vetur. Hún hefur leikið fyrir yngri landslið Íslands og lék með B-landsliðinu á móti í Tékklandi í nóvember í fyrra. A-landsliðið var á móti á sama stað á sama tíma og Harpa fékk því nasaþefinn af landsliðsumhverfinu í Tékklandi. Þótt Harpa æfi ekki skíði að staðaldri keppir hún enn.vísir/vilhelm „Það var mjög gaman og eitthvað sem maður hefur alltaf stefnt á. Það var virkilega gaman og mjög hvetjandi til að gera betur,“ sagði Harpa. Framundan er skemmtilegasti tími ársins hjá íslensku handboltafólki, þegar úrslitakeppnin hefst og allt er undir. Eins og venjulega er stefnan sett á Íslandsmeistaratitil hjá Fram. „Auðvitað en við ætlum að klára deildina fyrst. Við eigum þrjá leiki eftir þar,“ sagði Harpa en Fram er með eins stigs forskot á toppi Olís-deildarinnar. Í næstsíðustu umferðinni mætir Fram Val en það gæti orðið úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn. „Við stefnum á að klára deildina og viljum vinna alla titla. Íslandsmeistaratitilinn verður næsta markmið.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Fram Skíðaíþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
Í íslenskri íþróttasögu eru fjölmörg dæmi um íþróttamenn sem stunda tvær eða jafnvel þrjár íþróttir. En dæmin um íþróttamenn sem stunda boltaíþrótt og vetraríþrótt eru ekki mörg. En Harpa tilheyrir þessum fámenna hópi og hún keppti í báðum greinum um helgina. Harpa skoraði eitt mark og fiskaði eitt vítakast í leiknum gegn KA/Þór sem Fram tapaði, 27-30. Hún náði þó varla að kasta mæðinni eftir leik því þá var förinni heitið norður á land til að keppa á Skíðamóti Íslands. Og hún fékk aðstoð frá mótherjum sínum í KA/Þór til að komast þangað. „Ég keppti gegn KA/Þór og því miður töpuðum við þeim leik með þremur mörkum. Ég var búinn að tala við Unni Ómars í KA/Þór um hvort ég gæti ekki fengið far með þeim norður. Og eftir leikinn fór ég beint upp í rútu með þeim norður,“ sagði Harpa í samtali við Vísi. Hún kom til Siglufjarðar seint á laugardagskvöldið. Morguninn eftir hélt hún svo til Dalvíkur og um klukkan ellefu hófst keppni í stórsvigi. „Ég náði tveimur æfingum áður en ég fór beint í stórsvigið,“ sagði Harpa. Ferðalagið virtist ekki sitja í henni því hún vann til bronsverðlauna í stórsvigi. Daginn eftir, á mánudaginn, vann Harpa svo silfur í samhliðasvigi. Ekkert frí og engin þreyta Einhver hefði kannski tekið sér smá frí eftir þessa þriggja daga keyrslu en ekki Harpa. „Nei, nei. Það er ekkert frí. Það er handboltaæfing í kvöld [í gær],“ sagði Harpa. Hún er þó öllu von þegar kemur að því að halda tveimur boltum á lofti. „Það hefur alveg komið fyrir að ég keppi á bikarmóti í Bláfjöllum um daginn og spili svo handboltaleik um kvöldið. En þetta hefur ekki áður verið svona.“ Harpa leikur í vinstra horninu.vísir/Hulda Margrét Harpa þvertekur að vera þreytt eftir helgina. „Nei, nei. Ég er bara góð og vön þessu,“ sagði hún. Harpa byrjaði á skíðum þegar hún var aðeins fjögurra ára og svo í handbolta þegar hún hóf grunnskólanám. Þótt hún keppi enn í báðum greinum er handboltinn númer eitt. „Ég hætti í raun á skíðum fyrir nokkrum árum til að einbeita mér að handboltanum en keppi alveg slatta. Ég held ég hafi náð þremur skíðaæfingum í vetur en ég keppi meðan ég get,“ sagði Harpa. Hún segist ekki hafa hugmynd um af hverju hún valdi handboltann fram yfir skíðin. „Í alvörunni veit það ekki. Mér finnast báðar greinar ótrúlega skemmtilegar en ég veit ekki af hverju ég valdi handboltann,“ sagði Harpa. Stolt af stóru systur Hún er ekki eina afrekskonan á skíðum í fjölskyldunni. Föðursystir hennar, Ásta Sigríður Halldórsdóttir, var margfaldur Íslandsmeistari og keppti á Vetrarólympíuleikunum 1992 og 1994. Og eldri systir hennar er Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir sem keppti í stórsvigi á Vetrarólympíuleikunum í Peking í síðasta mánuði. „Það var magnað að fylgjast með henni og maður er ótrúlega stoltur af henni. Hún er búin að standa sig mjög vel síðustu ár og það var mjög gaman að fylgjast með Vetrarólympíuleikunum og sjá hvað hún stóð sig vel á stærsta sviðinu,“ sagði Harpa en Hólmfríður endaði í 38. sæti í svigi í Peking. Hólmfríður, sem er tveimur árum eldri en Harpa, keppti einnig á Skíðamótinu á Dalvík um helgina og vann gull í svigi og stórsvigi. Fékk smjörþefinn af landsliðinu í Tékklandi Harpa, sem leikur í vinstra horninu, hefur skorað 58 mörk fyrir Fram í Olís-deildinni í vetur. Hún hefur leikið fyrir yngri landslið Íslands og lék með B-landsliðinu á móti í Tékklandi í nóvember í fyrra. A-landsliðið var á móti á sama stað á sama tíma og Harpa fékk því nasaþefinn af landsliðsumhverfinu í Tékklandi. Þótt Harpa æfi ekki skíði að staðaldri keppir hún enn.vísir/vilhelm „Það var mjög gaman og eitthvað sem maður hefur alltaf stefnt á. Það var virkilega gaman og mjög hvetjandi til að gera betur,“ sagði Harpa. Framundan er skemmtilegasti tími ársins hjá íslensku handboltafólki, þegar úrslitakeppnin hefst og allt er undir. Eins og venjulega er stefnan sett á Íslandsmeistaratitil hjá Fram. „Auðvitað en við ætlum að klára deildina fyrst. Við eigum þrjá leiki eftir þar,“ sagði Harpa en Fram er með eins stigs forskot á toppi Olís-deildarinnar. Í næstsíðustu umferðinni mætir Fram Val en það gæti orðið úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn. „Við stefnum á að klára deildina og viljum vinna alla titla. Íslandsmeistaratitilinn verður næsta markmið.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Fram Skíðaíþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira