Formaður KKÍ verulega ósáttur við ríkisstjórnina: „Ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2022 11:49 Hannes S. Jónsson varð fyrir miklum vonbrigðum með það sem kom fram í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er virkilega ósáttur við að ekki sé gert ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. Hann kveðst þreyttur á vanefndum loforðum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti nýja fjármálaáætlun í fjármálaráðuneytinu í morgun. Í henni er ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi. Í fjármálaáætluninni segir að ýmis stærri fjárfestingarverkefni hafi verið í skoðun á undanfarin misseri, meðal annars bygging nýs þjóðarleikvangs í íþróttum. Samkvæmt fjármálaáætluninni eru þessi áform á byrjunarstigi og endanlagt umfang framkvæmda liggur ekki fyrir. Og sökum þeirrar óvissu þykir ekki tímabært að gera ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjáráætluninni. Það er engum ofsögum sagt að Hannes hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með það sem fram kemur í fjármálaáætluninni. „Þetta eru veruleg vonbrigði og úr takti við það sem við bjuggumst við að yrði,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. „Það er búið að vinna að þessum þjóðarleikvöngum í dálítinn langan tíma og núna átti eitthvað að gera. Ég verð að segja það alveg eins og er að það eru mikil vonbrigði að sjá ekki neinn pening í þjóðarleikvang á þessum fjórum árum, þótt það sé einhver smá texti þar sem ýjað er að því að það sé verið að skoða þetta. En þetta er ekki það sem við höfum verið að ræða og engan veginn í takti við það sem ráðamenn hafa sagt við okkur undanfarna mánuði.“ Hannes er ekki bara ósáttur við ríkisstjórnina þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. Vegna þess að Laugardalshöllin er ónothæf þurftu körfuboltalandsliðin að spila leiki annars staðar með tilheyrandi kostnaði og KKÍ hefur ekki fengið þann stuðning frá ríkinu sem sambandið óskaði eftir. Stjórnmálamenn segja meira en þeir meina „Íþróttahreyfingin hefur í marga mánuði beðið eftir auka stuðningi vegna kórónuveirufaraldursins. Það hefur ekkert komið. Við hjá KKÍ óskuðum eftir stuðningi því við þurftum að taka aukakrók á okkur vegna þess að við gátum ekki spilað heimaleik við Rússa í nóvember. Við urðum fyrir miklum aukakostnaði og höfum ítrekað óskað eftir stuðningi vegna þess. Við þurftum líka að spila leik á Ásvöllum sem kostaði fullt af pening. Við höfum ekki fengið nein viðbrögð,“ sagði Hannes. „Ég er farinn að hafa áhyggjur af því að stjórnmálamenn segi miklu meira en þeir meina þegar kemur að þjóðarleikvangi og íþróttahreyfingunni almennt og það er mikið áhyggjuefni.“ Ekki í anda þess sem ráðherrarnir hafa sagt við okkur Hannes segir að Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, sé nokkuð drífandi þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs en það nái ekki lengra. „Hann reynir það sem hann getur gert en nær kannski ekki til fjármálaráðherra og það eru mikil vonbrigði. Þetta er í ekki anda þess sem ráðherrarnir hafa sagt við okkur. Við höfum treyst því sem okkur hefur verið sagt,“ sagði Hannes. „Við höfum reglulega þurft að gefa FIBA [Alþjóða körfuknattleikssambandinu] skýrslu um stöðuna á þessu undanfarna mánuði. Þá var nánast búið að gefa út að það yrði farið af stað í einhverja alvöru vinnu í síðasta lagi í lok þessa árs. Það kostar pening að teikna og fara í undirbúningsvinnu og ef sá peningur verður ekki klár fyrr en í fyrsta lagi eftir 2027 fer engin vinna í gang á næstunni.“ Alltaf slegin niður með neikvæðum fréttum Hannes er orðinn þreyttur á að spóla sífellt í sömu hjólförunum og sjá mál nýs þjóðarleikvangs ekki komast af viðræðustigi. „Við í íþróttahreyfingunni höfum lagt á okkur mikla vinnu undanfarin ár, og sérstaklega mánuði, í að reyna að finna lausn á þessum málum. Það er alltaf sagt að það sé áhugi en alltaf erum við slegin niður með neikvæðum fréttum. Það er ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð, það verða að fylgja fjármunir með þeim. Þetta er ár eftir ár, mánuð eftir mánuð og við erum orðin virkilega þreytt á þessu,“ sagði Hannes að lokum. Körfubolti Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti nýja fjármálaáætlun í fjármálaráðuneytinu í morgun. Í henni er ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi. Í fjármálaáætluninni segir að ýmis stærri fjárfestingarverkefni hafi verið í skoðun á undanfarin misseri, meðal annars bygging nýs þjóðarleikvangs í íþróttum. Samkvæmt fjármálaáætluninni eru þessi áform á byrjunarstigi og endanlagt umfang framkvæmda liggur ekki fyrir. Og sökum þeirrar óvissu þykir ekki tímabært að gera ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjáráætluninni. Það er engum ofsögum sagt að Hannes hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með það sem fram kemur í fjármálaáætluninni. „Þetta eru veruleg vonbrigði og úr takti við það sem við bjuggumst við að yrði,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. „Það er búið að vinna að þessum þjóðarleikvöngum í dálítinn langan tíma og núna átti eitthvað að gera. Ég verð að segja það alveg eins og er að það eru mikil vonbrigði að sjá ekki neinn pening í þjóðarleikvang á þessum fjórum árum, þótt það sé einhver smá texti þar sem ýjað er að því að það sé verið að skoða þetta. En þetta er ekki það sem við höfum verið að ræða og engan veginn í takti við það sem ráðamenn hafa sagt við okkur undanfarna mánuði.“ Hannes er ekki bara ósáttur við ríkisstjórnina þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. Vegna þess að Laugardalshöllin er ónothæf þurftu körfuboltalandsliðin að spila leiki annars staðar með tilheyrandi kostnaði og KKÍ hefur ekki fengið þann stuðning frá ríkinu sem sambandið óskaði eftir. Stjórnmálamenn segja meira en þeir meina „Íþróttahreyfingin hefur í marga mánuði beðið eftir auka stuðningi vegna kórónuveirufaraldursins. Það hefur ekkert komið. Við hjá KKÍ óskuðum eftir stuðningi því við þurftum að taka aukakrók á okkur vegna þess að við gátum ekki spilað heimaleik við Rússa í nóvember. Við urðum fyrir miklum aukakostnaði og höfum ítrekað óskað eftir stuðningi vegna þess. Við þurftum líka að spila leik á Ásvöllum sem kostaði fullt af pening. Við höfum ekki fengið nein viðbrögð,“ sagði Hannes. „Ég er farinn að hafa áhyggjur af því að stjórnmálamenn segi miklu meira en þeir meina þegar kemur að þjóðarleikvangi og íþróttahreyfingunni almennt og það er mikið áhyggjuefni.“ Ekki í anda þess sem ráðherrarnir hafa sagt við okkur Hannes segir að Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, sé nokkuð drífandi þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs en það nái ekki lengra. „Hann reynir það sem hann getur gert en nær kannski ekki til fjármálaráðherra og það eru mikil vonbrigði. Þetta er í ekki anda þess sem ráðherrarnir hafa sagt við okkur. Við höfum treyst því sem okkur hefur verið sagt,“ sagði Hannes. „Við höfum reglulega þurft að gefa FIBA [Alþjóða körfuknattleikssambandinu] skýrslu um stöðuna á þessu undanfarna mánuði. Þá var nánast búið að gefa út að það yrði farið af stað í einhverja alvöru vinnu í síðasta lagi í lok þessa árs. Það kostar pening að teikna og fara í undirbúningsvinnu og ef sá peningur verður ekki klár fyrr en í fyrsta lagi eftir 2027 fer engin vinna í gang á næstunni.“ Alltaf slegin niður með neikvæðum fréttum Hannes er orðinn þreyttur á að spóla sífellt í sömu hjólförunum og sjá mál nýs þjóðarleikvangs ekki komast af viðræðustigi. „Við í íþróttahreyfingunni höfum lagt á okkur mikla vinnu undanfarin ár, og sérstaklega mánuði, í að reyna að finna lausn á þessum málum. Það er alltaf sagt að það sé áhugi en alltaf erum við slegin niður með neikvæðum fréttum. Það er ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð, það verða að fylgja fjármunir með þeim. Þetta er ár eftir ár, mánuð eftir mánuð og við erum orðin virkilega þreytt á þessu,“ sagði Hannes að lokum.
Körfubolti Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira