Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 29. mars 2022 22:11 Sigrún Eggertsdóttir og Heiðar Þór Gunnarsson eru bændur á Bæ 1 í Bæjarhreppi hinum forna. Einar Árnason Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að Bæjarhreppur við Hrútafjörð var áður syðsta sveitarfélagið á Ströndum. Eftir að hann sameinaðist Húnaþingi vestra árið 2012 spyrja menn sig hvort íbúarnir við vestanverðan Hrútafjörð teljist núna Strandamenn eða Húnvetningar. Bær í Hrútafirði sem Bæjarhreppur var kenndur við.Einar Árnason Þau Sigrún Eggertsdóttir og Heiðar Þór Gunnarsson búa á jörðinni Bæ sem hreppurinn og íbúarnir voru kenndir við. En kalla þau sig enn Bæhreppinga? „Ekki ég,“ svarar Sigrún sem sjálf er frá höfuðbólinu Bæ. „Það er fólk á svæðinu sem notar það og talar þá um Bæjarhrepp hinn forna,“ segir Heiðar. „Ég.. - við erum bara Húnvetningar, í Húnaþingi vestra,“ segir Sigrún. -Nú! Eruð þið ekki Strandamenn frekar? „Það fer svolítið eftir því hvern þú ert að tala við hérna í sveitinni,“ svarar Sigrún og hlær. Kaldbakur er ofan Haukadals í Dýrafirði. Horft er af Gemlufallsheiði. Til vinstri sést í Sandafell en þar undir er Þingeyri.Baldur Hrafnkell Jónsson Já, Strandasýsla hefur verið talin til Vestfjarða og var áður hluti Vestfjarðakjördæmis. En tala þau aldrei um sig sem Vestfirðinga? „Jú, sérstaklega þegar við rökræðum um hæðir á fjöllum á Vestfjarðakjálkanum. Þá finnst okkur mjög gaman að minna Ísfirðinga og Bolvíkinga á það að hæsta fjall á Vestfjörðum sé Tröllakirkja,“ segir Heiðar. Og þá verður málið viðkvæmt því Vestfirðingar hafa almennt talið hinn tignarlega Kaldbak, sem rís upp úr vestfirsku ölpunum milli Arnafjarðar og Dýrafjarðar, vera hæsta fjall Vestfjarða. Kaldbakur er 998 metra hár. Tröllakirkja er hins vegar 1001 metri. Vestfjarðakjördæmi með Strandasýslu og Bæjarhreppi teygði sig upp á HoltavörðuheiðiKort/Ragnar Visage „Þetta er svolítið gaman að minna Vestfirðinga á þetta að þeir þurfa að fara alveg upp á efsta punkt á Holtavörðuheiði til að finna hæsta fjall Vestfjarða,“ segir bóndinn á Bæ og hlær. Landfræðilega hefur samt oftast verið miðað við að Vestfirðir byrji þar sem styst er á milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar og þá er Kaldbakur klárlega hæsta fjall fjórðungsins. Og ef Bæjarhreppur hinn forni sé auk þess talinn Húnaþingsmegin þá getur Tröllakirkja vart talist á Vestfjörðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þau Sigrún og Heiðar Þór eru í hópi viðmælenda þáttarins Um land allt á Stöð 2, um samfélagið í Hrútafirði vestanverðum. Þáttinn má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Fjallað var um Dýrafjörð og söguslóðir Gísla Súrssonar undir Kaldbaki í þessum þætti um Þingeyri árið 2014: Um land allt Húnaþing vestra Strandabyggð Ísafjarðarbær Grín og gaman Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. 27. mars 2022 21:08 Mæðgin úr Bitrufirði sitja þrjá tíma á dag í skólabíl Strákurinn og mamma hans á bænum Þambárvöllum við Bitrufjörð gætu verið þau sem búa við lengstan skólaakstur allra á Íslandi um þessar mundir. Þau verja þremur klukkustundum á dag í skólabílnum. 2. desember 2021 22:22 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að Bæjarhreppur við Hrútafjörð var áður syðsta sveitarfélagið á Ströndum. Eftir að hann sameinaðist Húnaþingi vestra árið 2012 spyrja menn sig hvort íbúarnir við vestanverðan Hrútafjörð teljist núna Strandamenn eða Húnvetningar. Bær í Hrútafirði sem Bæjarhreppur var kenndur við.Einar Árnason Þau Sigrún Eggertsdóttir og Heiðar Þór Gunnarsson búa á jörðinni Bæ sem hreppurinn og íbúarnir voru kenndir við. En kalla þau sig enn Bæhreppinga? „Ekki ég,“ svarar Sigrún sem sjálf er frá höfuðbólinu Bæ. „Það er fólk á svæðinu sem notar það og talar þá um Bæjarhrepp hinn forna,“ segir Heiðar. „Ég.. - við erum bara Húnvetningar, í Húnaþingi vestra,“ segir Sigrún. -Nú! Eruð þið ekki Strandamenn frekar? „Það fer svolítið eftir því hvern þú ert að tala við hérna í sveitinni,“ svarar Sigrún og hlær. Kaldbakur er ofan Haukadals í Dýrafirði. Horft er af Gemlufallsheiði. Til vinstri sést í Sandafell en þar undir er Þingeyri.Baldur Hrafnkell Jónsson Já, Strandasýsla hefur verið talin til Vestfjarða og var áður hluti Vestfjarðakjördæmis. En tala þau aldrei um sig sem Vestfirðinga? „Jú, sérstaklega þegar við rökræðum um hæðir á fjöllum á Vestfjarðakjálkanum. Þá finnst okkur mjög gaman að minna Ísfirðinga og Bolvíkinga á það að hæsta fjall á Vestfjörðum sé Tröllakirkja,“ segir Heiðar. Og þá verður málið viðkvæmt því Vestfirðingar hafa almennt talið hinn tignarlega Kaldbak, sem rís upp úr vestfirsku ölpunum milli Arnafjarðar og Dýrafjarðar, vera hæsta fjall Vestfjarða. Kaldbakur er 998 metra hár. Tröllakirkja er hins vegar 1001 metri. Vestfjarðakjördæmi með Strandasýslu og Bæjarhreppi teygði sig upp á HoltavörðuheiðiKort/Ragnar Visage „Þetta er svolítið gaman að minna Vestfirðinga á þetta að þeir þurfa að fara alveg upp á efsta punkt á Holtavörðuheiði til að finna hæsta fjall Vestfjarða,“ segir bóndinn á Bæ og hlær. Landfræðilega hefur samt oftast verið miðað við að Vestfirðir byrji þar sem styst er á milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar og þá er Kaldbakur klárlega hæsta fjall fjórðungsins. Og ef Bæjarhreppur hinn forni sé auk þess talinn Húnaþingsmegin þá getur Tröllakirkja vart talist á Vestfjörðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þau Sigrún og Heiðar Þór eru í hópi viðmælenda þáttarins Um land allt á Stöð 2, um samfélagið í Hrútafirði vestanverðum. Þáttinn má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Fjallað var um Dýrafjörð og söguslóðir Gísla Súrssonar undir Kaldbaki í þessum þætti um Þingeyri árið 2014:
Um land allt Húnaþing vestra Strandabyggð Ísafjarðarbær Grín og gaman Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. 27. mars 2022 21:08 Mæðgin úr Bitrufirði sitja þrjá tíma á dag í skólabíl Strákurinn og mamma hans á bænum Þambárvöllum við Bitrufjörð gætu verið þau sem búa við lengstan skólaakstur allra á Íslandi um þessar mundir. Þau verja þremur klukkustundum á dag í skólabílnum. 2. desember 2021 22:22 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Sjá meira
Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. 27. mars 2022 21:08
Mæðgin úr Bitrufirði sitja þrjá tíma á dag í skólabíl Strákurinn og mamma hans á bænum Þambárvöllum við Bitrufjörð gætu verið þau sem búa við lengstan skólaakstur allra á Íslandi um þessar mundir. Þau verja þremur klukkustundum á dag í skólabílnum. 2. desember 2021 22:22