Rauðar fjaðrir verða leiðsöguhundar fyrir blinda og sjónskerta Sigþór U. Hallfreðsson og Þorkell Cyrusson skrifa 30. mars 2022 06:30 Leiðsöguhundar eru gríðarlega öflugt hjálpartæki fyrir blint og verulega sjónskert fólk og veita þeir notendum mikið frelsi og aukið öryggi auk þess sem þeir eru ekki síður góðir félagar og mörg dæmi um að þeir hafi rofið félagslega einangrun fólks og þannig stuðlað að virkari þátttöku blinds og sjónskerts fólks í samfélaginu. Tólf sérþjálfaðir leiðsöguhundar hafa fengist hingað til lands á undanförnum árum en þörf er á átaki til að tryggja fleiri hunda hingað til lands, bæði til nýrra notanda og svo til að leysa þá hunda af hólmi sem komnir eru á starfslokaaldur. Til þess þurfa blindir og sjónskertir þína aðstoð. Rauðar fjaðrir og aðrar driffjaðrir góðs samfélags Blindrafélagið beitir sér fyrir því að tryggja félagsmönnum sínum aðgang að þjálfuðum leiðsöguhundum. Um og yfir 90% þeirra fjármuna sem Blindrafélagið þarf til að halda úti mikilvægri starfsemi og þjónustu er sjálfsaflafé. Stuðningur almennings og samtakamáttur í gegnum hreyfingar á borð við Lions, sem sér um sölu á rauðu fjöðrinni á Íslandi, hafa því verið helsti drifkraftur við fjármögnun mikilvægra hjálpartækja á borð við leiðsöguhunda. Þátttaka þín og forseta Íslands Lionshreyfingin og Blindrafélagið hafa tekið höndum saman um átak til að tryggja framboð af leiðsöguhundum í landinu með sölu á rauðu fjöðrinni dagana 31. mars til 3. apríl. Verndari söfnunarinnar er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, en hann mun kaupa fyrstu fjöðrina við hátíðlega athöfn á Bessastöðum kl. 14:30 í dag. Brýn þörf fyrir fleiri hunda fyrir blinda og sjónskerta Í þessari landssöfnun Lionshreyfingarinnar undir merkjum rauðu fjaðrarinnar er það nýmæli að styrkþeginn, Blindrafélagið, kemur mun meira að verkefninu með virkri þátttöku en í fyrri söfnunum, enda er þörfin brýn. Við hvetjum þig að vera með í þessari söfnun og sjá til þess að fleira blint og sjónskert fólk geti öðlast meira sjálfstæði í lífinu með hjálp leiðsöguhunda. Saman byggjum við betra samfélag. Höfundar eru formaður Blindrafélagsins og fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Jafnréttismál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Leiðsöguhundar eru gríðarlega öflugt hjálpartæki fyrir blint og verulega sjónskert fólk og veita þeir notendum mikið frelsi og aukið öryggi auk þess sem þeir eru ekki síður góðir félagar og mörg dæmi um að þeir hafi rofið félagslega einangrun fólks og þannig stuðlað að virkari þátttöku blinds og sjónskerts fólks í samfélaginu. Tólf sérþjálfaðir leiðsöguhundar hafa fengist hingað til lands á undanförnum árum en þörf er á átaki til að tryggja fleiri hunda hingað til lands, bæði til nýrra notanda og svo til að leysa þá hunda af hólmi sem komnir eru á starfslokaaldur. Til þess þurfa blindir og sjónskertir þína aðstoð. Rauðar fjaðrir og aðrar driffjaðrir góðs samfélags Blindrafélagið beitir sér fyrir því að tryggja félagsmönnum sínum aðgang að þjálfuðum leiðsöguhundum. Um og yfir 90% þeirra fjármuna sem Blindrafélagið þarf til að halda úti mikilvægri starfsemi og þjónustu er sjálfsaflafé. Stuðningur almennings og samtakamáttur í gegnum hreyfingar á borð við Lions, sem sér um sölu á rauðu fjöðrinni á Íslandi, hafa því verið helsti drifkraftur við fjármögnun mikilvægra hjálpartækja á borð við leiðsöguhunda. Þátttaka þín og forseta Íslands Lionshreyfingin og Blindrafélagið hafa tekið höndum saman um átak til að tryggja framboð af leiðsöguhundum í landinu með sölu á rauðu fjöðrinni dagana 31. mars til 3. apríl. Verndari söfnunarinnar er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, en hann mun kaupa fyrstu fjöðrina við hátíðlega athöfn á Bessastöðum kl. 14:30 í dag. Brýn þörf fyrir fleiri hunda fyrir blinda og sjónskerta Í þessari landssöfnun Lionshreyfingarinnar undir merkjum rauðu fjaðrarinnar er það nýmæli að styrkþeginn, Blindrafélagið, kemur mun meira að verkefninu með virkri þátttöku en í fyrri söfnunum, enda er þörfin brýn. Við hvetjum þig að vera með í þessari söfnun og sjá til þess að fleira blint og sjónskert fólk geti öðlast meira sjálfstæði í lífinu með hjálp leiðsöguhunda. Saman byggjum við betra samfélag. Höfundar eru formaður Blindrafélagsins og fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar