Andrés Ingi biður stjórnarliða að hætta að ljúga uppá sig Jakob Bjarnar skrifar 30. mars 2022 16:13 Andrési Inga var heitt í hamsi á þinginu nú áðan: „Ég ætla að biðja virðulegan forseta að beina því til félaga sinna í stjórnarflokkunum að hætta þessu rugli, að hætta að ljúga því upp á stjórnarandstöðuna að hér höldum við öllu í hers höndum.“ vísir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata kvaddi sér hljóðs um fundarstjórn á þinginu nú síðdegis og kvartaði hástöfum undan málflutningi stjórnarliða sem hafa sakað stjórnarandstöðuna um málþóf. „Herra forseti. Ég velti því fyrir mér hvort forseti þurfi að afrugla stjórnarliðið aðeins. Það er alla vega eitthvað að ruglast í tengslum sínum við raunveruleikann miðað við ummæli formanns Framsóknarflokksins í gær, um þann misskilning hans að stjórnarandstaðan haldi störfum þingsins í gíslingu, og síðan í dag í langhund formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að þinghaldið sé allt í hægagangi út af einhverju sem hann kallar málþóf stjórnarandstöðunnar.“ Ljóst mátti vera að Andrési Inga var mikið niðri fyrir en hann vísar þar til ummæla Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra og Óla Björns Kárasonar þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Andrés Ingi sagði að í gær hafi ekki einu sinni tekist að ljúka fundartíma. Þingmenn þurftu að fara snemma heim vegna þess að þegar umræðu um fjarskiptafrumvarpið lauk voru ekki ráðherrar hér til að mæla fyrir fleiri málum. „Sama fólk og á samfélagsmiðlum heldur því fram að það gangi um allan bæinn tilbúið með framsöguræðurnar í töskunni til að hlaupa hingað inn og mæla fyrir málum, það fékkst ekki í hús. Þetta var eini þingfundadagurinn í vikunni og ekki er nú stjórnarandstaðan að ákveða að einn af þremur þingfundadögum sé lagður undir stjórnarmál. Nei, það er forseti Alþingis, stjórnarþingmaðurinn sjálfur.“ Þegar þarna var komið sögu var ræðutími Andrésar Inga liðinn þannig að Birgir Ármannsson forseti þingsins lamdi í bjöllu sína. Og það var í kappi við hana sem Andrés Ingi lauk máli sínu: „Ég ætla að biðja virðulegan forseta að beina því til félaga sinna í stjórnarflokkunum að hætta þessu rugli, að hætta að ljúga því upp á stjórnarandstöðuna að hér höldum við öllu í hers höndum þegar það eru þeirra eigin ráðherrar sem geta ekki einu sinni mætt.“ Alþingi Píratar Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
„Herra forseti. Ég velti því fyrir mér hvort forseti þurfi að afrugla stjórnarliðið aðeins. Það er alla vega eitthvað að ruglast í tengslum sínum við raunveruleikann miðað við ummæli formanns Framsóknarflokksins í gær, um þann misskilning hans að stjórnarandstaðan haldi störfum þingsins í gíslingu, og síðan í dag í langhund formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að þinghaldið sé allt í hægagangi út af einhverju sem hann kallar málþóf stjórnarandstöðunnar.“ Ljóst mátti vera að Andrési Inga var mikið niðri fyrir en hann vísar þar til ummæla Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra og Óla Björns Kárasonar þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Andrés Ingi sagði að í gær hafi ekki einu sinni tekist að ljúka fundartíma. Þingmenn þurftu að fara snemma heim vegna þess að þegar umræðu um fjarskiptafrumvarpið lauk voru ekki ráðherrar hér til að mæla fyrir fleiri málum. „Sama fólk og á samfélagsmiðlum heldur því fram að það gangi um allan bæinn tilbúið með framsöguræðurnar í töskunni til að hlaupa hingað inn og mæla fyrir málum, það fékkst ekki í hús. Þetta var eini þingfundadagurinn í vikunni og ekki er nú stjórnarandstaðan að ákveða að einn af þremur þingfundadögum sé lagður undir stjórnarmál. Nei, það er forseti Alþingis, stjórnarþingmaðurinn sjálfur.“ Þegar þarna var komið sögu var ræðutími Andrésar Inga liðinn þannig að Birgir Ármannsson forseti þingsins lamdi í bjöllu sína. Og það var í kappi við hana sem Andrés Ingi lauk máli sínu: „Ég ætla að biðja virðulegan forseta að beina því til félaga sinna í stjórnarflokkunum að hætta þessu rugli, að hætta að ljúga því upp á stjórnarandstöðuna að hér höldum við öllu í hers höndum þegar það eru þeirra eigin ráðherrar sem geta ekki einu sinni mætt.“
Alþingi Píratar Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira