Úkraínuforseti segir rússneskar hersveitir hafa verið hraktar á brott Heimir Már Pétursson skrifar 31. mars 2022 12:12 Úkraínskir hermenn hafa náð að verja höfuðborgina með hjálp loftvarnabúnaðar undanfarinn mánuð. AP/Mykhaylo Palinchak Fjörutíu og fimm hópferðabílar lögðu af stað til umsetinnar Mariupol í Í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum borgarinnar á brott. Forseti Úkraínu segir hersveitir Rússa ekki hafa dregið sig til baka frá útjaðri Kænugarðs heldur hafi þær verið hraktar á brott af úkraínska hernum. Iryna Vereshchuk aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu segir skilaboð hafa borist frá Rússum í gegnum alþjóða Rauða krossinn um að þeir væru reiðubúnir til að opna leiðir fyrir hópvagna til að flytja óbreytta borgara frá hafnarborginni Mariupol. Þar bjuggu um fjögur hundruð þúsund manns fyrir innrás Rússa en í dag er talið að þar séu enn um 160 þúsund manns. Hópferðarbílarnir verða að fara í gegnum varðstöðvar borgarinnar sem Rússar hafa setið um og skotið látlaust á í tæpan mánuð. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir rangt að rússneskar hersveitir hafi dregið sig til baka frá útjaðri höfuðborgarinnar Kænugarðs og Chernihiv vegna þess að Rússar hefðu náð fram markmiðum sínum. Þvert á móti hafi þær verið hraktar til baka af úkraínska hernum. Yfirlýsingar Rússa væru því innatóm orð. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði ástralska þingið í morgun. Hann segir ekki mark takandi á málskrúði Rússa um að þeir hafi dregið hersveitir sínar til baka frá Kænugarði og fleiri borgum í norðurhluta landsins.AP/Lukas Coch „Því á sama tíma sjáum við að Rússar eru að undirbúa hertar árásir í Donbas og við erum að undirbúa okkur undir þær. Við trúum engu málskrúði. Sú alvarlega staða sem er á vígvellinum er það sem skiptir öllu máli. Við gefumst ekki upp fyrir neinum og munum verja hvern metra af landi okkar og hvern eeinasta íbúa landsins,“ sagði Zelenskyy. Kate Bedingfield samskiptastjóri Hvíta hússins segir heimildir fyrir því að ráðgjafar Vladimirs Putins séu of hræddir til að segja honum sannleikann.AP/Patrick Semansky Kate Bedingfield samskiptastjóri Hvíta hússins segir upplýsingar benda til að spenna hafi myndast milli Rússlandsforseta og yfirmanna hersins vegna þess að þeir hafi ekki gefið honum réttar upplýsingar um stöðu mála. „Við teljum að Putin hafi ekki verið upplýstur um lélega framistöðu rússneska hersins og lamandi áhrif refsiaðgerða Vesturlanda á efnahag Rússlands vegna þess að háttsettir ráðgjafar hans séu of hræddir til að segja honum sannleikann,“ segir Bedingfield. Þótt Úkraínumönnum hafi tekist að hrinda innrás Rússa í Kænugarð hafa stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir þeirra á borgina valdið þar miklu tjóni.AP/Mykhaylo Palinchak Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði í heimsókn til Kína í gær að það væru jákvæð teikn að Úkraínumenn hefðu fallist á að vera án kjarnorkuvopna og utan hernaðarbandalaga en það dygði ekki eitt og sér til. Boris Johnson forsætisráðherra segir Úkraínumenn eina eiga að taka ákvarðanir um framtíð sína.AP/Jessica Taylor Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sagði fyrir þingnefnd í gær að Úkraínumenn sjálfir að ákveða framtíð sína og vopnahlé dygði ekki til að sjö helstu iðríki heims aflétti refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi. „Að mínu mati eigum við að halda áfram að herða refsiaðgerðirnar þar til síðasti rússneski hermaðurinn er farinn frá Úkraínu,“ sagði Boris Johnson. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða í Asíu í nótt. Þannig lækkaði Brent-hráolían um tæp fimm prósent og West Texas hráolíuvísitalan um tæp sex prósent. 31. mars 2022 07:07 Vaktin: „Frelsið á ekki að vera verr vopnað en harðræði“ Rússar hafa heitið því að opna „mannúðarhlið“ frá Maríupól í dag. Að sögn varaforsætsiráðherra Úkraínu hefur röð hópferðabifreiða lagt af stað til borgarinnar til að freista þess að koma íbúum burt. 31. mars 2022 11:50 Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. 31. mars 2022 06:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Iryna Vereshchuk aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu segir skilaboð hafa borist frá Rússum í gegnum alþjóða Rauða krossinn um að þeir væru reiðubúnir til að opna leiðir fyrir hópvagna til að flytja óbreytta borgara frá hafnarborginni Mariupol. Þar bjuggu um fjögur hundruð þúsund manns fyrir innrás Rússa en í dag er talið að þar séu enn um 160 þúsund manns. Hópferðarbílarnir verða að fara í gegnum varðstöðvar borgarinnar sem Rússar hafa setið um og skotið látlaust á í tæpan mánuð. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir rangt að rússneskar hersveitir hafi dregið sig til baka frá útjaðri höfuðborgarinnar Kænugarðs og Chernihiv vegna þess að Rússar hefðu náð fram markmiðum sínum. Þvert á móti hafi þær verið hraktar til baka af úkraínska hernum. Yfirlýsingar Rússa væru því innatóm orð. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði ástralska þingið í morgun. Hann segir ekki mark takandi á málskrúði Rússa um að þeir hafi dregið hersveitir sínar til baka frá Kænugarði og fleiri borgum í norðurhluta landsins.AP/Lukas Coch „Því á sama tíma sjáum við að Rússar eru að undirbúa hertar árásir í Donbas og við erum að undirbúa okkur undir þær. Við trúum engu málskrúði. Sú alvarlega staða sem er á vígvellinum er það sem skiptir öllu máli. Við gefumst ekki upp fyrir neinum og munum verja hvern metra af landi okkar og hvern eeinasta íbúa landsins,“ sagði Zelenskyy. Kate Bedingfield samskiptastjóri Hvíta hússins segir heimildir fyrir því að ráðgjafar Vladimirs Putins séu of hræddir til að segja honum sannleikann.AP/Patrick Semansky Kate Bedingfield samskiptastjóri Hvíta hússins segir upplýsingar benda til að spenna hafi myndast milli Rússlandsforseta og yfirmanna hersins vegna þess að þeir hafi ekki gefið honum réttar upplýsingar um stöðu mála. „Við teljum að Putin hafi ekki verið upplýstur um lélega framistöðu rússneska hersins og lamandi áhrif refsiaðgerða Vesturlanda á efnahag Rússlands vegna þess að háttsettir ráðgjafar hans séu of hræddir til að segja honum sannleikann,“ segir Bedingfield. Þótt Úkraínumönnum hafi tekist að hrinda innrás Rússa í Kænugarð hafa stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir þeirra á borgina valdið þar miklu tjóni.AP/Mykhaylo Palinchak Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði í heimsókn til Kína í gær að það væru jákvæð teikn að Úkraínumenn hefðu fallist á að vera án kjarnorkuvopna og utan hernaðarbandalaga en það dygði ekki eitt og sér til. Boris Johnson forsætisráðherra segir Úkraínumenn eina eiga að taka ákvarðanir um framtíð sína.AP/Jessica Taylor Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sagði fyrir þingnefnd í gær að Úkraínumenn sjálfir að ákveða framtíð sína og vopnahlé dygði ekki til að sjö helstu iðríki heims aflétti refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi. „Að mínu mati eigum við að halda áfram að herða refsiaðgerðirnar þar til síðasti rússneski hermaðurinn er farinn frá Úkraínu,“ sagði Boris Johnson.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða í Asíu í nótt. Þannig lækkaði Brent-hráolían um tæp fimm prósent og West Texas hráolíuvísitalan um tæp sex prósent. 31. mars 2022 07:07 Vaktin: „Frelsið á ekki að vera verr vopnað en harðræði“ Rússar hafa heitið því að opna „mannúðarhlið“ frá Maríupól í dag. Að sögn varaforsætsiráðherra Úkraínu hefur röð hópferðabifreiða lagt af stað til borgarinnar til að freista þess að koma íbúum burt. 31. mars 2022 11:50 Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. 31. mars 2022 06:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða í Asíu í nótt. Þannig lækkaði Brent-hráolían um tæp fimm prósent og West Texas hráolíuvísitalan um tæp sex prósent. 31. mars 2022 07:07
Vaktin: „Frelsið á ekki að vera verr vopnað en harðræði“ Rússar hafa heitið því að opna „mannúðarhlið“ frá Maríupól í dag. Að sögn varaforsætsiráðherra Úkraínu hefur röð hópferðabifreiða lagt af stað til borgarinnar til að freista þess að koma íbúum burt. 31. mars 2022 11:50
Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. 31. mars 2022 06:46