Elísabet hætti að stela bílum og gerðist þjálfari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. mars 2022 12:32 Elísabet Gunnarsdóttir var í ítarlegu viðtali. Twitter@_OBOSDamallsv Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad, er í ítarlegu viðtali hjá sænska miðlinum Expressen. Þar ræðir hún meðal annars hvað gerði það að verkum að hún fór að þjálfa fótbolta og að hún hafi stolið bíl á sínum yngri árum. Elísabet, eða Beta eins og hún er nær alltaf kölluð, hefur þjálfað Kristianstad frá árinu 2009. Hún gerði Val að Íslandsmeisturum áður en hún hélt á vit ævintýranna. Eftir að hafa endað í 3. sæti undanfarin tvö tímabil er stefnan sett á að berjast um titilinn í Svíþjóð. „Við viljum berjast á toppi deildarinnar. Við höfum ekki enn bragðað á gulli eða silfri. Við erum með góðan og breiðan hóp sem er mjög metnaðarfullur.“ Svo hefst viðtal Betu á Expressen. Elisabet Gunnarsdottir avslöjar sitt förflutna var biltjuv på Island: Jag var förvirrad https://t.co/gwd05BZifr— SportExpressen (@SportExpressen) March 31, 2022 Veit ekki hvað hún gerir ef landsliðið býðst aftur Þegar staða þjálfara A-landsliðs kvenna losnaði á síðasta ári hafði Elísabet þegar samið við Kristianstad og gat hún því ekki tekið við því sem hún lýsir sem draumastarfi sínu. Á endanum tók Þorsteinn Halldórsson við starfinu og Beta var áfram í Svíþjóð. Aðspurð hvað hún geri ef henni býðst það í framtíðinni þá segist Elísabet ekki viss. „Ég veit það einfaldlega ekki. Að þjálfa kvennalandslið Íslands hefur lengi verið draumur hjá mér, en draumar breytast svo ég er ekki viss hvort ég myndi taka því.“ „Kvennaknattspyrnan fer ört stækkandi um heim allan, það eru bæði landslið og félög sem eru áhugasöm. Það er mikil eftirspurn eftir færum kvenþjálfurum,“ segir Elísabet einnig en hún var í viðræðum við bandarískt félagslið á síðasta ári. Elísabet í leik hjá Kristianstad. Á bakvið hana er Björn Sigurbjörnsson en hann þjálfar Selfoss í dag.Twitter@@_OBOSDamallsv Stal bíl sem táningur Hin 46 ára gamla Elísabet viðurkennir að hún hafi ekki verið hinn fullkomni unglingur. Eftir að hafa hnuplað smáhlutum á borð við mat og dagblöðum ákváðu hún og vinir hennar að stela bíl. Beta mælir engan veginn með því að feta sama veg og hún. Þegar hún var 16 ára gömul fótbrotnaði hún og lá heima í tvær vikur með fótinn í gipsi. Þá loksins fann Beta út hvað hún vildi helst gera í lífinu, „Pabbi gaf mér myndbandsspólu með fótboltaæfingum. Ég vildi læra allt sem ég sá og varð bitur yfir því að enginn hefði kennt mér allar þær æfingar sem voru á spólunni. Ég hugsaði með mér að ég gæti orðið þjálfari og mögulega kennt öðrum það sem ég sá.“ Eftir að Beta gat farið að ganga á ný fór hún upp á Hlíðarenda og bað um að fá að þjálfa. Hún var ráðin sem þjálfari stelpna 12 ára og yngri. „Ég hætti öllum vitleysisgang þá og ég hef verið að þjálfa síðan.“ Kristianstad vann Kalmar 4-0 í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar og er til alls líklegt í ár. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Elísabet, eða Beta eins og hún er nær alltaf kölluð, hefur þjálfað Kristianstad frá árinu 2009. Hún gerði Val að Íslandsmeisturum áður en hún hélt á vit ævintýranna. Eftir að hafa endað í 3. sæti undanfarin tvö tímabil er stefnan sett á að berjast um titilinn í Svíþjóð. „Við viljum berjast á toppi deildarinnar. Við höfum ekki enn bragðað á gulli eða silfri. Við erum með góðan og breiðan hóp sem er mjög metnaðarfullur.“ Svo hefst viðtal Betu á Expressen. Elisabet Gunnarsdottir avslöjar sitt förflutna var biltjuv på Island: Jag var förvirrad https://t.co/gwd05BZifr— SportExpressen (@SportExpressen) March 31, 2022 Veit ekki hvað hún gerir ef landsliðið býðst aftur Þegar staða þjálfara A-landsliðs kvenna losnaði á síðasta ári hafði Elísabet þegar samið við Kristianstad og gat hún því ekki tekið við því sem hún lýsir sem draumastarfi sínu. Á endanum tók Þorsteinn Halldórsson við starfinu og Beta var áfram í Svíþjóð. Aðspurð hvað hún geri ef henni býðst það í framtíðinni þá segist Elísabet ekki viss. „Ég veit það einfaldlega ekki. Að þjálfa kvennalandslið Íslands hefur lengi verið draumur hjá mér, en draumar breytast svo ég er ekki viss hvort ég myndi taka því.“ „Kvennaknattspyrnan fer ört stækkandi um heim allan, það eru bæði landslið og félög sem eru áhugasöm. Það er mikil eftirspurn eftir færum kvenþjálfurum,“ segir Elísabet einnig en hún var í viðræðum við bandarískt félagslið á síðasta ári. Elísabet í leik hjá Kristianstad. Á bakvið hana er Björn Sigurbjörnsson en hann þjálfar Selfoss í dag.Twitter@@_OBOSDamallsv Stal bíl sem táningur Hin 46 ára gamla Elísabet viðurkennir að hún hafi ekki verið hinn fullkomni unglingur. Eftir að hafa hnuplað smáhlutum á borð við mat og dagblöðum ákváðu hún og vinir hennar að stela bíl. Beta mælir engan veginn með því að feta sama veg og hún. Þegar hún var 16 ára gömul fótbrotnaði hún og lá heima í tvær vikur með fótinn í gipsi. Þá loksins fann Beta út hvað hún vildi helst gera í lífinu, „Pabbi gaf mér myndbandsspólu með fótboltaæfingum. Ég vildi læra allt sem ég sá og varð bitur yfir því að enginn hefði kennt mér allar þær æfingar sem voru á spólunni. Ég hugsaði með mér að ég gæti orðið þjálfari og mögulega kennt öðrum það sem ég sá.“ Eftir að Beta gat farið að ganga á ný fór hún upp á Hlíðarenda og bað um að fá að þjálfa. Hún var ráðin sem þjálfari stelpna 12 ára og yngri. „Ég hætti öllum vitleysisgang þá og ég hef verið að þjálfa síðan.“ Kristianstad vann Kalmar 4-0 í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar og er til alls líklegt í ár.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira