Innlent

Fjöldi látinna af völdum Co­vid-19 nú kominn yfir hundrað

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrsta andlát Íslendings vegna Covid-19 varð í mars 2020.
Fyrsta andlát Íslendings vegna Covid-19 varð í mars 2020. Vísir/Vilhelm

101 hefur nú látist af völdum Covid-19 hér á landi frá upphafi heimsfaraldursins.

Þetta kemur fram á síðunni covid.is, en fjöldi látinna vegna Covid-19 stóð í 98 á síðunni í gær.

Alls greindust 391 með kórónuveiruna í hraðprófum í gær og 49 í PCR-prófi. 1.528 hraðprófssýni voru greind í gær og 419 PCR-sýni. Fimmtíu manns eru nú á sjúkrahúsi með Covid-19 og þrír á gjörgæslu.

Frá upphafi faraldursins hafa nú 181.391 greinst með kórónuveiruna hér á landi, 48,2 prósent íbúa. Rúmlega fjögur þúsund manns hafa greinst með Covid-19 í tvígang.

Fyrsta andlát Íslendings vegna Covid-19 varð í mars 2020. Af þeim 101 sem hefur látist af völdum Covid-19 hafa 64 verið áttatíu ára eða eldri. Þrír yngri en þrjátíu ára hafa látist af völdum Covid-19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×