Umfjöllun og viðtöl: KR – Valur 54-72 | KR náði í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap Árni Jóhannsson skrifar 31. mars 2022 22:09 Kári Jónsson og Callum Lawson fögnuðu vel og innilega þegar sigurinn var í höfn. Bára Dröfn Kristinsdóttir Valur vann mjög góðan sigur á grönnum sínum í KR fyrr í kvöld 54-72 í lokaumferð Subway deildar karla. Valur skellti í lás í vörn sinni og sigldi heim góðum sigri sem færði þá upp í þriðja sæti deildarinnar. KR getur talist heppið en flautukarfa sem tryggði Stjörnunni sigur á Breiðablik tryggði KR sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn var leikinn af góðum hraða og ákafa fyrstu mínúturnar en körfurnar létu á sér standa. Menn einbeittu sér að varnarleiknum fyrst og fremst og náði KR oft Valsmönnum í netið hjá sér þannig að sóknir þeirra klikkuðu. KR-ingar voru svo sjálfum sér verstir þegar þeir nýttu það ekki nógu vel að stíga varnarleikinn mjög vel. Staðan að lokum fyrsta leikhluta 16-13 fyrir heimamenn. Annar leikhluti var leikinn á svipuðum nótum. Lítið um körfur og varnarleikurinn leikinn af ákafa. Um miðbik annars leikhluta náðu liðin að skiptast á nokkrum körfum en það voru Valsmenn sem tóku frumkvæðið þegar um tværu mínútur voru til hálfleiks. Þeir skoruðu sex stig af síðustu átta stigum hálfleiksins og leiddu þegar gengið var til búningsherbergja 31-34. KR-ingar komu æstari út í seinni hálfleikinn og náðu forskotinu aftur og virtust ætla að gera atlögu að sigrinum þangað til að staðan var 38-36 og þrjár mínútur liðnar af seinni hálfleik. Þá settu Valsmenn í lás varnarlega og náðu 11-0 spretti, náðu undirtökunum og lögðu grunninn að sigrinum. KR náðu ekki að fara á almennilegt áhlaup og náðu Valsmenn að halda heimamönnum 5-8 stigum fyrir aftan sig þegar þriðji leikhluti leið. Staðan 48-53 þegar einn leikhluti var eftir og á þeim tímapunkti var Breiðablik að vinna og farið að fara um margan KR-inginn í stúkunni. KR var nefnilega á leið í sumarfrí. Valsmenn héldu áfram að spila hörku varnarleik og þegar um sex mínútur voru eftir af leiknum voru KR-ingar komnir með 54 stig og skoruðu ekki fleiri stig í kvöld. Valsmenn sigldu sigrinum heim að því er virtist í rólegheitum og tryggðu sér þriðja sætið í deildinni vegna þess að Keflvíkingar töpuðu sínum leik. Leikurinn endaði 54-72 í leik sem verður ekki minnst lengi. Afhverju vann Valur? Þeir náðu upp sínum einkennum í varnarleiknum og stöðvuðu KR í öllum sínum sóknaraðgerðum nánast í seinni hálfleik. Valsmenn gerðu síðan nóg sóknarlega til að vinna leikinn en það er margt sem hægt er að bæta á þeim bænum fyrir næsta leik. Hvað gekk illa? KR gekk illa að skora. Þeir skoruðu úr 34% skota sinna og þar af var ekki nema 20% þriggja stiga nýting hjá liðinu. Að auki skoruðu þeir úr fjórum af átta vítaskotum sínum en þeim gekk einnig illa að ná í villur og vítaskot. Valur var ekki með nema 38% skotnýtingu en þriggja stiga nýting þeirra var 33% og 10 af 12 vítum rötuðu niður hjá þeim. Bestir á vellinum? Hjá KR var Carl Allan Lindbom bestur en hann skoraði 17 stig en hann hefði þurft að fá meiri hjálp frá félögum sínum. Þorvaldur Orri Árnason hélt þó áfram að heilla og skoraði 13 stig og tók 8 fráköst. Hjá Valsmönnum voru fjórir leikmenn sem skoruðu yfir 10 stig og var Pablo Bertone stigahæstur með 18 stig. Kristófer Acox var bestur en hann kom af bekknum í kvöld. Kappinn skoraði 15 stig, tók níu fráköst, stal fjórum boltum og varði tvö skot. Þetta telst sem 25 framlagspunktar og var hann langbestur á vellinum. Hvað næst? Nú byrjar alvaran. KR-ingar mæta deildarmeisturum Njarðvíkur og það verður spennandi viðureign en KR hefur gengið vel á móti Njarðvík í vetur og unnu þeir báðar viðureignirnar. Valsmenn leika við Stjörnuna í átta liða úrslitum og verður það einnig spennandi viðureign. Stjörnumenn unnu báðar viðureignir liðanna í vetur en Valsmenn eru dálítið önnur skepna núna en fyrr á tímabilinu. Helgi Magg: Þjálfari KR var að sjálfsögðu ekki ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Nei ég get ekki verið ánægður. Við vildum klára þetta sjálfir en ekki treysta á Stjörnuna. En sem betur fer vann Stjarnan og maður er þakklátur fyrir það því það er gaman að taka þátt í úrslitakeppninni. Frammistaðan í dag var þung.“ Helgi var spurður út í það hvort hann væri með einhverja útskýringu á því afhverju frammistaðan var svona þung. „Valur er náttúrlega með frábært varnarlið. Sóknarlega erum við samt staðir og boltinn hreyfist illa. Það er ekkert tempó í neinu sem við gerum og erum ekki að hreyfa vörnina hjá þeim neitt og allt er fyrirsjáanlegt.“ Þrátt fyrir að það sé ánægjulegt að komast í úrslitakeppnina þá er verkefnið KR erfitt. Þeir mæta Njarðvíkingum og var Helgi spurður út í vonir og væntingar KR fyrir úrslitakeppnina. „Við erum að fara að mæta deildarmeisturunum og eru Njarðvíkingar með mjög gott lið. Við förum bara brattir inn í úrslitakeppnina og ætlum okkur að sigra. Annars værum við ekki í þessu.“ Helgi var þá spurður hvort hann þyrfti að berja mönnum í brjóst frekar en að fara í taktískar hugleiðingar fyrir næsta leik. „Sitt lítið af hvoru. Menn misstu dálítið hausinn þegar fór að ganga illa og ég hef alveg verið þar sem leikmaður en auðvitað þurfa menn að mæta til leiks með kassann úti. Við þurfum líka að leysa þetta taktískt ég og Jakob.“ Að lokum var Helgi spurður út í Brynjar Þór Björnsson en hann lauk leik snemma eftir að hafa fengið höfuðhögg. „Eftir því sem ég best veit þá fékk hann heilahristing og riðaði hérna á bekknum hjá okkur. Ég náði ekki að tala við hann en Kobbi náði að spjalla við hann. Hann er örugglega í einhverju tékki núna en ég veit ekki hvað það þýðir.“ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Valur KR
Valur vann mjög góðan sigur á grönnum sínum í KR fyrr í kvöld 54-72 í lokaumferð Subway deildar karla. Valur skellti í lás í vörn sinni og sigldi heim góðum sigri sem færði þá upp í þriðja sæti deildarinnar. KR getur talist heppið en flautukarfa sem tryggði Stjörnunni sigur á Breiðablik tryggði KR sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn var leikinn af góðum hraða og ákafa fyrstu mínúturnar en körfurnar létu á sér standa. Menn einbeittu sér að varnarleiknum fyrst og fremst og náði KR oft Valsmönnum í netið hjá sér þannig að sóknir þeirra klikkuðu. KR-ingar voru svo sjálfum sér verstir þegar þeir nýttu það ekki nógu vel að stíga varnarleikinn mjög vel. Staðan að lokum fyrsta leikhluta 16-13 fyrir heimamenn. Annar leikhluti var leikinn á svipuðum nótum. Lítið um körfur og varnarleikurinn leikinn af ákafa. Um miðbik annars leikhluta náðu liðin að skiptast á nokkrum körfum en það voru Valsmenn sem tóku frumkvæðið þegar um tværu mínútur voru til hálfleiks. Þeir skoruðu sex stig af síðustu átta stigum hálfleiksins og leiddu þegar gengið var til búningsherbergja 31-34. KR-ingar komu æstari út í seinni hálfleikinn og náðu forskotinu aftur og virtust ætla að gera atlögu að sigrinum þangað til að staðan var 38-36 og þrjár mínútur liðnar af seinni hálfleik. Þá settu Valsmenn í lás varnarlega og náðu 11-0 spretti, náðu undirtökunum og lögðu grunninn að sigrinum. KR náðu ekki að fara á almennilegt áhlaup og náðu Valsmenn að halda heimamönnum 5-8 stigum fyrir aftan sig þegar þriðji leikhluti leið. Staðan 48-53 þegar einn leikhluti var eftir og á þeim tímapunkti var Breiðablik að vinna og farið að fara um margan KR-inginn í stúkunni. KR var nefnilega á leið í sumarfrí. Valsmenn héldu áfram að spila hörku varnarleik og þegar um sex mínútur voru eftir af leiknum voru KR-ingar komnir með 54 stig og skoruðu ekki fleiri stig í kvöld. Valsmenn sigldu sigrinum heim að því er virtist í rólegheitum og tryggðu sér þriðja sætið í deildinni vegna þess að Keflvíkingar töpuðu sínum leik. Leikurinn endaði 54-72 í leik sem verður ekki minnst lengi. Afhverju vann Valur? Þeir náðu upp sínum einkennum í varnarleiknum og stöðvuðu KR í öllum sínum sóknaraðgerðum nánast í seinni hálfleik. Valsmenn gerðu síðan nóg sóknarlega til að vinna leikinn en það er margt sem hægt er að bæta á þeim bænum fyrir næsta leik. Hvað gekk illa? KR gekk illa að skora. Þeir skoruðu úr 34% skota sinna og þar af var ekki nema 20% þriggja stiga nýting hjá liðinu. Að auki skoruðu þeir úr fjórum af átta vítaskotum sínum en þeim gekk einnig illa að ná í villur og vítaskot. Valur var ekki með nema 38% skotnýtingu en þriggja stiga nýting þeirra var 33% og 10 af 12 vítum rötuðu niður hjá þeim. Bestir á vellinum? Hjá KR var Carl Allan Lindbom bestur en hann skoraði 17 stig en hann hefði þurft að fá meiri hjálp frá félögum sínum. Þorvaldur Orri Árnason hélt þó áfram að heilla og skoraði 13 stig og tók 8 fráköst. Hjá Valsmönnum voru fjórir leikmenn sem skoruðu yfir 10 stig og var Pablo Bertone stigahæstur með 18 stig. Kristófer Acox var bestur en hann kom af bekknum í kvöld. Kappinn skoraði 15 stig, tók níu fráköst, stal fjórum boltum og varði tvö skot. Þetta telst sem 25 framlagspunktar og var hann langbestur á vellinum. Hvað næst? Nú byrjar alvaran. KR-ingar mæta deildarmeisturum Njarðvíkur og það verður spennandi viðureign en KR hefur gengið vel á móti Njarðvík í vetur og unnu þeir báðar viðureignirnar. Valsmenn leika við Stjörnuna í átta liða úrslitum og verður það einnig spennandi viðureign. Stjörnumenn unnu báðar viðureignir liðanna í vetur en Valsmenn eru dálítið önnur skepna núna en fyrr á tímabilinu. Helgi Magg: Þjálfari KR var að sjálfsögðu ekki ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Nei ég get ekki verið ánægður. Við vildum klára þetta sjálfir en ekki treysta á Stjörnuna. En sem betur fer vann Stjarnan og maður er þakklátur fyrir það því það er gaman að taka þátt í úrslitakeppninni. Frammistaðan í dag var þung.“ Helgi var spurður út í það hvort hann væri með einhverja útskýringu á því afhverju frammistaðan var svona þung. „Valur er náttúrlega með frábært varnarlið. Sóknarlega erum við samt staðir og boltinn hreyfist illa. Það er ekkert tempó í neinu sem við gerum og erum ekki að hreyfa vörnina hjá þeim neitt og allt er fyrirsjáanlegt.“ Þrátt fyrir að það sé ánægjulegt að komast í úrslitakeppnina þá er verkefnið KR erfitt. Þeir mæta Njarðvíkingum og var Helgi spurður út í vonir og væntingar KR fyrir úrslitakeppnina. „Við erum að fara að mæta deildarmeisturunum og eru Njarðvíkingar með mjög gott lið. Við förum bara brattir inn í úrslitakeppnina og ætlum okkur að sigra. Annars værum við ekki í þessu.“ Helgi var þá spurður hvort hann þyrfti að berja mönnum í brjóst frekar en að fara í taktískar hugleiðingar fyrir næsta leik. „Sitt lítið af hvoru. Menn misstu dálítið hausinn þegar fór að ganga illa og ég hef alveg verið þar sem leikmaður en auðvitað þurfa menn að mæta til leiks með kassann úti. Við þurfum líka að leysa þetta taktískt ég og Jakob.“ Að lokum var Helgi spurður út í Brynjar Þór Björnsson en hann lauk leik snemma eftir að hafa fengið höfuðhögg. „Eftir því sem ég best veit þá fékk hann heilahristing og riðaði hérna á bekknum hjá okkur. Ég náði ekki að tala við hann en Kobbi náði að spjalla við hann. Hann er örugglega í einhverju tékki núna en ég veit ekki hvað það þýðir.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti