Má ekki spila í þremur fyrstu umferðum Bestu deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2022 15:01 Dusan Brkovic í leik á móti FH í fyrra en hann fékk rautt spjald í báðum leikjunum við Hafnarfjarðarliðið. Vísir/Hulda Margrét Leikmaður KA má ekki spila með liðinu fyrr en í fjórðu umferð Bestu deildarinnar á komandi tímabili en KSÍ hefur tekið saman lista til upplýsinga fyrir félögin um þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga eftir að taka út leikbönn í byrjun keppnistímabilsins 2022. Það er eins gott að vera með stöðu leikbanna á hreinu. KSÍ aðstoðar við það með nýrri samantekt á vef sínum. Í samantekt sambandsins kemur fram hvaða leikmenn byrja nýtt tímabil í leikbanni. „Á listunum eru leikmenn skráðir í þau félög sem þeir fengu leikbann með. Frá þeim tíma kunna þessir leikmenn að hafa skipt um félag og er því mjög mikilvægt að öll félög kynni sér listann bæði hvað varðar stöðu leikmanna frá fyrra ári og einnig stöðu leikmanna sem gengið hafa til liðs við félagið. Listarnir gefa ekki upplýsingar um óúttekin leikbönn í öðrum flokkum,“ segir í tilkynningu frá Knattspyrnusambands Íslands. Serbinn Dusan Brkovic byrjar tímabilið í þriggja leikja banni þar sem að hann fékk sitt þriðja rauða spjald á tímabilinu í lokaumferðinni í fyrra. Brkovic fékk rautt spjald í leik á móti FH í 22. umferð en einnig í fyrr leiknum á móti FH sem og í leik á móti Stjörnunni í 17. umferð. Brkovic missir því af leikjum á móti Leikni, ÍBV og Keflavík en ætti að spila fyrsta leik sinn á útivelli á móti KR í fjórðu umferðinni. Það er spurning hvort að Brkovic leggi í það að spila við FH í fimmtu umferðinni enda búinn að fá rautt spjald í síðustu tveimur leikjum sínum á móti Hafnarfjarðarliðinu. KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason og Víkingurinn Þórður Ingason eiga einnig eftir að taka út tvo leiki af banni sínu frá því að þeir fengu báðir rautt spjald í leik KR og Víkings í 21. umferðinni. Hér fyrir neðan má sjá listann yfir leikmenn sem byrja sumarið 2022 í leikbanni. Leikmenn sem byrja sumarið 2022 í leikbanni: 3 leikir Davíð Smári Lamude Kórdrengir Dusan Brkovic KA 2 leikir Halldór Kristján Baldursson Kría Kjartan Henry Finnbogason KR Máni Snær Benediktsson Uppsveitir Þórður Ingason Víkingur R. 1 leikur Angantýr Máni Gautason Magni Anton Helgi Jóhannsson Tindastóll Ásgeir Þorri Ingunnarson Elliði Birkir Rafnsson Kría Fannar Freyr Guðmundsson ÍH Hajrudin Cardaklija Víkingur R. Halldóra Birta Sigfúsdóttir Valur Reyðarfirði Kristófer Einarsson Höttur Jose Mariano Saez Moreno Kormákur/Hvöt Ólína Sif Hilmarsdóttir Fjölnir Samara De Freitas Martins Lino Völsungur Stefan Penchev Balev Einherji Sigurður Bjarni Aadnegard Kormákur/Hvöt Sæmundur Sven A Schepsky Elliði Theodór Sveinjónsson (þjálfari) Fjölnir Guðlaugur Rúnar Pétursson Fram Besta deild karla KA Mest lesið Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Dagskráin: Barist um Norður London, NFL-sunnudagur og kvennakarfa Sport Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Það er eins gott að vera með stöðu leikbanna á hreinu. KSÍ aðstoðar við það með nýrri samantekt á vef sínum. Í samantekt sambandsins kemur fram hvaða leikmenn byrja nýtt tímabil í leikbanni. „Á listunum eru leikmenn skráðir í þau félög sem þeir fengu leikbann með. Frá þeim tíma kunna þessir leikmenn að hafa skipt um félag og er því mjög mikilvægt að öll félög kynni sér listann bæði hvað varðar stöðu leikmanna frá fyrra ári og einnig stöðu leikmanna sem gengið hafa til liðs við félagið. Listarnir gefa ekki upplýsingar um óúttekin leikbönn í öðrum flokkum,“ segir í tilkynningu frá Knattspyrnusambands Íslands. Serbinn Dusan Brkovic byrjar tímabilið í þriggja leikja banni þar sem að hann fékk sitt þriðja rauða spjald á tímabilinu í lokaumferðinni í fyrra. Brkovic fékk rautt spjald í leik á móti FH í 22. umferð en einnig í fyrr leiknum á móti FH sem og í leik á móti Stjörnunni í 17. umferð. Brkovic missir því af leikjum á móti Leikni, ÍBV og Keflavík en ætti að spila fyrsta leik sinn á útivelli á móti KR í fjórðu umferðinni. Það er spurning hvort að Brkovic leggi í það að spila við FH í fimmtu umferðinni enda búinn að fá rautt spjald í síðustu tveimur leikjum sínum á móti Hafnarfjarðarliðinu. KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason og Víkingurinn Þórður Ingason eiga einnig eftir að taka út tvo leiki af banni sínu frá því að þeir fengu báðir rautt spjald í leik KR og Víkings í 21. umferðinni. Hér fyrir neðan má sjá listann yfir leikmenn sem byrja sumarið 2022 í leikbanni. Leikmenn sem byrja sumarið 2022 í leikbanni: 3 leikir Davíð Smári Lamude Kórdrengir Dusan Brkovic KA 2 leikir Halldór Kristján Baldursson Kría Kjartan Henry Finnbogason KR Máni Snær Benediktsson Uppsveitir Þórður Ingason Víkingur R. 1 leikur Angantýr Máni Gautason Magni Anton Helgi Jóhannsson Tindastóll Ásgeir Þorri Ingunnarson Elliði Birkir Rafnsson Kría Fannar Freyr Guðmundsson ÍH Hajrudin Cardaklija Víkingur R. Halldóra Birta Sigfúsdóttir Valur Reyðarfirði Kristófer Einarsson Höttur Jose Mariano Saez Moreno Kormákur/Hvöt Ólína Sif Hilmarsdóttir Fjölnir Samara De Freitas Martins Lino Völsungur Stefan Penchev Balev Einherji Sigurður Bjarni Aadnegard Kormákur/Hvöt Sæmundur Sven A Schepsky Elliði Theodór Sveinjónsson (þjálfari) Fjölnir Guðlaugur Rúnar Pétursson Fram
Leikmenn sem byrja sumarið 2022 í leikbanni: 3 leikir Davíð Smári Lamude Kórdrengir Dusan Brkovic KA 2 leikir Halldór Kristján Baldursson Kría Kjartan Henry Finnbogason KR Máni Snær Benediktsson Uppsveitir Þórður Ingason Víkingur R. 1 leikur Angantýr Máni Gautason Magni Anton Helgi Jóhannsson Tindastóll Ásgeir Þorri Ingunnarson Elliði Birkir Rafnsson Kría Fannar Freyr Guðmundsson ÍH Hajrudin Cardaklija Víkingur R. Halldóra Birta Sigfúsdóttir Valur Reyðarfirði Kristófer Einarsson Höttur Jose Mariano Saez Moreno Kormákur/Hvöt Ólína Sif Hilmarsdóttir Fjölnir Samara De Freitas Martins Lino Völsungur Stefan Penchev Balev Einherji Sigurður Bjarni Aadnegard Kormákur/Hvöt Sæmundur Sven A Schepsky Elliði Theodór Sveinjónsson (þjálfari) Fjölnir Guðlaugur Rúnar Pétursson Fram
Besta deild karla KA Mest lesið Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Dagskráin: Barist um Norður London, NFL-sunnudagur og kvennakarfa Sport Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira