Hundrað dollara gerviseðill vekur furðu í Íslandsbanka Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2022 14:23 Að sögn Björns Berg fóru þau hjá Íslandsbanka í það að kanna málið og niðurstaðan er sú að nánast ómögulegt er að annað eins og það að maður hafi fengið gerviseðil í hendur frá bankanum hafi getað hafa átt sér stað. vísir/vilhelm/skjáskot Ómögulegt er að ganga úr skugga um hvaðan 100 dollara gerviseðill kemur en íslenskur ferðalangur telur næsta víst að seðilinn hafi hann fengið í hendur við gjaldeyriskaup í Íslandsbanka. Björn Berg Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, rak upp stór augu í morgun, eins og reyndar margir aðrir lesendur Vísis þegar hann las frétt um falsaðan hundrað dollara seðil sem íslenskur ferðalangur í Flórída notaði í viðskiptum. Frásögnin með miklum ólíkindum Sá hefði getað lent í miklum vandræðum enda eru viðskipti með slíka seðla litin alvarlegum augum víðast hvar og þá ekki síst í Bandaríkjunum. En hann slapp fyrir horn eftir að hinn snarráði Pétur Sigurðsson fasteignasali, sem þar er búsettur og öllum hnútum kunnugur, gekk í málið. Frásögnin er með nokkrum ólíkindum, svo mjög að ýmsir hafa talið að um aprílgabb sé að ræða. Björn Berg segir að hann og þau í Íslandsbanka hafi þegar farið í að skoða málið en ekki fundið neitt sem bendir til að það hefði getað gerst að maðurinn hafi fengið slíkan seðil frá bankanum. „Við höfum ekki séð neitt sem bendir til að þetta geti hafa gerst,“ segir Björn Berg. Hann segir starfsfólk Íslandsbanka koma af fjöllum en maðurinn sem um ræðir telur næsta víst að seðilinn hafi hann fengið í hendur frá útibúi Íslandsbanka á Ártúnshöfða fyrir rúmum tveimur árum eða skömmu áður en því útibúi var lokað. Maðurinn hefur haft þann hátt á, allt frá fjármálahruni, að hafa alltaf til taks gjaldeyri til vonar og vara. Bankafólk kemur af fjöllum „Ekkert í líkingu við þetta hefur komið upp. Ég hef aldrei heyrt af öðru eins,“ segir Björn. Hann útskýrir að allt reiðufé í erlendum gjaldeyri sem þeir svo láti viðskiptavini sína fá komi frá erlendum þjónustuaðilum, einkum dönskum bönkum. „Þetta kemur að utan og er þar skimað margsinnis fyrir svona löguðu – fölsunum. Og líka hjá okkur. Þannig að þetta geta ekki verið mannleg mistök,“ segir Björn. Hann segir að fólk geti rétt ímyndað sér hvort fólk í bankanum hafi ekki rekið upp stór augu – komið af fjöllum; þegar það sá þessa frásögn. Björn Berg segir að niðurstaða bankans sé, eftir athugun, sú að það sé afar ólíklegt, nánast útilokað, að maðurinn hafi fengið gerviseðilinn frá Íslandsbanka. Og það sem meira er, það er vonlaust að sannreyna það. Rætt var við Pétur í Bítinu um þetta dularfulla mál og finna má það viðtal í spilaranum hér neðar. Íslendingar erlendis Íslenskir bankar Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Björn Berg Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, rak upp stór augu í morgun, eins og reyndar margir aðrir lesendur Vísis þegar hann las frétt um falsaðan hundrað dollara seðil sem íslenskur ferðalangur í Flórída notaði í viðskiptum. Frásögnin með miklum ólíkindum Sá hefði getað lent í miklum vandræðum enda eru viðskipti með slíka seðla litin alvarlegum augum víðast hvar og þá ekki síst í Bandaríkjunum. En hann slapp fyrir horn eftir að hinn snarráði Pétur Sigurðsson fasteignasali, sem þar er búsettur og öllum hnútum kunnugur, gekk í málið. Frásögnin er með nokkrum ólíkindum, svo mjög að ýmsir hafa talið að um aprílgabb sé að ræða. Björn Berg segir að hann og þau í Íslandsbanka hafi þegar farið í að skoða málið en ekki fundið neitt sem bendir til að það hefði getað gerst að maðurinn hafi fengið slíkan seðil frá bankanum. „Við höfum ekki séð neitt sem bendir til að þetta geti hafa gerst,“ segir Björn Berg. Hann segir starfsfólk Íslandsbanka koma af fjöllum en maðurinn sem um ræðir telur næsta víst að seðilinn hafi hann fengið í hendur frá útibúi Íslandsbanka á Ártúnshöfða fyrir rúmum tveimur árum eða skömmu áður en því útibúi var lokað. Maðurinn hefur haft þann hátt á, allt frá fjármálahruni, að hafa alltaf til taks gjaldeyri til vonar og vara. Bankafólk kemur af fjöllum „Ekkert í líkingu við þetta hefur komið upp. Ég hef aldrei heyrt af öðru eins,“ segir Björn. Hann útskýrir að allt reiðufé í erlendum gjaldeyri sem þeir svo láti viðskiptavini sína fá komi frá erlendum þjónustuaðilum, einkum dönskum bönkum. „Þetta kemur að utan og er þar skimað margsinnis fyrir svona löguðu – fölsunum. Og líka hjá okkur. Þannig að þetta geta ekki verið mannleg mistök,“ segir Björn. Hann segir að fólk geti rétt ímyndað sér hvort fólk í bankanum hafi ekki rekið upp stór augu – komið af fjöllum; þegar það sá þessa frásögn. Björn Berg segir að niðurstaða bankans sé, eftir athugun, sú að það sé afar ólíklegt, nánast útilokað, að maðurinn hafi fengið gerviseðilinn frá Íslandsbanka. Og það sem meira er, það er vonlaust að sannreyna það. Rætt var við Pétur í Bítinu um þetta dularfulla mál og finna má það viðtal í spilaranum hér neðar.
Íslendingar erlendis Íslenskir bankar Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira