Sitjandi formaður misnoti sjóði félaga í persónulegum hefndarleiðangri Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2022 19:06 Viðar Þorsteinsson er fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar. vísir/vilhelm Fyrrverandi framkvæmdarstjóri Eflingar sakar sitjandi formann félagsins um að misnota sjóði félaga Eflingar persónulegum hefndarleiðangri gegn sér og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Eflingar, fer ófögrum orðum um Agnieszku Ewu Ziólkowsku, sitjandi formann félagsins, í færslu sem hann birti í kvöld á Facebook. Tilefnið er lögfræðileg úttekt sem stjórn Eflingar lét framkvæma á viðskiptum félagsins við Sigur ehf. sem hannaði vefsíðu félagsins. Stjórn Eflingar birti ályktun um úttektina á vef sínum í dag. Þar segir að niðurstöður skýrslunnar séu að ákvarðanir um samningssamband félagsins við Sigur vefstofu ehf., umfang þess og kostnað hafi ekki verið bornar undir stjórn félagsins með réttum hætti. Með því hafi fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins farið gegn starfsskyldum sínum og heimildum með alvarlegum hætti. Viðar segir ályktunina vera mátulega óljósa til að gera hann og störf hans tortryggileg. Þá segist hann hvorki hafa fengið skýrsluna afhenta né hafi hann fengið að sjá hana. „Er þetta gert til að tryggja að ég geti engum eðlilegum vörnum haldið uppi fyrir mitt mannorð og starfsheiður,“ segir Viðar. Neitar sök og segir skýrsluna rógburð Viðar segist hafa vitað fyrir fram hvernig atburðarásin í tengslum við úttektina yrði enda hafi Agnieszka og félagar hennar beitt álíka aðferðum áður. „Ég neita því alfarið að hafa á nokkurn hátt „farið gegn starfsskyldum mínum og heimildum“ í starfi mínu sem framkvæmdastjóri Eflingar. Þessar yfirlýsingar stjórnar Eflingar og lögmannsins Odds Ástráðssonar um mín störf eru ekkert nema innihaldslaus og ómarktækur rógburður,“ segir Viðar. Hann segist stoltur störfum sínum fyrir Eflingu og segir byltingu hafa verið gerða í sýnileika og þjónustu Eflingar í hans tíð sem framkvæmdastjóri félagsins, með nýjum vef, Mínum síðum, fjölbreyttu myndbandsefni, glæsilegum auglýsingum, gróskumikilli útgáfu og svo framvegis. „Hin raunverulega misnotkun valdheimilda sem hefur átt sér stað hjá Eflingu er ákvörðun fráfarandi formanns Eflingar að misnota sjóði félagsmanna í persónulegum hefndarleiðangri sínum gegn mér og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, sem framdi þann glæp að hafa betur lýðræðislegum kosningum í félaginu. Skömm stjórnar Eflingar að hafa stutt fráfarandi formann í þessari vegferð er mikil,“ segir Viðar að lokum. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Viðar telur Odd lögmann Agnieszku hafa brotið siðareglur Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, sakar Odd Ástráðsson lögmann um að hafa gengið á svig við siðareglur lögmanna. Oddur hefur haft með höndum lögfræðilega úttekt á starfi kynningardeildar Eflingar meðan Viðar var þar framkvæmdastjóri. 1. apríl 2022 11:12 Vill að Efling greiði lögmannskostnað vegna úttektar stéttarfélagsins Stjórn Eflingar hyggst láta gera aðra úttekt á störfum Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra stéttarfélagsins. Úttektin varðar greiðslur til vefhönnunarstofuna Sigurs en Viðar segir fráfarandi formann Eflingar reyna að gera störf hans tortryggileg. Hann óskar eftir því að fá að sitja við sama borð og fráfarandi formaður og spyr hvort stéttarfélagið geti séð sóma sinn í því að greiða honum lögmannskostnað. 31. mars 2022 18:39 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Eflingar, fer ófögrum orðum um Agnieszku Ewu Ziólkowsku, sitjandi formann félagsins, í færslu sem hann birti í kvöld á Facebook. Tilefnið er lögfræðileg úttekt sem stjórn Eflingar lét framkvæma á viðskiptum félagsins við Sigur ehf. sem hannaði vefsíðu félagsins. Stjórn Eflingar birti ályktun um úttektina á vef sínum í dag. Þar segir að niðurstöður skýrslunnar séu að ákvarðanir um samningssamband félagsins við Sigur vefstofu ehf., umfang þess og kostnað hafi ekki verið bornar undir stjórn félagsins með réttum hætti. Með því hafi fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins farið gegn starfsskyldum sínum og heimildum með alvarlegum hætti. Viðar segir ályktunina vera mátulega óljósa til að gera hann og störf hans tortryggileg. Þá segist hann hvorki hafa fengið skýrsluna afhenta né hafi hann fengið að sjá hana. „Er þetta gert til að tryggja að ég geti engum eðlilegum vörnum haldið uppi fyrir mitt mannorð og starfsheiður,“ segir Viðar. Neitar sök og segir skýrsluna rógburð Viðar segist hafa vitað fyrir fram hvernig atburðarásin í tengslum við úttektina yrði enda hafi Agnieszka og félagar hennar beitt álíka aðferðum áður. „Ég neita því alfarið að hafa á nokkurn hátt „farið gegn starfsskyldum mínum og heimildum“ í starfi mínu sem framkvæmdastjóri Eflingar. Þessar yfirlýsingar stjórnar Eflingar og lögmannsins Odds Ástráðssonar um mín störf eru ekkert nema innihaldslaus og ómarktækur rógburður,“ segir Viðar. Hann segist stoltur störfum sínum fyrir Eflingu og segir byltingu hafa verið gerða í sýnileika og þjónustu Eflingar í hans tíð sem framkvæmdastjóri félagsins, með nýjum vef, Mínum síðum, fjölbreyttu myndbandsefni, glæsilegum auglýsingum, gróskumikilli útgáfu og svo framvegis. „Hin raunverulega misnotkun valdheimilda sem hefur átt sér stað hjá Eflingu er ákvörðun fráfarandi formanns Eflingar að misnota sjóði félagsmanna í persónulegum hefndarleiðangri sínum gegn mér og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, sem framdi þann glæp að hafa betur lýðræðislegum kosningum í félaginu. Skömm stjórnar Eflingar að hafa stutt fráfarandi formann í þessari vegferð er mikil,“ segir Viðar að lokum.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Viðar telur Odd lögmann Agnieszku hafa brotið siðareglur Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, sakar Odd Ástráðsson lögmann um að hafa gengið á svig við siðareglur lögmanna. Oddur hefur haft með höndum lögfræðilega úttekt á starfi kynningardeildar Eflingar meðan Viðar var þar framkvæmdastjóri. 1. apríl 2022 11:12 Vill að Efling greiði lögmannskostnað vegna úttektar stéttarfélagsins Stjórn Eflingar hyggst láta gera aðra úttekt á störfum Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra stéttarfélagsins. Úttektin varðar greiðslur til vefhönnunarstofuna Sigurs en Viðar segir fráfarandi formann Eflingar reyna að gera störf hans tortryggileg. Hann óskar eftir því að fá að sitja við sama borð og fráfarandi formaður og spyr hvort stéttarfélagið geti séð sóma sinn í því að greiða honum lögmannskostnað. 31. mars 2022 18:39 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Viðar telur Odd lögmann Agnieszku hafa brotið siðareglur Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, sakar Odd Ástráðsson lögmann um að hafa gengið á svig við siðareglur lögmanna. Oddur hefur haft með höndum lögfræðilega úttekt á starfi kynningardeildar Eflingar meðan Viðar var þar framkvæmdastjóri. 1. apríl 2022 11:12
Vill að Efling greiði lögmannskostnað vegna úttektar stéttarfélagsins Stjórn Eflingar hyggst láta gera aðra úttekt á störfum Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra stéttarfélagsins. Úttektin varðar greiðslur til vefhönnunarstofuna Sigurs en Viðar segir fráfarandi formann Eflingar reyna að gera störf hans tortryggileg. Hann óskar eftir því að fá að sitja við sama borð og fráfarandi formaður og spyr hvort stéttarfélagið geti séð sóma sinn í því að greiða honum lögmannskostnað. 31. mars 2022 18:39
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent