Fótbolti

Íslenskar mínútur í dönsku og sænsku deildunum

Atli Arason skrifar
Amanda Andradóttir.jpeg

Kristín Dís, Amanda Andra og Hlín Eiríks fengu allar einhverjar mínútur í jafnteflum sinna liða í dönsku og sænsku deildunum í knattspyrnu.

Hlín Eiríksdóttir var í byrjunarliði Pitea og spilaði í 62 mínútur í 2-2 jafntefli við Kristianstads. Amanda Andradóttir kom inn af varamannabekk í hálfleik. Elísabet Gunnarsdóttir er knattspyrnustjóri Kristianstads. Bæði lið eru í efstu tveimur sætum sænsku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig eftir tvo leiki en Kristianstad er með betri markatölu upp á eitt mark.

Kristín Dís Árnadottir, spilaði allar 90 mínúturnar í markalausu jafntefli Bröndby við Kolding í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eftir leikinn er Bröndby í þriðja sæti í efri hluta dönsku deildarinnar eftir tvískiptingu deildarinnar. Bröndby er með 26 stig eftir tvo leiki, 18 stigum á eftir toppliði Koge. Kolding er í fimmta sæti með 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×