Framhaldsskólaleikarnir: Sjáðu Tækniskólann tryggja sér titilinn annað árið í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. apríl 2022 23:00 Ousic tryggir Tækniskólanum sigurinn þegar hann kemur liðinu í 3-1 í oddaleik í Rocket League. Stöð 2 eSport Tækniskólinn tryggði sér sigur á Framhaldsskólaleikum Rafíþróttasamtaka Íslands með sigri gegn FVA í úrslitaviðureigninni síðastliðinn fimmtudag. Þetta er annað árið sem Framhaldsskólaleikarnir eru haldnir og í bæði skiptin hefur Tækniskólinn tekið titilinn með sér heim. Skólarnir hófu leik í CS:GO og þar var það Tækniskólinn sem hafði betur. Því næst var keppt í FIFA, en þar voru það liðsmenn FVA sem báru sigur úr býtum og því var ljóst að úrslitin myndur ráðast í Rocket League. Í Rocket League þarf að vinna tvo af þrem leikjum til að sigra viðureignina. Tækniskólinn vann fyrsta leikinn, en FVA hafði betur í öðrum leiknum og því réðust úrslitin í oddaleik. Það voru að lokum liðsmenn tækniskólans sem tryggðu sér sigur á Framhaldsskólaleikunum. Liðið vann 3-2 sigur í lokaleiknum þar sem Ousic skoraði sigurmark Tækniskólans þegar aðeins 40 sekúndur voru eftir, en Bergur lagaði stöðuna fyrir FVA 15 sekúndum síðar. Kristján Einar Kristjánsson lýsti viðureigninni og hann var vægast sagt spenntur á lokasekúndunum. Seinustu andartök viðureignarinnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: FRÍS: Tækniskólinn tryggir sér titilinn Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti
Þetta er annað árið sem Framhaldsskólaleikarnir eru haldnir og í bæði skiptin hefur Tækniskólinn tekið titilinn með sér heim. Skólarnir hófu leik í CS:GO og þar var það Tækniskólinn sem hafði betur. Því næst var keppt í FIFA, en þar voru það liðsmenn FVA sem báru sigur úr býtum og því var ljóst að úrslitin myndur ráðast í Rocket League. Í Rocket League þarf að vinna tvo af þrem leikjum til að sigra viðureignina. Tækniskólinn vann fyrsta leikinn, en FVA hafði betur í öðrum leiknum og því réðust úrslitin í oddaleik. Það voru að lokum liðsmenn tækniskólans sem tryggðu sér sigur á Framhaldsskólaleikunum. Liðið vann 3-2 sigur í lokaleiknum þar sem Ousic skoraði sigurmark Tækniskólans þegar aðeins 40 sekúndur voru eftir, en Bergur lagaði stöðuna fyrir FVA 15 sekúndum síðar. Kristján Einar Kristjánsson lýsti viðureigninni og hann var vægast sagt spenntur á lokasekúndunum. Seinustu andartök viðureignarinnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: FRÍS: Tækniskólinn tryggir sér titilinn
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti