Fyrrverandi stjóri Man Utd er með krabbamein Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 07:00 Louis Van Gaal ræðir við fjölmiðla eftir síðasta landsleik Hollendinga á móti Þjóðverjum. Þá vissi enginn þar að hann væri veikur. EPA-EFE/Koen van Weel Louis van Gaal, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United og núverandi landsliðsþjálfari Hollendinga, greindi frá því í gær að hann er með krabbamein. Van Gaal sagði frá því í sjónvarpsviðtali í Hollandi í gær að hann sé í meðferð vegna blöðruhálskrabbameins. Van Gaal er sjötugur en hann ákvað að segja ekki leikmönnum sínum frá veikindum sínum í landsliðsglugganum sem lauk í síðustu viku. Louis van Gaal reveals he has been receiving prostate cancer treatment https://t.co/fv1tebN6g4— Guardian news (@guardiannews) April 3, 2022 „Ég sagði ekki leikmönnum mínum frá þessu af því að ég vildi ekki láta þetta trufla þá,“ sagði Louis van Gaal sem er að undirbúa hollenska landsliðið fyrir HM í Katar í nóvember. Van Gaal er landsliðsþjálfari Hollendinga í þriðja skiptið en undir hans stjórn náði liðið meðal annars þriðja sætinu á HM 2014. Everybody at Manchester United is fully behind our former manager, Louis van Gaal, in his battle against cancer.Sending you strength and courage, Louis pic.twitter.com/axcB7mV5To— Manchester United (@ManUtd) April 3, 2022 Hann segist hafa laumast á sjúkrahúsið í nóttinni í landsliðsglugganum til að koma í veg fyrir að leikmenn hans fréttu af veikindunum. „Ég hef gengið í gegnum ýmis veikindi á minni ævi meðal annars hjá eiginkonu minni. Það er bara hluti af lífinu,“ sagði Van Gaal. Van Gaal var í tvö ár með lið Manchester United og gerði liðið að enskum bikarmeisturum árið 2016. Hann fékk þó ekki að halda áfram með liðið því United skipti honum út fyrir Jose Mourinho eftir það tímabil. Van Gaal á að stýra Hollendingum á HM í Katar þar sem liðið lenti í riðli með Senegal, Ekvador og heimamönnum. Hann hefur gagnrýnt það harðlega að keppnin fari fram í Katar. HM 2022 í Katar Enski boltinn Holland Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Van Gaal sagði frá því í sjónvarpsviðtali í Hollandi í gær að hann sé í meðferð vegna blöðruhálskrabbameins. Van Gaal er sjötugur en hann ákvað að segja ekki leikmönnum sínum frá veikindum sínum í landsliðsglugganum sem lauk í síðustu viku. Louis van Gaal reveals he has been receiving prostate cancer treatment https://t.co/fv1tebN6g4— Guardian news (@guardiannews) April 3, 2022 „Ég sagði ekki leikmönnum mínum frá þessu af því að ég vildi ekki láta þetta trufla þá,“ sagði Louis van Gaal sem er að undirbúa hollenska landsliðið fyrir HM í Katar í nóvember. Van Gaal er landsliðsþjálfari Hollendinga í þriðja skiptið en undir hans stjórn náði liðið meðal annars þriðja sætinu á HM 2014. Everybody at Manchester United is fully behind our former manager, Louis van Gaal, in his battle against cancer.Sending you strength and courage, Louis pic.twitter.com/axcB7mV5To— Manchester United (@ManUtd) April 3, 2022 Hann segist hafa laumast á sjúkrahúsið í nóttinni í landsliðsglugganum til að koma í veg fyrir að leikmenn hans fréttu af veikindunum. „Ég hef gengið í gegnum ýmis veikindi á minni ævi meðal annars hjá eiginkonu minni. Það er bara hluti af lífinu,“ sagði Van Gaal. Van Gaal var í tvö ár með lið Manchester United og gerði liðið að enskum bikarmeisturum árið 2016. Hann fékk þó ekki að halda áfram með liðið því United skipti honum út fyrir Jose Mourinho eftir það tímabil. Van Gaal á að stýra Hollendingum á HM í Katar þar sem liðið lenti í riðli með Senegal, Ekvador og heimamönnum. Hann hefur gagnrýnt það harðlega að keppnin fari fram í Katar.
HM 2022 í Katar Enski boltinn Holland Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn