Vaktin: Gervihnattamyndir sýna lík á götum Bucha þann 11. mars Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 4. apríl 2022 19:30 Mörg lík borgara í Bucha voru með hendur bundnar. AP/Efrem Lukatsky Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa gerst seka um stríðsglæpi í Bucha og víðar þar sem fólk hafi verið pyntað, konum nauðgað og börn myrt. Hann segist enn opinn fyrir friðaviðræðum en að það reynist þeim sífellt erfiðara að semja við Rússa. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Gervihnattarmyndir af bænum Bucha, norður af Kænugarði, sýna að lík almennra borgara lágu á götum bæjarins áður en hersveitir Rússa fóru þaðan. Ráðamenn í Úkraínu segja Rússa vera að undirbúa stóra sókn gegn hersveitum Úkraínu í austurhluta landsins. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands segir myndir og myndskeið af hryllingnum í Bucha hafa verið „pöntuð“ af Bandaríkjunum til að kenna Rússum um og skaða orðspor Rússlands. Úkraínsk yfirvöld segjast hafa fundið 410 lík í bæjum umhverfis Kænugarð og að 140 þeirra hafi verið rannsökuð í gær. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir morðin í Bucha eins og „hnefahögg í magann“ og hefur heitið stuðningi við þá sem safna gögnum um mögulega stríðsglæpi. Þá hefur Evrópusambandið skipað teymi með Úkraínu til að rannsaka málið. Árásir innrásarhersveitanna halda áfram og sjö létust og 34 særðust þegar sprengjur féllu á íbúðabyggð í Kharkív í gær. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa haldið áfram að beina herafla sínum og endurskipuleggja í Donbas og að helsta markmið þeirra núna sé að fella Maríupól. Hermálayfirvöld í Úkraínu segja Rússa leggja drög að því að senda 60 þúsund hermenn til viðbótar til landsins. Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskalands, segir Evrópusambandið hljóta að velta fyrir sér að banna gasinnflutning frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Gervihnattarmyndir af bænum Bucha, norður af Kænugarði, sýna að lík almennra borgara lágu á götum bæjarins áður en hersveitir Rússa fóru þaðan. Ráðamenn í Úkraínu segja Rússa vera að undirbúa stóra sókn gegn hersveitum Úkraínu í austurhluta landsins. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands segir myndir og myndskeið af hryllingnum í Bucha hafa verið „pöntuð“ af Bandaríkjunum til að kenna Rússum um og skaða orðspor Rússlands. Úkraínsk yfirvöld segjast hafa fundið 410 lík í bæjum umhverfis Kænugarð og að 140 þeirra hafi verið rannsökuð í gær. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir morðin í Bucha eins og „hnefahögg í magann“ og hefur heitið stuðningi við þá sem safna gögnum um mögulega stríðsglæpi. Þá hefur Evrópusambandið skipað teymi með Úkraínu til að rannsaka málið. Árásir innrásarhersveitanna halda áfram og sjö létust og 34 særðust þegar sprengjur féllu á íbúðabyggð í Kharkív í gær. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa haldið áfram að beina herafla sínum og endurskipuleggja í Donbas og að helsta markmið þeirra núna sé að fella Maríupól. Hermálayfirvöld í Úkraínu segja Rússa leggja drög að því að senda 60 þúsund hermenn til viðbótar til landsins. Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskalands, segir Evrópusambandið hljóta að velta fyrir sér að banna gasinnflutning frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira