Fær 21 milljón frá Sjóvá eftir bílslys Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2022 21:01 Konan fær 21 milljón króna í bætur frá Sjóvá. Vísir/Vilhelm Sjóvá hefur verið dæmt að greiða konu, sem lenti í árekstri árið 2017, 21 milljón króna í bætur. Konan varð fyrir töluverðu líkamstjóni, varanlegur miski hennar metinn 20 stig og varanleg örorka hennar 15 prósent. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var upp kveðinn 31. mars, að konan hafi í júní 2020 krafist þess að Sjóvá greiddi henni tilteknar skaðabætur í samræmi við niðurstöður matsmanna. Meðal þess sem hún krafðist var að uppgjör sakaðbóta fyrir varanlega örorku tækju mið af meðallaunum félagsmanna í ákveðinni starfsgrein, sem ekki er nánar tiltekin, sem lokið hefðu grunnnámi. Konan hafði verið í námi árin 2014 og 2015 og taldi hún því ekki að hægt væri að meta árslaun hennar út frá síðustu þremur árum fyrir slysið. Sjóvá sendi lögmanni konunnar tillögu að uppgjöri í júlí 2020 þar sem fallist var á kröfu um árslaunaviðmið að öðru leyti en því að það var lækkað um 10% þar sem konan hafði aðeins haft 90% vinnugetu fyrir slysið. Ástæða þess var sú að konan hafði lent í öðru umferðarslysi árið 2009 og var varanlegur miski vegna þess metinn 10 stig og varanleg örorka 10%. Konan taldi það ekki eiga stoð eða heimild í skaðabótalögum og benti á að langur tími hafi liðið milli slysanna tveggja. Hún hafi í millitíðinni lokið stúdentsprófi og BS gráðu og unnið ýmis störf. Ekkert benti til að umferðarslysið 2009 kæmi til með að hafa áhrif á að tekjur hennar yrðu 10% lægri eins og Sjóvá vildi meina. Vann með námi og var í fullu starfi þrátt fyrir örorku Þá benti hún á að í matsgerð matsmanna frá júní 2020 er sérstaklega tekið tillit til afleiðinga fyrra slyssins við mat á varanlegri örorku hennar af völdum slyssins 2017. Þar komi fram að slysið árið 2017 hefði ekki komið til hefði konan nýtt vinnugetu sína til starfa á vinnumarkaði en horft sé til þþess að hún hafi skerta vinnugetu sem nemi meintum afleiðingum fyrra slyssins. Matsmenn hafi þar með haft hliðsjón af skertri starfsgetu hennar þegar þeir lögðu mat á varanlega örorku hennar af völdum umferðarslyssins 2017. Afleiðingar fyrra slyssins hafi því ekki haft áhrif á umfang metinnar varanlegrar örorku og ákvörðun árslauna við mat á uppgjöri skaðabóta vegna seinna slyssins. Tekið er fram í niðurstöðu dómsins að á milli fyrra og seinna slyssins hafi konan lokið stúdenstprófi og BS-gráðu og hafi hún unnið samhliða námi og í fullu starfi á tíabilinu. Að mati dómsins sé ósannað að afleiðingar slyssins árið 2009 hafi hamlað vinnufærni hennar þegar slysið varð árið 2017 svo að draga beri frá launaviðmiði 10% vegna áður metinnar örorku. Dómurinn féllst því á það að rétt sé að viðmiðunarlaun til útreiknings skaðabótum í málinu verðu óskert meðallaun félagsmanna í starfsgrein hennar árið 2017 sem lokið hefðu grunnnámi. Þá hafnar dómurinn því að konan hafi ekki sýnt fram á að þau viðmiðunarlaun séu réttari mælikvarði á líklegar framtíðartekjur stefnanda en það viðmið sem Sjóvá vildi notast við. Dómsmál Tryggingar Samgönguslys Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var upp kveðinn 31. mars, að konan hafi í júní 2020 krafist þess að Sjóvá greiddi henni tilteknar skaðabætur í samræmi við niðurstöður matsmanna. Meðal þess sem hún krafðist var að uppgjör sakaðbóta fyrir varanlega örorku tækju mið af meðallaunum félagsmanna í ákveðinni starfsgrein, sem ekki er nánar tiltekin, sem lokið hefðu grunnnámi. Konan hafði verið í námi árin 2014 og 2015 og taldi hún því ekki að hægt væri að meta árslaun hennar út frá síðustu þremur árum fyrir slysið. Sjóvá sendi lögmanni konunnar tillögu að uppgjöri í júlí 2020 þar sem fallist var á kröfu um árslaunaviðmið að öðru leyti en því að það var lækkað um 10% þar sem konan hafði aðeins haft 90% vinnugetu fyrir slysið. Ástæða þess var sú að konan hafði lent í öðru umferðarslysi árið 2009 og var varanlegur miski vegna þess metinn 10 stig og varanleg örorka 10%. Konan taldi það ekki eiga stoð eða heimild í skaðabótalögum og benti á að langur tími hafi liðið milli slysanna tveggja. Hún hafi í millitíðinni lokið stúdentsprófi og BS gráðu og unnið ýmis störf. Ekkert benti til að umferðarslysið 2009 kæmi til með að hafa áhrif á að tekjur hennar yrðu 10% lægri eins og Sjóvá vildi meina. Vann með námi og var í fullu starfi þrátt fyrir örorku Þá benti hún á að í matsgerð matsmanna frá júní 2020 er sérstaklega tekið tillit til afleiðinga fyrra slyssins við mat á varanlegri örorku hennar af völdum slyssins 2017. Þar komi fram að slysið árið 2017 hefði ekki komið til hefði konan nýtt vinnugetu sína til starfa á vinnumarkaði en horft sé til þþess að hún hafi skerta vinnugetu sem nemi meintum afleiðingum fyrra slyssins. Matsmenn hafi þar með haft hliðsjón af skertri starfsgetu hennar þegar þeir lögðu mat á varanlega örorku hennar af völdum umferðarslyssins 2017. Afleiðingar fyrra slyssins hafi því ekki haft áhrif á umfang metinnar varanlegrar örorku og ákvörðun árslauna við mat á uppgjöri skaðabóta vegna seinna slyssins. Tekið er fram í niðurstöðu dómsins að á milli fyrra og seinna slyssins hafi konan lokið stúdenstprófi og BS-gráðu og hafi hún unnið samhliða námi og í fullu starfi á tíabilinu. Að mati dómsins sé ósannað að afleiðingar slyssins árið 2009 hafi hamlað vinnufærni hennar þegar slysið varð árið 2017 svo að draga beri frá launaviðmiði 10% vegna áður metinnar örorku. Dómurinn féllst því á það að rétt sé að viðmiðunarlaun til útreiknings skaðabótum í málinu verðu óskert meðallaun félagsmanna í starfsgrein hennar árið 2017 sem lokið hefðu grunnnámi. Þá hafnar dómurinn því að konan hafi ekki sýnt fram á að þau viðmiðunarlaun séu réttari mælikvarði á líklegar framtíðartekjur stefnanda en það viðmið sem Sjóvá vildi notast við.
Dómsmál Tryggingar Samgönguslys Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira