Körfubolti

„Fyrsti ný­liðinn síðan Michael Jordan til að klukka þessi box“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Er Cade Cunningham nýliði ársins?
Er Cade Cunningham nýliði ársins? Nic Antaya/Getty Images

„Cade Cunningham í marsmánuði: 23 stig, sex fráköst og sjö stoðsendingar. Fyrsti nýliðinn síðan Michael Jordan til að klukka þessi box,“ segir Kjartan Atli Kjartansson í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þátturinn hefst klukkan 20.30 á Stöð 2 Sport 2.

Það er ekki mikið jákvætt í gangi hjá NBA-liði Detroit Pistons en Cade Cunningham gefur íbúum Detroit von um að bjartir tímar gætu verið framundan.

„Hann er búinn að vera mjög góður, eiginlega bara frábær,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson áður en Kjartan Atli spurði hvort Cunningham væri nýliði ársins. Hörður Unnsteinsson var ekki á því þó Cunningham hafi verið góður. Evan Mobley, leikmaður Cleveland Cavaliers fékk atkvæði Harðar.

„Mobley er búinn að vera betri í betra liði. Mikilvægara hlutverki í betra liði.“

Kjartan Atli gat ekki verið meira ósammála.

„Fyrir mér er hægt að útiloka Evan Mobley úr „nýliði ársins“ umræðunni. Ef þú horfir á hráar einstaklingstölur er Cade Cunningham betri. Ef þú horfir á lið þá er Scottie Barnes (leikmaður Toronto Raptors) betri.“

Hér að neðan má sjá rökræður þeirra félaga en svo er hægt að horfa á þáttinn frá upphafi til enda á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.30 í kvöld.

Klippa: Lögmál leiksins: Umræða um nýliða ársins

Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×