Á heimleið eftir súrrealískt gærkvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. apríl 2022 20:46 Dísella gaf sér tíma til að ræða þennan merka áfanga á ferðalaginu heim í dag. Skjáskot Endalaust þakklæti er eftst í huga sópransöngkonunnar Dísellu Lárusdóttur, sem vann Grammy-verðlaun í gærkvöldi. Hún er fimmti Íslendingurinn til að vinna til verðlaunanna. Dísella var þakklætið uppmálað þegar hún tók við verðlaunum á Grammy-sviðinu í Las Vegas í gærkvöldi ásamt samsöngvurum sínum Zachary James og Anthony Costanzo. Hún lauk þakkarræðunni með orðunum „Bragi, ég elska þig!“, kveðju til eiginmannsins Braga Jónssonar, sem fylgdi henni á hátíðina. Þau hjónin eru nú á leið heim eftir viðburðarríka daga í Las Vegas en Dísella fann stund milli stríða á ferðalaginu nú síðdegis til að ræða þennan merka árangur. „Sko þessi verðlaun eru náttúrulega bara ótrúleg. Ég eiginlega átta mig ekki á þessu enn þá. Það var súrrealískt að hljóta þau, ég held ég þurfi bara aðeins að komast heim og fatta þetta aðeins,“ segir Dísella. Dísella og félagar voru verðlaunuð yrir bestu óperuupptöku ársins, óperu eftir Philip Glass um líf og valdatíð egypska faraósins Akhnaten, sem sett var upp í Metrópólitan óperunni í New York og hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda. Verkið er Dísellu kært, hún fer þar með hlutverk Tye drottningar, og hún kveðst orðlaus yfir viðurkenningunni nú. „Þetta er ótrúlega þýðingarmikið, svakalegur heiður og efst í huga er endalaust þakklæti. Ég er eiginlega orðlaus bara,“ segir Dísella. Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Chernobyl árið 2020 og fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókernum árið 2021. Steinar Höskuldsson, betur þekktur sem Husky Höskulds, vann Grammy fyrir upptökustjórn á fyrstu plötu söngkonunnar Noruh Jones, Don´t Know Why, árið 2003. Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikari var einn meðlima Pacifica-kvartettsins sem fékk Grammy fyrir besta flutning kammertónlistar á plötu. Kristinn Sigmundsson fyrir einsöng í The Ghost of Versaille eftir Corigliano. Grammy-verðlaunin Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sætir og súrir sigrar á Grammy verðlaununum Grammy verðlaunin fóru fram í gær og ungstirnið Olivia Rodrigo, Jon Batiste og R&B tvíeykið Silk Sonic voru sigursælust í stóru flokkunum. Aðstandendur hátíðarinnar vildu þetta árið að hátíðin myndi frekar líkjast stórtónleikum heldur en verðlaunahátíð. 4. apríl 2022 12:23 Dísella vann Grammy-verðlaun fyrir bestu upptöku Óperan Akhnaten eftir Phillip Glass vann rétt í þessu Grammy-verðlaun fyrir bestu óperuupptöku ársins. Söngkonan Dísella Lárusdóttir söng einsöng í verkinu og hlýtur því verðlaunin. 4. apríl 2022 00:15 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Dísella var þakklætið uppmálað þegar hún tók við verðlaunum á Grammy-sviðinu í Las Vegas í gærkvöldi ásamt samsöngvurum sínum Zachary James og Anthony Costanzo. Hún lauk þakkarræðunni með orðunum „Bragi, ég elska þig!“, kveðju til eiginmannsins Braga Jónssonar, sem fylgdi henni á hátíðina. Þau hjónin eru nú á leið heim eftir viðburðarríka daga í Las Vegas en Dísella fann stund milli stríða á ferðalaginu nú síðdegis til að ræða þennan merka árangur. „Sko þessi verðlaun eru náttúrulega bara ótrúleg. Ég eiginlega átta mig ekki á þessu enn þá. Það var súrrealískt að hljóta þau, ég held ég þurfi bara aðeins að komast heim og fatta þetta aðeins,“ segir Dísella. Dísella og félagar voru verðlaunuð yrir bestu óperuupptöku ársins, óperu eftir Philip Glass um líf og valdatíð egypska faraósins Akhnaten, sem sett var upp í Metrópólitan óperunni í New York og hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda. Verkið er Dísellu kært, hún fer þar með hlutverk Tye drottningar, og hún kveðst orðlaus yfir viðurkenningunni nú. „Þetta er ótrúlega þýðingarmikið, svakalegur heiður og efst í huga er endalaust þakklæti. Ég er eiginlega orðlaus bara,“ segir Dísella. Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Chernobyl árið 2020 og fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókernum árið 2021. Steinar Höskuldsson, betur þekktur sem Husky Höskulds, vann Grammy fyrir upptökustjórn á fyrstu plötu söngkonunnar Noruh Jones, Don´t Know Why, árið 2003. Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikari var einn meðlima Pacifica-kvartettsins sem fékk Grammy fyrir besta flutning kammertónlistar á plötu. Kristinn Sigmundsson fyrir einsöng í The Ghost of Versaille eftir Corigliano.
Grammy-verðlaunin Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sætir og súrir sigrar á Grammy verðlaununum Grammy verðlaunin fóru fram í gær og ungstirnið Olivia Rodrigo, Jon Batiste og R&B tvíeykið Silk Sonic voru sigursælust í stóru flokkunum. Aðstandendur hátíðarinnar vildu þetta árið að hátíðin myndi frekar líkjast stórtónleikum heldur en verðlaunahátíð. 4. apríl 2022 12:23 Dísella vann Grammy-verðlaun fyrir bestu upptöku Óperan Akhnaten eftir Phillip Glass vann rétt í þessu Grammy-verðlaun fyrir bestu óperuupptöku ársins. Söngkonan Dísella Lárusdóttir söng einsöng í verkinu og hlýtur því verðlaunin. 4. apríl 2022 00:15 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Sætir og súrir sigrar á Grammy verðlaununum Grammy verðlaunin fóru fram í gær og ungstirnið Olivia Rodrigo, Jon Batiste og R&B tvíeykið Silk Sonic voru sigursælust í stóru flokkunum. Aðstandendur hátíðarinnar vildu þetta árið að hátíðin myndi frekar líkjast stórtónleikum heldur en verðlaunahátíð. 4. apríl 2022 12:23
Dísella vann Grammy-verðlaun fyrir bestu upptöku Óperan Akhnaten eftir Phillip Glass vann rétt í þessu Grammy-verðlaun fyrir bestu óperuupptöku ársins. Söngkonan Dísella Lárusdóttir söng einsöng í verkinu og hlýtur því verðlaunin. 4. apríl 2022 00:15