Líklega dýrasta klipping Íslandssögunnar Bjarki Sigurðsson skrifar 5. apríl 2022 13:22 Bobby Ågren klippir Bjarna Hedtoft í þættinum Geggjaðar græjur. Klippingin er ein sú dýrasta í Íslandssögunni. Stöð 2 Í dag hafa flestir heyrt um rafmyntir, þá sérstaklega Bitcoin sem er sú vinsælasta í þeim flokki. Árið 2014 var almenningur ekki með mikla vitneskju um þetta framandi tæknifyrirbæri. Bræðurnir Davíð og Bjarni Hedtoft Reynissynir sáu um að kynna fólk fyrir tækninýjungum í þáttunum Geggjaðar græjur sem sýndir voru á Stöð 2 árið 2014. Í einum þáttanna var umræðuefnið einmitt rafmyntir. Þeir bræður ræddu meðal annars við Gylfa Magnússon, hagfræðing og fyrrum viðskiptaráðherra, um möguleikann á því að rafmyntir gætu steypt lögeyri þjóða af stalli. Gylfi taldi að það yrði erfitt fyrir gjaldmiðila á borð við Bitcoin sem hafa óþekkta aðila á bak við sig, að ná flugi. Traustið væri ekki til staðar. Dönsk hárgreiðslustofa tók við Bitcoin Á þessum tíma tók engin verslun á Íslandi á móti Bitcoin sem greiðslu en þeir bræður fundu hárgreiðslustofu í Danmörku sem gerði það. Rakarinn Bobby Ågren, sem rekur stofuna Ruben og Bobby, var á þessum tíma ósáttur með græðgi bankanna og ákvað að treysta á þennan óþekkta gjaldmiðil. Bobby er forfallinn tækniáhugamaður, þá hefur hann sérstaklega gaman af gamaldags tölvuleikjum. Í dag er ekki lengur hægt að greiða með Bitcoin á stofunni en hægt er að greiða með gömlum tölvuleikjum og leikjatölvum. Rándýr klipping Árið 2014 kostaði herraklipping hjá Ruben og Bobby 0,071 Bitcoin sem þá samsvaraði 5.822 króna. Virði Bitcoin hefur þó aukist gífurlega seinustu ár og er verðið á einni Bitcoin í dag rúmlega sex milljónir króna. Í dag er þá 0,071 Bitcoin virði rúmlega 427 þúsund króna og má fastlega gera ráð fyrir því að þeir bræður hafi borgað fyrir dýrustu klippingu Íslandssögunnar. Rafmyntir Tækni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Bræðurnir Davíð og Bjarni Hedtoft Reynissynir sáu um að kynna fólk fyrir tækninýjungum í þáttunum Geggjaðar græjur sem sýndir voru á Stöð 2 árið 2014. Í einum þáttanna var umræðuefnið einmitt rafmyntir. Þeir bræður ræddu meðal annars við Gylfa Magnússon, hagfræðing og fyrrum viðskiptaráðherra, um möguleikann á því að rafmyntir gætu steypt lögeyri þjóða af stalli. Gylfi taldi að það yrði erfitt fyrir gjaldmiðila á borð við Bitcoin sem hafa óþekkta aðila á bak við sig, að ná flugi. Traustið væri ekki til staðar. Dönsk hárgreiðslustofa tók við Bitcoin Á þessum tíma tók engin verslun á Íslandi á móti Bitcoin sem greiðslu en þeir bræður fundu hárgreiðslustofu í Danmörku sem gerði það. Rakarinn Bobby Ågren, sem rekur stofuna Ruben og Bobby, var á þessum tíma ósáttur með græðgi bankanna og ákvað að treysta á þennan óþekkta gjaldmiðil. Bobby er forfallinn tækniáhugamaður, þá hefur hann sérstaklega gaman af gamaldags tölvuleikjum. Í dag er ekki lengur hægt að greiða með Bitcoin á stofunni en hægt er að greiða með gömlum tölvuleikjum og leikjatölvum. Rándýr klipping Árið 2014 kostaði herraklipping hjá Ruben og Bobby 0,071 Bitcoin sem þá samsvaraði 5.822 króna. Virði Bitcoin hefur þó aukist gífurlega seinustu ár og er verðið á einni Bitcoin í dag rúmlega sex milljónir króna. Í dag er þá 0,071 Bitcoin virði rúmlega 427 þúsund króna og má fastlega gera ráð fyrir því að þeir bræður hafi borgað fyrir dýrustu klippingu Íslandssögunnar.
Rafmyntir Tækni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira