Óléttri konu gert að bera vitni fyrir framan meintan ofbeldismann sinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2022 18:45 Konan verður annað hvort komin á steypirinn eða nýbúin að fæða þegar vitnaleiðslur í málinu fara fram. Getty Konu, sem komin er minnst sjö mánuði á leið, hefur verið gert að bera vitni fyrir héraðsdómi með meintan brotamann sinn í salnum. Maðurinn er sakaður um stórfelld brot í nánu sambandi gegn þáverandi sambýliskonu sinni, sem hann hefur áður sætt nálgunarbanni fyrir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði 25. mars síðastliðinn að manninum bæri að víkja úr dómsal á meðan konan bæri þar vitni. Maðurinn er eins og áður segir ákærður fyrir brot í nánu sambandi en hann hefur áður fengið dóm vegna ofbeldis í garð konunnar. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að grófleiki og alvarleiki meintra brota, eins og þau birtist í gögnum málsins, séu með meira móti. Konan krafðist þess að maðurinn viki úr salnum þar sem nærvera hans væri henni mjög þungbær vegna eðlis og alvarleika brotanna, forsögu atvika og hún hefði áhrif á meðgöngu hennar vegna ófædds barns hennar og hefði veruleg áhrif á framburð fyrir dómi. Til stuðnings kröfunni fylgdi vottorð frá ljósmóður og vottorð frá félagsráðgjafa þar sem fram kemur að konan sé þegar undir miklu álagi og haldin miklum kvíða vegna meintra brota mannsins gegn henni. Fram kemur þá í mati ljósmóðurinnar að það muni vera sérstaklega íþyngjandi og kvíðavaldandi fyrir konuna þurfi hún að bera vitni með manninn inni í salnum og gæti slíkt álag haft áhrif á ófætt barn konunnar. Landsréttur hefur nú fellt úrskurð héraðsdóms úr gildi og þarf maðurinn því ekki að víkja úr salnum á meðan á vitnaleiðslu konunnar stendur. Er þar vísað til þess að meginregla í sakamálaréttarfari sé sú að ákærði eigi rétt á því að vera viðstaddur aðalmeðferð og önnur þinghöld í máli sem höfðað er gegn honum. Þá kemur fram í úrskurði Landsréttar að hvorki vottorð félagsráðgjafans né ljósmóðurinnar beri með sér að vottorðsgjafar hafi lagt mat á hvort og þá hvaða áhrif nærvera mannsins muni geta haft á framburð konunnar þegar hún gefur skýrslu fyrir dómi. Auk þess beri vottorðin ekki með sér að vottorðsgjafar hafi sérþekkingu til að leggja mat á það. Samkvæmt úrskurðinum er gert ráð fyrir að konan eigi barnið í maí, ekki er nánar tilgreint hvenær, en aðalmeðferð málsins fer fram dagana 2. og 3. júní. Að öllum líkindum verður barn hennar þá aðeins nokkurra daga eða vikna gamalt, ef ekki enn ófætt. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði 25. mars síðastliðinn að manninum bæri að víkja úr dómsal á meðan konan bæri þar vitni. Maðurinn er eins og áður segir ákærður fyrir brot í nánu sambandi en hann hefur áður fengið dóm vegna ofbeldis í garð konunnar. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að grófleiki og alvarleiki meintra brota, eins og þau birtist í gögnum málsins, séu með meira móti. Konan krafðist þess að maðurinn viki úr salnum þar sem nærvera hans væri henni mjög þungbær vegna eðlis og alvarleika brotanna, forsögu atvika og hún hefði áhrif á meðgöngu hennar vegna ófædds barns hennar og hefði veruleg áhrif á framburð fyrir dómi. Til stuðnings kröfunni fylgdi vottorð frá ljósmóður og vottorð frá félagsráðgjafa þar sem fram kemur að konan sé þegar undir miklu álagi og haldin miklum kvíða vegna meintra brota mannsins gegn henni. Fram kemur þá í mati ljósmóðurinnar að það muni vera sérstaklega íþyngjandi og kvíðavaldandi fyrir konuna þurfi hún að bera vitni með manninn inni í salnum og gæti slíkt álag haft áhrif á ófætt barn konunnar. Landsréttur hefur nú fellt úrskurð héraðsdóms úr gildi og þarf maðurinn því ekki að víkja úr salnum á meðan á vitnaleiðslu konunnar stendur. Er þar vísað til þess að meginregla í sakamálaréttarfari sé sú að ákærði eigi rétt á því að vera viðstaddur aðalmeðferð og önnur þinghöld í máli sem höfðað er gegn honum. Þá kemur fram í úrskurði Landsréttar að hvorki vottorð félagsráðgjafans né ljósmóðurinnar beri með sér að vottorðsgjafar hafi lagt mat á hvort og þá hvaða áhrif nærvera mannsins muni geta haft á framburð konunnar þegar hún gefur skýrslu fyrir dómi. Auk þess beri vottorðin ekki með sér að vottorðsgjafar hafi sérþekkingu til að leggja mat á það. Samkvæmt úrskurðinum er gert ráð fyrir að konan eigi barnið í maí, ekki er nánar tilgreint hvenær, en aðalmeðferð málsins fer fram dagana 2. og 3. júní. Að öllum líkindum verður barn hennar þá aðeins nokkurra daga eða vikna gamalt, ef ekki enn ófætt.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira