Borgarstjóri vaknar í íbúðalausri borg Ómar Már Jónsson skrifar 6. apríl 2022 09:31 Borgarstjóri skrifar grein í Fréttablaðið í gær sem hlýtur að vekja mikla eftirtekt enda er eins og hann sé að vakna upp af værum svefni þegar kemur að húsnæðismálum. Í grein sinni kallar hann eftir sérstökum húsnæðissáttmála og virðist vera að átta sig á því að staðan á húsnæðismarkaði sé með ólíkindum. Um leið segir hann að lóðir innan borgarmarka séu „í höndum einkaaðila og byggingarfélaga“ og ekkert annað sé í boði. Svo virðist sem hann vilji eingöngu íbúðir við þróunarása Borgarlínu. Samt er hann „stoltur af húsnæðisstefnu borgarinnar“. Viðurkennir þó að sig „(vanti) yfirsýn á húsnæðismarkaðinn,“ og bætir við einhverskonar óskalista: „Það vantar betri spár og áætlanir. Það vantar meira jafnvægi í uppbygginguna.” „Nú þurfum við að gera húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið.” „Fimmtán ára áætlun.” „Þéttingarreitir með fram Borgarlínu eru þar í fremstu röð.” „Algjör skortur er á heildstæðri húsnæðisstefnu fyrir Ísland,” segir borgarstjóri. Það er með ólíkindum að lesa þetta og menn hljóta að spyrja sig hvar borgarstjóri hefur verið undanfarin áratug. Það er eins og það hafi farið framhjá honum hver lögmæt verkefni sveitarfélaga eru en lögin um það eru skýr: „Sveitarstjórn ber ábyrgð á og hefur frumkvæði að því að leysa húsnæðisþörf þess fólks í sveitarfélaginu sem þarfnast aðstoðar við húsnæðisöflun. Í því skyni skal sveitarstjórn fylgjast með þörf á húsnæði í sveitarfélaginu.” Það er auðséð af þessari grein borgarstjóra að hann veit ekki hver staðan er á húsnæðismarkaði þó hann beri ábyrgð á stefnumótun og aðgerðaáætlun á þessu sviði eins og kemur fram í lögum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur skapað mikinn vanda sem nú lendir á borgarbúum, sem sjá má í gengdarlausum hækkunum á fasteigmum, leiguverð er í hæstu hæðum og fasteignagjöld aldrei hærri. Nánast ekkert húsnæði er til staðar fyrir ungt fólk sem vill eignast sitt eigið húsnæði. Þetta ástand kemur borginni sér vel, því til samanburðar þá hefur fasteignamat sem er beintengt upphæð fasteignagjalda á borgarbúa hækkað frá árinu 2013 til ársins 2021 um 107% meðan vísitöluhækkun neyðsluverðs hefur hækkað einungis um 41%. Hér þarf aðgerða við í álögum á borgarbúa. Byggingaframkvæmdir stöðvuðust Þegar opinber gögn eru skoðuð sést að árin eftir hrun var svo til hætt að byggja og það í heil sjö ár. Fjöldi íbúða sem voru byggðar á höfuðborgarsvæðinu öllu, árin 2011 og 2012, voru færri en voru byggðar á því svæði 1935! Myndin sýnir húsnæðisuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu og svo landinu öllu. Margoft hefur verið bent á húsnæðisskort í Reykjavík. Í raun hefur það blasað við allan síðasta áratug og fram til dagsins í dag. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur fallið á prófinu um að skapa betri borg með húsnæði fyrir alla. Ég mun einbeita mér að því að stórauka lóðaframboð í Reykjavík fljótt og hratt fyrir alla og gera þannig miklu meira fyrir borgarbúa en gert hefur verið. Ég mun beita mér fyrir því að þegar við höfum náð tökum á gengdarlausri skuldaaukningu borgarinnar að fasteignagjöld hækki ekki umfram vísitöluverðshækkanir. Höfundur er oddviti X-Meiri borg og árið er MMXXII. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Miðflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ómar Már Jónsson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Borgarstjóri skrifar grein í Fréttablaðið í gær sem hlýtur að vekja mikla eftirtekt enda er eins og hann sé að vakna upp af værum svefni þegar kemur að húsnæðismálum. Í grein sinni kallar hann eftir sérstökum húsnæðissáttmála og virðist vera að átta sig á því að staðan á húsnæðismarkaði sé með ólíkindum. Um leið segir hann að lóðir innan borgarmarka séu „í höndum einkaaðila og byggingarfélaga“ og ekkert annað sé í boði. Svo virðist sem hann vilji eingöngu íbúðir við þróunarása Borgarlínu. Samt er hann „stoltur af húsnæðisstefnu borgarinnar“. Viðurkennir þó að sig „(vanti) yfirsýn á húsnæðismarkaðinn,“ og bætir við einhverskonar óskalista: „Það vantar betri spár og áætlanir. Það vantar meira jafnvægi í uppbygginguna.” „Nú þurfum við að gera húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið.” „Fimmtán ára áætlun.” „Þéttingarreitir með fram Borgarlínu eru þar í fremstu röð.” „Algjör skortur er á heildstæðri húsnæðisstefnu fyrir Ísland,” segir borgarstjóri. Það er með ólíkindum að lesa þetta og menn hljóta að spyrja sig hvar borgarstjóri hefur verið undanfarin áratug. Það er eins og það hafi farið framhjá honum hver lögmæt verkefni sveitarfélaga eru en lögin um það eru skýr: „Sveitarstjórn ber ábyrgð á og hefur frumkvæði að því að leysa húsnæðisþörf þess fólks í sveitarfélaginu sem þarfnast aðstoðar við húsnæðisöflun. Í því skyni skal sveitarstjórn fylgjast með þörf á húsnæði í sveitarfélaginu.” Það er auðséð af þessari grein borgarstjóra að hann veit ekki hver staðan er á húsnæðismarkaði þó hann beri ábyrgð á stefnumótun og aðgerðaáætlun á þessu sviði eins og kemur fram í lögum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur skapað mikinn vanda sem nú lendir á borgarbúum, sem sjá má í gengdarlausum hækkunum á fasteigmum, leiguverð er í hæstu hæðum og fasteignagjöld aldrei hærri. Nánast ekkert húsnæði er til staðar fyrir ungt fólk sem vill eignast sitt eigið húsnæði. Þetta ástand kemur borginni sér vel, því til samanburðar þá hefur fasteignamat sem er beintengt upphæð fasteignagjalda á borgarbúa hækkað frá árinu 2013 til ársins 2021 um 107% meðan vísitöluhækkun neyðsluverðs hefur hækkað einungis um 41%. Hér þarf aðgerða við í álögum á borgarbúa. Byggingaframkvæmdir stöðvuðust Þegar opinber gögn eru skoðuð sést að árin eftir hrun var svo til hætt að byggja og það í heil sjö ár. Fjöldi íbúða sem voru byggðar á höfuðborgarsvæðinu öllu, árin 2011 og 2012, voru færri en voru byggðar á því svæði 1935! Myndin sýnir húsnæðisuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu og svo landinu öllu. Margoft hefur verið bent á húsnæðisskort í Reykjavík. Í raun hefur það blasað við allan síðasta áratug og fram til dagsins í dag. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur fallið á prófinu um að skapa betri borg með húsnæði fyrir alla. Ég mun einbeita mér að því að stórauka lóðaframboð í Reykjavík fljótt og hratt fyrir alla og gera þannig miklu meira fyrir borgarbúa en gert hefur verið. Ég mun beita mér fyrir því að þegar við höfum náð tökum á gengdarlausri skuldaaukningu borgarinnar að fasteignagjöld hækki ekki umfram vísitöluverðshækkanir. Höfundur er oddviti X-Meiri borg og árið er MMXXII.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun