Bandaríkin beina spjótum sínum að dætrum Pútíns Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. apríl 2022 15:25 Vladímír Pútín Rússlandsforseti á tvæ fullorðnar dætur. AP/Mikhail Klimentyev Bandaríkin, ásamt öðrum G7-ríkjum og Evrópusambandinu, hafa tilkynnt um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum, meðal annars vegna hryllingsins í Bucha. Bandaríkin segjast munu sjá til þess að hinir seku verði sóttir til saka og eru refsiaðgerðirnar liður í því. Bandaríkin hafa til að mynda ákveðið að beita fullorðnar dætur Pútíns refsiaðgerðum. Fyrr í vikunni gripu Bandaríkin til þess að frysta fjármagn Rússa í Bandaríkjunum fyrir skuldagreiðslur en með nýjustu aðgerðum Bandaríkjanna verður bann sett á nýjar fjárfestingar í Rússlandi og Bandaríkjamönnum bannað að eiga viðskipti við ríkisrekin fyrirtæki í Rússlandi. Þá þurfa stærstu rússnesku bankarnir, Sberbank og Alda Bank, að sæta enn frekari takmörkunum, eignir þeirra verða frystar og þeim meinað að stunda viðskipti í Bandaríkjunum. I made clear that Russia would pay a severe and immediate price for its atrocities in Bucha. Today, along with our Allies and partners, we re announcing a new round of devastating sanctions. https://t.co/LVqTDIOSvz— President Biden (@POTUS) April 6, 2022 Einnig verða hátt settir aðilar, og fjölskyldur þeirra, beittir refsiaðgerðum. Má þar til að mynda nefna fullorðin börn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, eiginkonu og dóttur Sergei Lavrov utanríkisráðherra, sem og meðlimi Öryggisráðs Rússa, þar á meðal Smitry Medvedev, fyrrverandi forseta og forsætisráðherra Rússlands, og Mikhail Mishustin forsætisráðherra Rússlands. „Þessir einstaklingar hafa auðgast á kostnað rússnesku þjóðarinnar. Sum þeirra bera ábyrgð á að veita stuðninginn sem Pútín þurfti á að halda í stríði sínu gegn Úkraínu,“ segir í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Pútín með dæturnar tvær í Dresden.Gett/Russian Archives Mestu efnahagsþvinganir sögunnar „Bandaríkin og fleiri en 30 bandalagsþjóðir og samstarfsaðilar víða um heim hafa lagt til áhrifamestu, samstilltustu, og víðtækustu efnahagsþvinganirnar í sögunni,“ segir í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Vísað er til þess að það sé viðbúið að verg landsframleiðsla Rússlands muni dragast saman um fimmtán prósent í ár auk þess sem verðbólga hefur aukist um fimmtán prósent og frekari hækkanir í kortunum. Ríflega 600 fyrirtæki hafa þá yfirgefið Rússland sem hefur veikt stöðu Rússa verulega á alþjóðamarkaði. „Svo lengi sem að Rússland heldur áfram hrottafengnum árásum sínum á Úkraínu munum við standa saman með bandalagsþjóðum okkar og samstarfsaðilum við að leggja á Rússa aukinn kostnað fyrir þeirra gjörðir,“ segir í tilkynningunni. Evrópusambandið tekur nú fyrir fimmta refsiaðgerðarpakkann sinn en þar er til að mynda kveðið á um bann á kolainnflutningi frá Rússlandi. Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira
Fyrr í vikunni gripu Bandaríkin til þess að frysta fjármagn Rússa í Bandaríkjunum fyrir skuldagreiðslur en með nýjustu aðgerðum Bandaríkjanna verður bann sett á nýjar fjárfestingar í Rússlandi og Bandaríkjamönnum bannað að eiga viðskipti við ríkisrekin fyrirtæki í Rússlandi. Þá þurfa stærstu rússnesku bankarnir, Sberbank og Alda Bank, að sæta enn frekari takmörkunum, eignir þeirra verða frystar og þeim meinað að stunda viðskipti í Bandaríkjunum. I made clear that Russia would pay a severe and immediate price for its atrocities in Bucha. Today, along with our Allies and partners, we re announcing a new round of devastating sanctions. https://t.co/LVqTDIOSvz— President Biden (@POTUS) April 6, 2022 Einnig verða hátt settir aðilar, og fjölskyldur þeirra, beittir refsiaðgerðum. Má þar til að mynda nefna fullorðin börn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, eiginkonu og dóttur Sergei Lavrov utanríkisráðherra, sem og meðlimi Öryggisráðs Rússa, þar á meðal Smitry Medvedev, fyrrverandi forseta og forsætisráðherra Rússlands, og Mikhail Mishustin forsætisráðherra Rússlands. „Þessir einstaklingar hafa auðgast á kostnað rússnesku þjóðarinnar. Sum þeirra bera ábyrgð á að veita stuðninginn sem Pútín þurfti á að halda í stríði sínu gegn Úkraínu,“ segir í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Pútín með dæturnar tvær í Dresden.Gett/Russian Archives Mestu efnahagsþvinganir sögunnar „Bandaríkin og fleiri en 30 bandalagsþjóðir og samstarfsaðilar víða um heim hafa lagt til áhrifamestu, samstilltustu, og víðtækustu efnahagsþvinganirnar í sögunni,“ segir í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Vísað er til þess að það sé viðbúið að verg landsframleiðsla Rússlands muni dragast saman um fimmtán prósent í ár auk þess sem verðbólga hefur aukist um fimmtán prósent og frekari hækkanir í kortunum. Ríflega 600 fyrirtæki hafa þá yfirgefið Rússland sem hefur veikt stöðu Rússa verulega á alþjóðamarkaði. „Svo lengi sem að Rússland heldur áfram hrottafengnum árásum sínum á Úkraínu munum við standa saman með bandalagsþjóðum okkar og samstarfsaðilum við að leggja á Rússa aukinn kostnað fyrir þeirra gjörðir,“ segir í tilkynningunni. Evrópusambandið tekur nú fyrir fimmta refsiaðgerðarpakkann sinn en þar er til að mynda kveðið á um bann á kolainnflutningi frá Rússlandi.
Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira