Silungsafbrigði í Hrútafirði sem er einstakt í heiminum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. apríl 2022 22:01 Fiskar af þessu einstaka afbrigði verða mjög stórir. Myndin er tekin á Borðeyri árið 2008. Lárus Jón Lárusson Á einangruðu vatnasvæði ofan Borðeyrar í Hrútafirði finnst silungsafbrigði sem er einstakt í heiminum. Stofninn er mjög lítill og talinn hafa verið innilokaður í vötnunum frá síðustu ísöld. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þennan furðufisk en þegar við vorum á ferð á Ströndum fyrr í vetur sögðu bændur í sveitinni okkur frá honum. „Það er talið að hann hafi lokast þarna inni um ísöld. Þetta eru vötn sem ekki eru með samgang við sjó. Og sé bara búinn að vera þarna síðan,“ segir Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal. Vötnin heita Fýlingjavötn og eru á Laxárdalsheiði ofan Borðeyrar í landi Valdasteinsstaða en það var árið 1997 sem þeir Pétur Brynjólfsson í Hólalaxi og Gunnar Sæmundsson í Hrútatungu vöktu athygli fiskifræðings hjá Veiðimálastofnun á fisknum, Tuma Tómassonar. Fýlingjavötn eru ofan Borðeyrar í Hrútafirði.Grafík/Ragnar Visage „Þarna hefur hann bara þróast og verið um aldir. Mjög lítill stofn, í litlum vötnum við mjög takmörkuð hrygningarskilyrði,“ segir Tumi, sem núna starfar hjá Hafrannsóknastofnun. „Þetta er góður matfiskur og skemmtilegur. Stórir fiskar,“ segir Jóhann bóndi. Fiskurinn er bleikur á að sjá en er samt ekki bleikja. Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal.Einar Árnason „Fyrst hélt ég að þetta væri sértegund. En ef þú greinir hann, bara eftir greiningarlykli, þá greinist hann sem urriði. Og erfðafræðilega greinist hann sem urriði,“ segir fiskifræðingurinn. „Hann er bara allt öðruvísi á hreistrið heldur en urriði. Hann er eiginlega silfraður og ekkert líkur urriða, þannig lagað séð, nema í byggingunni“ segir bóndinn. Fiskurinn telst samt urriði en með stökkbreytt litarafbrigði. Í fréttum var fyrst sagt frá þessum óvenjulega fiski í Morgunblaðinu árið 1998. „Þetta þekkist hvergi annars staðar. En það þekkjast hins vegar önnur urriðaafbrigði á öðrum stöðum í heiminum. En ekkert líkt þessu,“ segir Tumi. Og telst með fyrstu landnemum. „Þetta er örugglega með fyrstu urriðum sem koma til landsins eftir ísöld.“ Tumi Tómasson, fiskifræðingur.Egill Aðalsteinsson -Af hverju gerist svona í náttúrunni? „Það verður þarna einhver stökkbreyting. Þetta eru gen sem ráða litarhafti og þetta er víkjandi gen,“ svarar Tumi. Og bændurnir passa upp á þennan einstaka fisk. „Við leyfum ekki mikla veiði í vötnunum. Það er aðeins veitt í þeim, stangveitt í þeim á hverju ári, en það er gert með mjög hóflegum hætti,“ segir Jóhann í Laxárdal. „Það er alltaf gaman að einhverju sem er svona sérstakt í náttúrunni,“ segir Tumi Tómasson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Húnaþing vestra Stangveiði Fiskur Landbúnaður Tengdar fréttir Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum „Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir. 3. apríl 2022 05:55 Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn. 29. mars 2022 22:11 Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þennan furðufisk en þegar við vorum á ferð á Ströndum fyrr í vetur sögðu bændur í sveitinni okkur frá honum. „Það er talið að hann hafi lokast þarna inni um ísöld. Þetta eru vötn sem ekki eru með samgang við sjó. Og sé bara búinn að vera þarna síðan,“ segir Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal. Vötnin heita Fýlingjavötn og eru á Laxárdalsheiði ofan Borðeyrar í landi Valdasteinsstaða en það var árið 1997 sem þeir Pétur Brynjólfsson í Hólalaxi og Gunnar Sæmundsson í Hrútatungu vöktu athygli fiskifræðings hjá Veiðimálastofnun á fisknum, Tuma Tómassonar. Fýlingjavötn eru ofan Borðeyrar í Hrútafirði.Grafík/Ragnar Visage „Þarna hefur hann bara þróast og verið um aldir. Mjög lítill stofn, í litlum vötnum við mjög takmörkuð hrygningarskilyrði,“ segir Tumi, sem núna starfar hjá Hafrannsóknastofnun. „Þetta er góður matfiskur og skemmtilegur. Stórir fiskar,“ segir Jóhann bóndi. Fiskurinn er bleikur á að sjá en er samt ekki bleikja. Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal.Einar Árnason „Fyrst hélt ég að þetta væri sértegund. En ef þú greinir hann, bara eftir greiningarlykli, þá greinist hann sem urriði. Og erfðafræðilega greinist hann sem urriði,“ segir fiskifræðingurinn. „Hann er bara allt öðruvísi á hreistrið heldur en urriði. Hann er eiginlega silfraður og ekkert líkur urriða, þannig lagað séð, nema í byggingunni“ segir bóndinn. Fiskurinn telst samt urriði en með stökkbreytt litarafbrigði. Í fréttum var fyrst sagt frá þessum óvenjulega fiski í Morgunblaðinu árið 1998. „Þetta þekkist hvergi annars staðar. En það þekkjast hins vegar önnur urriðaafbrigði á öðrum stöðum í heiminum. En ekkert líkt þessu,“ segir Tumi. Og telst með fyrstu landnemum. „Þetta er örugglega með fyrstu urriðum sem koma til landsins eftir ísöld.“ Tumi Tómasson, fiskifræðingur.Egill Aðalsteinsson -Af hverju gerist svona í náttúrunni? „Það verður þarna einhver stökkbreyting. Þetta eru gen sem ráða litarhafti og þetta er víkjandi gen,“ svarar Tumi. Og bændurnir passa upp á þennan einstaka fisk. „Við leyfum ekki mikla veiði í vötnunum. Það er aðeins veitt í þeim, stangveitt í þeim á hverju ári, en það er gert með mjög hóflegum hætti,“ segir Jóhann í Laxárdal. „Það er alltaf gaman að einhverju sem er svona sérstakt í náttúrunni,“ segir Tumi Tómasson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Húnaþing vestra Stangveiði Fiskur Landbúnaður Tengdar fréttir Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum „Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir. 3. apríl 2022 05:55 Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn. 29. mars 2022 22:11 Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum „Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir. 3. apríl 2022 05:55
Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn. 29. mars 2022 22:11
Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44