Matvælaframleiðendur plata neytendur þegar verðbólga eykst Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 9. apríl 2022 14:28 Spænski seðlabankinn segir að ástandið eigi ekki eftir að batna fyrr en árið 2024. Adrian Samson/Getty Images Verðbólgudraugurinn er kominn á stjá á meginlandi Evrópu. Verðbólgan á Spáni mældist 9,8% í síðasta mánuði og hefur ekki verið meiri í tæp 37 ár. Mörg fyrirtæki grípa í æ meira mæli til þess að minnka pakkningar og magn í stað þess að hækka vöruverð. Aukin verðbólga þýðir allajafna að verðlag hækkar og allt venjulegt launafólk finnur hratt fyrir því þegar verðbólgan eykst. Og fer þá meðvitað að leita að ódýrari valkosti. Þetta vita framleiðendur, og því færist í vöxt að fyrirtæki í stað þess að hækka verð, minnka einfaldlega pakkningarnar. Þetta kallast upp á ensku shrinkflation, sem er samsláttur orðanna að skreppa saman og verðbólga. Kartöfluflögurnar frá Doritos eru orðnar frægt dæmi um þessa aðferð framleiðenda. Fyrir skömmu fækkuðu framleiðendur Doritos flögunum í pokunum um fimm stykki, þannig að nú vegur hver poki 262 grömm en vóg áður 276 grömm. Og neytandinn borgar það sama og áður. Þetta gerðu framleiðendur einfaldlega til þess að bregðast við tæplega 8 prósenta verðbólgu í Bandaríkjunum í febrúar, mestu verðbólgu þar í landi síðan í ársbyrjun 1982. Verðbólgan í hæstu hæðum í ESB Sömu sögu er að segja af Evrópu, verðbólgan í ríkjum Evrópusambandsins mældist 7,5% í síðasta mánuði, það var 2,5 prósentustiga hækkun á milli mánaða og hefur aldrei aukist eins mikið. Hér á Spáni slagar verðbólgan í 2ja stafa tölu, 9,8%, og hefur ekki verið hærri síðan í maí 1985. Spænski seðlabankinn er svartsýnn og segir að ástandið eigi ekki eftir að batna á þessu ári, og reyndar að batamerki fari ekki að sjást fyrr en árið 2024. Það er aðallega þrennt sem veldur þessari miklu verðbólgu: Mikil verðhækkun hráefna, aðallega gass og olíu, alger stöðnun í alþjóðaviðskiptum og svartsýni og neikvæðar væntingar jafnt neytenda sem fyrirtækja. Fyrirtæki minnka pakkningar í stað þess að hækka verð Spænsku neytendasamtökin greina frá því að 7% af þeim vörum sem hafa verið skoðaðar að undanförnu hafa minnkað að umfangi og vigt. Dæmi um þetta er fiskur í niðursuðudósum, jógúrt, chorizo-pylsur, kókómalt, pasta og smjör. Þetta eru smávægilegar breytingar, pylsurnar eru til dæmis 10 grömmum léttari en áður, það eru færri blöð á salernispappírsrúllunni og það er 5 grömmum minna í jógúrtdósunum. Kúnninn tekur hins vegar síður eftir þessu, en ef verðið myndi hækka og því heldur hann frekar tryggð við framleiðandann. Og margt smátt gerir jú eitt stórt. Það sýnir eitt þekktasta dæmið úr hagfræðinni í þessum efnum. Árið 1987 ákvað bandaríska flugfélagið American Airlines að fækka ólívum í salati sem farþegum þess var boðið upp á. Um eina einustu ólívu. Þessi eina ólíva sparaði fyrirtækinu 40.000 dali árlega, andvirði rúmlega 5 milljóna íslenskra króna. Og kúnninn varð einskis var. Verðlag Evrópusambandið Spánn Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðagreiðslubankinn býst við langvarandi verðbólgu Agustín Carstens, framkvæmdastjóri Alþjóðagreiðslubankans (BIS), sem er í eigu fjölda seðlabanka um allan heim, segir að „nýtt verðbólguskeið“ sé að renna upp. Hann varar við því að stjórnvöld reiði sig um of á peningustefnu eða ríkisfjármál til að koma böndunum á verðlagshækkanir og kallar eftir stefnumörkun sem miðar að því að auka framleiðslugetu hagkerfa. Þetta kom fram í ræðu sem Carstens flutti fyrr í vikunni og Financial Times greindi frá. 6. apríl 2022 14:49 Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Aukin verðbólga þýðir allajafna að verðlag hækkar og allt venjulegt launafólk finnur hratt fyrir því þegar verðbólgan eykst. Og fer þá meðvitað að leita að ódýrari valkosti. Þetta vita framleiðendur, og því færist í vöxt að fyrirtæki í stað þess að hækka verð, minnka einfaldlega pakkningarnar. Þetta kallast upp á ensku shrinkflation, sem er samsláttur orðanna að skreppa saman og verðbólga. Kartöfluflögurnar frá Doritos eru orðnar frægt dæmi um þessa aðferð framleiðenda. Fyrir skömmu fækkuðu framleiðendur Doritos flögunum í pokunum um fimm stykki, þannig að nú vegur hver poki 262 grömm en vóg áður 276 grömm. Og neytandinn borgar það sama og áður. Þetta gerðu framleiðendur einfaldlega til þess að bregðast við tæplega 8 prósenta verðbólgu í Bandaríkjunum í febrúar, mestu verðbólgu þar í landi síðan í ársbyrjun 1982. Verðbólgan í hæstu hæðum í ESB Sömu sögu er að segja af Evrópu, verðbólgan í ríkjum Evrópusambandsins mældist 7,5% í síðasta mánuði, það var 2,5 prósentustiga hækkun á milli mánaða og hefur aldrei aukist eins mikið. Hér á Spáni slagar verðbólgan í 2ja stafa tölu, 9,8%, og hefur ekki verið hærri síðan í maí 1985. Spænski seðlabankinn er svartsýnn og segir að ástandið eigi ekki eftir að batna á þessu ári, og reyndar að batamerki fari ekki að sjást fyrr en árið 2024. Það er aðallega þrennt sem veldur þessari miklu verðbólgu: Mikil verðhækkun hráefna, aðallega gass og olíu, alger stöðnun í alþjóðaviðskiptum og svartsýni og neikvæðar væntingar jafnt neytenda sem fyrirtækja. Fyrirtæki minnka pakkningar í stað þess að hækka verð Spænsku neytendasamtökin greina frá því að 7% af þeim vörum sem hafa verið skoðaðar að undanförnu hafa minnkað að umfangi og vigt. Dæmi um þetta er fiskur í niðursuðudósum, jógúrt, chorizo-pylsur, kókómalt, pasta og smjör. Þetta eru smávægilegar breytingar, pylsurnar eru til dæmis 10 grömmum léttari en áður, það eru færri blöð á salernispappírsrúllunni og það er 5 grömmum minna í jógúrtdósunum. Kúnninn tekur hins vegar síður eftir þessu, en ef verðið myndi hækka og því heldur hann frekar tryggð við framleiðandann. Og margt smátt gerir jú eitt stórt. Það sýnir eitt þekktasta dæmið úr hagfræðinni í þessum efnum. Árið 1987 ákvað bandaríska flugfélagið American Airlines að fækka ólívum í salati sem farþegum þess var boðið upp á. Um eina einustu ólívu. Þessi eina ólíva sparaði fyrirtækinu 40.000 dali árlega, andvirði rúmlega 5 milljóna íslenskra króna. Og kúnninn varð einskis var.
Verðlag Evrópusambandið Spánn Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðagreiðslubankinn býst við langvarandi verðbólgu Agustín Carstens, framkvæmdastjóri Alþjóðagreiðslubankans (BIS), sem er í eigu fjölda seðlabanka um allan heim, segir að „nýtt verðbólguskeið“ sé að renna upp. Hann varar við því að stjórnvöld reiði sig um of á peningustefnu eða ríkisfjármál til að koma böndunum á verðlagshækkanir og kallar eftir stefnumörkun sem miðar að því að auka framleiðslugetu hagkerfa. Þetta kom fram í ræðu sem Carstens flutti fyrr í vikunni og Financial Times greindi frá. 6. apríl 2022 14:49 Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Alþjóðagreiðslubankinn býst við langvarandi verðbólgu Agustín Carstens, framkvæmdastjóri Alþjóðagreiðslubankans (BIS), sem er í eigu fjölda seðlabanka um allan heim, segir að „nýtt verðbólguskeið“ sé að renna upp. Hann varar við því að stjórnvöld reiði sig um of á peningustefnu eða ríkisfjármál til að koma böndunum á verðlagshækkanir og kallar eftir stefnumörkun sem miðar að því að auka framleiðslugetu hagkerfa. Þetta kom fram í ræðu sem Carstens flutti fyrr í vikunni og Financial Times greindi frá. 6. apríl 2022 14:49
Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent