Heilbrigð skynsemi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2022 21:30 Síðan í kringum árið 2009 hefur trans fólk á Íslandi getað fengið trans-tengda heilbrigðisþjónustu í gegnum Landspítala. Hingað til hefur sú þjónusta náð yfir hormónameðferðir, toppaðgerðir fyrir trans karla og kvár, og kynstaðfestandi aðgerðir. Eftir því sem við sem samfélag verðum opnara og frjálsara þá eru fleiri sem þora að stíga fram og leita sér þeirrar þjónustu sem þau þurfa á að halda, og er heilbrigðisþjónusta fyrir trans fólk er ein af grundvallar atriðum sem þurfa að vera til staðar til að tryggja til fulls velferð og öryggi þess. Það gefur auga leið að aðgengi að trans-tengdri heilbrigðisþjónustu hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd og geðheilsu trans fólks — eins og nútíma rannsóknir sýna á afgerandi hátt. Sama gildir um þann stuðning og þjónustu sem trans ungmenni fá. Ef þjónustan er veitt á réttum tíma getur hún komið í veg fyrir líkamlegar breytingar sem valda þeim djúpstæðri vanlíðan og angist og gert þeim kleift að taka upplýstar ákvarðanir um sinn eigin líkama þegar þau hafa þroska til. Ótvíðræður meirihluti þeirra sem nýta sér trans-tengda þjónustu njóta góðs af henni, og er svokölluð „eftirsjá“ eftir kynstaðfestandi aðgerðir ein sú lægsta sem tíðkast innan heilbrigðisþjónustu almennt, eða í kringum 1%. Í samanburði sjá hátt að 47% kvenna eftir brjóstauppbyggingu eftir brjóstnám, 20% eftir aðgerð á blöðruhálskirtli, 10% eftir skiptingu á hnélið og 3% eftir mjaðmaskiptum samkvæmt erlendum rannsóknum. Rannsóknir sýna að eftirsjá eftir aðgerðum að meðaltali er í kringum 14%. Það skýtur því skökku við að fjölmiðlar erlendis fjalli mikið um eftirsjá í tengslum við trans fólk þegar rannsóknir sýna skýrt að eftirsjá í tengslum við aðgerðir er mun lægri en annars staðar — og er enn eitt dæmið um hvernig hlutirnir eru teknir úr samhengi til þess að grafa undan réttindabaráttu og ala á tortryggni og fordómum. Eftirsjá í tengslum við trans ferli snýst líka sjaldnast um að fólk sé ekki trans, en stór hluti þeirra sem „sjá eftir“ því er fólk sem er ekki ánægt með niðurstöður aðgerða þó svo að það sé vissulega trans, fólk sem var kynsegin en hætti við ferli, fólk sem snéri til baka til að tengjast aftur fjölskyldu og vinum sem afneitaði þeim, eða fólk sem snýr til baka vegna þess að það gat ekki höndlað þá fordóma og áreiti sem það varð fyrir út í samfélaginu. Auðvitað á það fólk sem sér eftir sínu ferli að fá þann stuðning sem þau þurfa á að halda, en það er ekki hægt að neita þeim afgerandi góða árangri sem þessi þjónusta hefur skilað og hvernig hún hefur aukið velferð þúsunda um allan heim. Fólk verður að geta tekið ábyrgð á eigin lífi og ákvörðunum, án þess að láta annað fólk gjalda fyrir. Það eru nefnilega raunverulega áskoranir sem trans fólk stendur fyrir í heilbrigðiskerfinu. Enn er eingöngu lítill hluti trans-tengdrar heilbrigðisþjónustu greiddur af sjúkratryggingum, og þrátt fyrir ítarlega skýrslu starfshóps á vegum Forsætisráðuneytisins sem gefin var út 2020 hafa stjórnvöld ekkert gert til að koma til móts við þann gríðarlega kostnað sem trans fólk þarf sjálft að standa straum af. Þrátt fyrir að virkir í athugasemdum geri sér ekki endilega grein fyrir því, þá eru trans fólk líka skattgreiðendur sem eiga rétt á heilbrigðisþjónustu sem bætir þeirra lífskjör. Einna alvarlegast er að trans fólk nú þurft að bíða í hátt tvö ár eftir kynstaðfestandi aðgerðum hjá Landspítala, sem hefur vitaskuld neikvæðar afleiðingar á geðheilsu þeirra. Líf margra hefur því verið í algjörri biðstöðu til lengri tíma, sem kemur í veg fyrir að þau geti gert sömu hluti og flestir aðrir, eins og t.d. skella sér í sund með vinum sínum á sólríkum vordegi eða fara í ræktina. Því í grunninn snýst þetta auðvitað bara allt um það að trans fólk vill geta lifað sátt í eigin skinni og geta tekið virkan þátt í samfélaginu á borð við aðra. Við eigum öll skilið að getað blómstrað og notið lífsins til fulls — og að hafa greiðan aðgang þjónustu sem reynist okkur dýrmæt og lífsnauðsynleg. Höfundur er kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Málefni trans fólks Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Sjá meira
Síðan í kringum árið 2009 hefur trans fólk á Íslandi getað fengið trans-tengda heilbrigðisþjónustu í gegnum Landspítala. Hingað til hefur sú þjónusta náð yfir hormónameðferðir, toppaðgerðir fyrir trans karla og kvár, og kynstaðfestandi aðgerðir. Eftir því sem við sem samfélag verðum opnara og frjálsara þá eru fleiri sem þora að stíga fram og leita sér þeirrar þjónustu sem þau þurfa á að halda, og er heilbrigðisþjónusta fyrir trans fólk er ein af grundvallar atriðum sem þurfa að vera til staðar til að tryggja til fulls velferð og öryggi þess. Það gefur auga leið að aðgengi að trans-tengdri heilbrigðisþjónustu hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd og geðheilsu trans fólks — eins og nútíma rannsóknir sýna á afgerandi hátt. Sama gildir um þann stuðning og þjónustu sem trans ungmenni fá. Ef þjónustan er veitt á réttum tíma getur hún komið í veg fyrir líkamlegar breytingar sem valda þeim djúpstæðri vanlíðan og angist og gert þeim kleift að taka upplýstar ákvarðanir um sinn eigin líkama þegar þau hafa þroska til. Ótvíðræður meirihluti þeirra sem nýta sér trans-tengda þjónustu njóta góðs af henni, og er svokölluð „eftirsjá“ eftir kynstaðfestandi aðgerðir ein sú lægsta sem tíðkast innan heilbrigðisþjónustu almennt, eða í kringum 1%. Í samanburði sjá hátt að 47% kvenna eftir brjóstauppbyggingu eftir brjóstnám, 20% eftir aðgerð á blöðruhálskirtli, 10% eftir skiptingu á hnélið og 3% eftir mjaðmaskiptum samkvæmt erlendum rannsóknum. Rannsóknir sýna að eftirsjá eftir aðgerðum að meðaltali er í kringum 14%. Það skýtur því skökku við að fjölmiðlar erlendis fjalli mikið um eftirsjá í tengslum við trans fólk þegar rannsóknir sýna skýrt að eftirsjá í tengslum við aðgerðir er mun lægri en annars staðar — og er enn eitt dæmið um hvernig hlutirnir eru teknir úr samhengi til þess að grafa undan réttindabaráttu og ala á tortryggni og fordómum. Eftirsjá í tengslum við trans ferli snýst líka sjaldnast um að fólk sé ekki trans, en stór hluti þeirra sem „sjá eftir“ því er fólk sem er ekki ánægt með niðurstöður aðgerða þó svo að það sé vissulega trans, fólk sem var kynsegin en hætti við ferli, fólk sem snéri til baka til að tengjast aftur fjölskyldu og vinum sem afneitaði þeim, eða fólk sem snýr til baka vegna þess að það gat ekki höndlað þá fordóma og áreiti sem það varð fyrir út í samfélaginu. Auðvitað á það fólk sem sér eftir sínu ferli að fá þann stuðning sem þau þurfa á að halda, en það er ekki hægt að neita þeim afgerandi góða árangri sem þessi þjónusta hefur skilað og hvernig hún hefur aukið velferð þúsunda um allan heim. Fólk verður að geta tekið ábyrgð á eigin lífi og ákvörðunum, án þess að láta annað fólk gjalda fyrir. Það eru nefnilega raunverulega áskoranir sem trans fólk stendur fyrir í heilbrigðiskerfinu. Enn er eingöngu lítill hluti trans-tengdrar heilbrigðisþjónustu greiddur af sjúkratryggingum, og þrátt fyrir ítarlega skýrslu starfshóps á vegum Forsætisráðuneytisins sem gefin var út 2020 hafa stjórnvöld ekkert gert til að koma til móts við þann gríðarlega kostnað sem trans fólk þarf sjálft að standa straum af. Þrátt fyrir að virkir í athugasemdum geri sér ekki endilega grein fyrir því, þá eru trans fólk líka skattgreiðendur sem eiga rétt á heilbrigðisþjónustu sem bætir þeirra lífskjör. Einna alvarlegast er að trans fólk nú þurft að bíða í hátt tvö ár eftir kynstaðfestandi aðgerðum hjá Landspítala, sem hefur vitaskuld neikvæðar afleiðingar á geðheilsu þeirra. Líf margra hefur því verið í algjörri biðstöðu til lengri tíma, sem kemur í veg fyrir að þau geti gert sömu hluti og flestir aðrir, eins og t.d. skella sér í sund með vinum sínum á sólríkum vordegi eða fara í ræktina. Því í grunninn snýst þetta auðvitað bara allt um það að trans fólk vill geta lifað sátt í eigin skinni og geta tekið virkan þátt í samfélaginu á borð við aðra. Við eigum öll skilið að getað blómstrað og notið lífsins til fulls — og að hafa greiðan aðgang þjónustu sem reynist okkur dýrmæt og lífsnauðsynleg. Höfundur er kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun