Öflugt skólastarf - fyrir framtíðina Mjöll Matthíasdóttir skrifar 8. apríl 2022 11:01 Ég er grunnskólakennari og stolt af því. Í ólgusjó síðustu missera hafa kennarar sýnt og sannað hvað í þeim býr. Ég er stolt af því að tilheyra kennarahópnum sem hefur haldið íslensku skólastarfi gangandi í heimsfaraldri. Með snarræði, sveigjanleika og lausnamiðuðum hugsunarhætti. Þetta er árangur sem vekur athygli víða um heim því þetta var ekki raunin í fjölmörgum löndum sem við berum okkur saman við. Vissulega hefur reynt á og verkefnið hefur ekki alltaf verið auðvelt. En kennarar hafa leyst það með hag nemenda að leiðarljósi. Skólastarf er í stöðugri framþróun og þarf að vera það. Því er mikilvægt að samfélagið hlúi að kennurum sínum og búi þeim góðar starfsaðstæður. Þar er verk að vinna. Kennarar eru að mennta fólk framtíðarinnar. Nemandi sem hefur grunnskólagöngu í haust mun væntanlega hefja starfsferil sinn á fimmta áratug aldarinnar! Hvernig sem heimurinn verður þá er eitt víst; Hann verður ekki eins og hann er í dag. Framtíð þjóðarinnar mun velta á því hvernig til tekst í skólastarfi næstu ára. Grunnskólakennarar velja forystusveit sína nú í maí. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í kjöri til formanns Félags grunnskólakennara. Ég þekki af eigin raun ólíkar aðstæður kennara í þéttbýli og dreifbýli. Ég hef setið í stjórn og samninganefnd FG og þekki vel til starfsemi Kennarasambandsins. Ég tel mikilvægt að aðildarfélög Kennarasambands Íslands starfi þétt saman - það er svo margt sem sameinar okkur. Þau sem kjörin verða til forystustarfa eiga að leita eftir víðtæku samráði og afla sér yfirsýnar um aðstæður og vilja félagsmanna. Fleiri kennarar þurfa að koma að stefnumótun fyrir félagið. Mikilvægt er að fjölbreyttur hópur bjóði fram krafta sína til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Ég skora á kennara að hugleiða hvað þeir geta lagt að mörkum. Ég er tilbúin að leiða hópinn en sterkust erum við saman. Höfundur er grunnskólakennari í Þingeyjarskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Ég er grunnskólakennari og stolt af því. Í ólgusjó síðustu missera hafa kennarar sýnt og sannað hvað í þeim býr. Ég er stolt af því að tilheyra kennarahópnum sem hefur haldið íslensku skólastarfi gangandi í heimsfaraldri. Með snarræði, sveigjanleika og lausnamiðuðum hugsunarhætti. Þetta er árangur sem vekur athygli víða um heim því þetta var ekki raunin í fjölmörgum löndum sem við berum okkur saman við. Vissulega hefur reynt á og verkefnið hefur ekki alltaf verið auðvelt. En kennarar hafa leyst það með hag nemenda að leiðarljósi. Skólastarf er í stöðugri framþróun og þarf að vera það. Því er mikilvægt að samfélagið hlúi að kennurum sínum og búi þeim góðar starfsaðstæður. Þar er verk að vinna. Kennarar eru að mennta fólk framtíðarinnar. Nemandi sem hefur grunnskólagöngu í haust mun væntanlega hefja starfsferil sinn á fimmta áratug aldarinnar! Hvernig sem heimurinn verður þá er eitt víst; Hann verður ekki eins og hann er í dag. Framtíð þjóðarinnar mun velta á því hvernig til tekst í skólastarfi næstu ára. Grunnskólakennarar velja forystusveit sína nú í maí. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í kjöri til formanns Félags grunnskólakennara. Ég þekki af eigin raun ólíkar aðstæður kennara í þéttbýli og dreifbýli. Ég hef setið í stjórn og samninganefnd FG og þekki vel til starfsemi Kennarasambandsins. Ég tel mikilvægt að aðildarfélög Kennarasambands Íslands starfi þétt saman - það er svo margt sem sameinar okkur. Þau sem kjörin verða til forystustarfa eiga að leita eftir víðtæku samráði og afla sér yfirsýnar um aðstæður og vilja félagsmanna. Fleiri kennarar þurfa að koma að stefnumótun fyrir félagið. Mikilvægt er að fjölbreyttur hópur bjóði fram krafta sína til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Ég skora á kennara að hugleiða hvað þeir geta lagt að mörkum. Ég er tilbúin að leiða hópinn en sterkust erum við saman. Höfundur er grunnskólakennari í Þingeyjarskóla.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar