Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis vill að fjármálaráðherra víki Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. apríl 2022 18:31 Guðrún Johnsen lektor við viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar (CBS) og einn höfunda rannsóknarskýrslu Alþingis segir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka afar misheppnaða. Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjármálahrunið telur að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Of mikill afsláttur hafi verið gefinn bæði í fyrra og nú og þá hafi komið fram of miklir vankantar til að honum sé treystandi. Guðrún Johnsen lektor við viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar (CBS) og einn höfunda rannsóknarskýrslu Alþingis segir sölur á hlut ríkisins í Íslandsbanka afar misheppnaðar. „Þarna kemur á óvart að Bankasýslan hafi ákveðið að selja bankann til svokallaðra fagfjárfesta í stað þess að einskorða sig við stofnanafjárfesta. En stofnfjárfestar eru þeir sem geta stutt við bankann ef að illa fer og eru langtímafjárfestar eins og lífeyrissjóðir. En Bankasýslan opnar fyrir fagfjárfesta sem reynast svo, eftir að listi er birtur yfir þá, vera að megninu til minni fjárfestar sem kaupa niður í allt að milljón. Slíkir fjárfestar ættu ekki að njóta sérkjara eins og í þessu útboði heldur kaupa á markaði eins og allur annar almenningur,“ segir Guðrún. „Það er ekkert afrek að selja þessa hluti í bankanum á lægra verði en gengur og gerist á markaði heldur er það algjörlega viðbúið að það sé hægt að losa eignina með slíkum afslætti. Þannig að þegar á heildina er seljandinn að veita afslátt af eigninni þannig að eigandinn verður fyrir tjóni,“ segir Guðrún. Óviðunandi að veita afslátt Hún segir alveg óviðunandi að Íslandsbanki hafi verið seldur með afslætti bæði nú og í fyrra. „Það var algjör óþarfi að veita afslátt á hlut ríksins í bankanum. Það var lagt upp með það að selja með miklum hvelli í heimsfaraldri í fyrra og rökin voru þau að það ætti að ná upp markaðsverði sem að tókst þó að óþarflega mikill afsláttur hafi verið gefinn á þeim tíma sem ég varaði við. Þá var ljóst að Bankasýslan var á villigötum og sá ráðherra sem bar ábyrgð á Bankasýslunni. Og aftur er gefinn afsláttur sem er aftur algjör óþarfi,“ segir hún. Guðrún segir gagnrýni á að einhverjir starfsmenn og eigendur söluaðila hafi líka keypti í útboðinu réttmæta. Þá sé skiljanlegt að fólk sé reitt yfir því að faðir fjármálaráðherra hafi keypt í útboðinu. „Það er náttúrulega almenningur, ríkissjóður sem er að selja verðmæta eign sem hefur skapað ríkinu miklar tekjur á lægra verði en ástæða er til, það er náttúrulega grafalvarlegt og almenningur hlýtur þá að hafa heimtingu á því að þeir sem hafa haldið svona á spöðunum, ekki einu sinni heldur í tvígang, að þeir víki hreinlega. Ég get ekki séð að fjármálaráðherra sé treystandi til að selja eignir ríkisins á eðlilegu verði. Hann hlýtur að finna að almenningur treystir honum ekki eða óháðir fagmenn,“ segir hún. Guðrún segir kostnaðinn við útboðið einnig óeðlilegan en átta sölu- og ráðgjafafyrirtæki fá 700 milljónir króna fyrir sölu á bankanum í síðasta útboði. „Það er alvarlegt að skattborgarar og Íslendingar þurfi að sitja undir því ítrekað að eignir þeirra séu seldar á undirverði með þessum hætti. Það er verið að selja ríkiseigur og ef að það á að vanda til verka getur fylgt því kostnaður en hann er alltof hár. Bankasýslan hefur haft mikinn tíma til að vanda til verka við söluna og það var ekki gert,“ segir Guðrún að lokum. Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. 8. apríl 2022 16:21 Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 13:58 Segir föður sinn hafa keypt í trássi við sína ósk Fjármála- og efnahagsráðherra kveðst hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. 8. apríl 2022 12:31 Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Guðrún Johnsen lektor við viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar (CBS) og einn höfunda rannsóknarskýrslu Alþingis segir sölur á hlut ríkisins í Íslandsbanka afar misheppnaðar. „Þarna kemur á óvart að Bankasýslan hafi ákveðið að selja bankann til svokallaðra fagfjárfesta í stað þess að einskorða sig við stofnanafjárfesta. En stofnfjárfestar eru þeir sem geta stutt við bankann ef að illa fer og eru langtímafjárfestar eins og lífeyrissjóðir. En Bankasýslan opnar fyrir fagfjárfesta sem reynast svo, eftir að listi er birtur yfir þá, vera að megninu til minni fjárfestar sem kaupa niður í allt að milljón. Slíkir fjárfestar ættu ekki að njóta sérkjara eins og í þessu útboði heldur kaupa á markaði eins og allur annar almenningur,“ segir Guðrún. „Það er ekkert afrek að selja þessa hluti í bankanum á lægra verði en gengur og gerist á markaði heldur er það algjörlega viðbúið að það sé hægt að losa eignina með slíkum afslætti. Þannig að þegar á heildina er seljandinn að veita afslátt af eigninni þannig að eigandinn verður fyrir tjóni,“ segir Guðrún. Óviðunandi að veita afslátt Hún segir alveg óviðunandi að Íslandsbanki hafi verið seldur með afslætti bæði nú og í fyrra. „Það var algjör óþarfi að veita afslátt á hlut ríksins í bankanum. Það var lagt upp með það að selja með miklum hvelli í heimsfaraldri í fyrra og rökin voru þau að það ætti að ná upp markaðsverði sem að tókst þó að óþarflega mikill afsláttur hafi verið gefinn á þeim tíma sem ég varaði við. Þá var ljóst að Bankasýslan var á villigötum og sá ráðherra sem bar ábyrgð á Bankasýslunni. Og aftur er gefinn afsláttur sem er aftur algjör óþarfi,“ segir hún. Guðrún segir gagnrýni á að einhverjir starfsmenn og eigendur söluaðila hafi líka keypti í útboðinu réttmæta. Þá sé skiljanlegt að fólk sé reitt yfir því að faðir fjármálaráðherra hafi keypt í útboðinu. „Það er náttúrulega almenningur, ríkissjóður sem er að selja verðmæta eign sem hefur skapað ríkinu miklar tekjur á lægra verði en ástæða er til, það er náttúrulega grafalvarlegt og almenningur hlýtur þá að hafa heimtingu á því að þeir sem hafa haldið svona á spöðunum, ekki einu sinni heldur í tvígang, að þeir víki hreinlega. Ég get ekki séð að fjármálaráðherra sé treystandi til að selja eignir ríkisins á eðlilegu verði. Hann hlýtur að finna að almenningur treystir honum ekki eða óháðir fagmenn,“ segir hún. Guðrún segir kostnaðinn við útboðið einnig óeðlilegan en átta sölu- og ráðgjafafyrirtæki fá 700 milljónir króna fyrir sölu á bankanum í síðasta útboði. „Það er alvarlegt að skattborgarar og Íslendingar þurfi að sitja undir því ítrekað að eignir þeirra séu seldar á undirverði með þessum hætti. Það er verið að selja ríkiseigur og ef að það á að vanda til verka getur fylgt því kostnaður en hann er alltof hár. Bankasýslan hefur haft mikinn tíma til að vanda til verka við söluna og það var ekki gert,“ segir Guðrún að lokum.
Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. 8. apríl 2022 16:21 Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 13:58 Segir föður sinn hafa keypt í trássi við sína ósk Fjármála- og efnahagsráðherra kveðst hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. 8. apríl 2022 12:31 Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. 8. apríl 2022 16:21
Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 13:58
Segir föður sinn hafa keypt í trássi við sína ósk Fjármála- og efnahagsráðherra kveðst hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. 8. apríl 2022 12:31
Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14