„Þetta eru gríðarleg vonbrigði“ Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2022 17:28 Helga Vala steig í ræðupúlt þingsins nú rétt í þessu og greindi frá því að stjórnarliðar hafi ekki fallist á tillögu um skipan sérstakrar rannsóknanefndar til að fara í saumana á útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka fyrir hálfum mánuði. Þessi var niðurstaða fundar með forseta Alþingis. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingar kvaddi sér hljóðs í Um fundarstjórn forseta og tilkynnti að stjórnarliðar hafi ekki fallist á tillögu stjórnarandstöðunnar um að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Helga Vala og ljóst mátti vera að henni var afar heitt í hamsi. Hún sló í púlt þingsins orðum sínum til áherslu. Helga Vala greindi frá niðurstöðu fundar með forseta Alþingis. Hún sagði að enn væri komin upp pattstaða á þinginu. „Stjórnarliðar fallast ekki á einlæga ósk okkar um að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis.“ Helga Vala fór yfir í máli sínu að slík rannsóknarnefnd hefði samkvæmt lögum miklu víðtækari heimildir til rannsóknar en ríkisendurskoðun sem fallist hefur á beiðni Bjarna Benediktssonar að taka málið til athugunar. „Stjórnarliðar vilja heldur fara þá leið sem fjármálaráðherra lagði til í gær og hæstvirtur forsætisráðherra hefur tekið undir.“ Að ríkisendurskoðun hafi fallist á beiðni sem sjálfur fjármálaráðherra fór fram á að taka til athugunar verk hans sem snúa að þessari umdeildu sölu. Umræða um þetta stendur nú yfir á Alþingi og allt bendir til þess að upp hefjist nú málþóf í sölum þingsins. Alþingi Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. 8. apríl 2022 16:21 Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 13:58 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
„Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Helga Vala og ljóst mátti vera að henni var afar heitt í hamsi. Hún sló í púlt þingsins orðum sínum til áherslu. Helga Vala greindi frá niðurstöðu fundar með forseta Alþingis. Hún sagði að enn væri komin upp pattstaða á þinginu. „Stjórnarliðar fallast ekki á einlæga ósk okkar um að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis.“ Helga Vala fór yfir í máli sínu að slík rannsóknarnefnd hefði samkvæmt lögum miklu víðtækari heimildir til rannsóknar en ríkisendurskoðun sem fallist hefur á beiðni Bjarna Benediktssonar að taka málið til athugunar. „Stjórnarliðar vilja heldur fara þá leið sem fjármálaráðherra lagði til í gær og hæstvirtur forsætisráðherra hefur tekið undir.“ Að ríkisendurskoðun hafi fallist á beiðni sem sjálfur fjármálaráðherra fór fram á að taka til athugunar verk hans sem snúa að þessari umdeildu sölu. Umræða um þetta stendur nú yfir á Alþingi og allt bendir til þess að upp hefjist nú málþóf í sölum þingsins.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. 8. apríl 2022 16:21 Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 13:58 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. 8. apríl 2022 16:21
Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14
Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 13:58