130 milljarðar króna til hjúkrunarheimila í nýjum tímamótasamningi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. apríl 2022 21:00 Samningarnir voru kynntir í dag. Vísir/Einar Nýir samningar um aukið fjármagn til hjúkrunarheimila og úrbætur til framtíðar voru kynntir í dag. Nýju samningarnir eru til þriggja ára og nemur heildarfjármagn til þeirra tæpum 130 milljörðum króna. Heilbrigðisráðherra segir að um tímamótasamning sé að ræða og boðar miklar umbætur í sértækri þjónustu. Rekstrargrunnur heimilanna hefur verið styrktur um einn milljarð króna á ársgrundvelli, framlög vegna betri vinnutíma verða aukin um 1,2 milljarða króna, og rúmlega 570 milljónum króna verður varið í að mæta aukinni hjúkrunarþyngd, styrkja litlar rekstrareiningar með svokölluðu smæðarálagi og eflingu kostnaðarútlagasjóðs. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að um sé að ræða mikilvægt skref en alls starfa 45 hjúkrunarheimili víðs vegar um landið á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. „Með þessum samningum þá erum við að tryggja þessa mikilvægu þjónustu fyrir allt að 2600 íbúa á hverjum tíma,“ segir María en hún segir samningsaðila hafa verið sammála um að það þyrfti að koma ýmsum málum í betri farveg. Til stendur að endurskoða núverandi mats- og greiðslukerfi og skoða fyrirkomulag húsnæðismála. Þá stendur til að auka þjónustu við yngri einstaklinga og koma á fót úrræði fyrir geð- og fíknisjúklinga sem þurfa að dvelja á hjúkrunarheimili. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. „Þannig það er svona verið að huga sérstaklega að þessum hópum sem að þurfa á sértækri þjónustu að halda. Það er meira verið að horfa á svona klæðskerasniðna þjónustu,“ segir María enn fremur. Mikilvægt að fylgja þróun samfélagsins Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að um tímamótasamning sé að ræða en hann hefur sömuleiðis skrifað undir viljayfirlýsingu um frekari þróun þjónustu við sértæka hópa. „Tímamótin felast fyrst og fremst í því hvernig við nálgumst samninginn, lausnamiðað og með umbætur í huga. Þetta er verkefni sem að við þurfum alltaf að vera í stöðugu samtali um, að gera hlutina betur,“ segir Willum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Á samningstímanum verður unnið að verkefnum sem miða að bættu rekstrarumhverfi heimilanna til framtíðar og auknum gæðum þjónustu. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að samningarnir séu í takt við þróun samfélagsins, meðal annars með tilliti til aldurssamsetningu. „Það er svo fjölmargt sem að við erum að ræða alla daga en hefur kannski ekki verið teiknað inn í svona samning,“ segir Willum en hann segir að um ákveðna vegferð sé að ræða. „Svona samningur veitir okkur stöðugleika til þess að leggjast yfir þessa þætti sem að við þurfum stöðugt að vera að huga að.“ Þannig þú ert bara bjartsýnn á að rekstur hjúkrunarheimilanna muni blómstra næstu ár? „Við verðum að vera það.“ Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir Sakna milljarðs sem hafi komið í veg fyrir hamfarir á hjúkrunarheimilum Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga telja ljóst að verði fjárlagafrumvarp næsta árs samþykkt óbreytt með tilliti til framlaga til hjúkrunarheimila stefni í niðurskurð í rekstri hjúkrunarheimila. 13. desember 2021 14:48 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira
Rekstrargrunnur heimilanna hefur verið styrktur um einn milljarð króna á ársgrundvelli, framlög vegna betri vinnutíma verða aukin um 1,2 milljarða króna, og rúmlega 570 milljónum króna verður varið í að mæta aukinni hjúkrunarþyngd, styrkja litlar rekstrareiningar með svokölluðu smæðarálagi og eflingu kostnaðarútlagasjóðs. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að um sé að ræða mikilvægt skref en alls starfa 45 hjúkrunarheimili víðs vegar um landið á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. „Með þessum samningum þá erum við að tryggja þessa mikilvægu þjónustu fyrir allt að 2600 íbúa á hverjum tíma,“ segir María en hún segir samningsaðila hafa verið sammála um að það þyrfti að koma ýmsum málum í betri farveg. Til stendur að endurskoða núverandi mats- og greiðslukerfi og skoða fyrirkomulag húsnæðismála. Þá stendur til að auka þjónustu við yngri einstaklinga og koma á fót úrræði fyrir geð- og fíknisjúklinga sem þurfa að dvelja á hjúkrunarheimili. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. „Þannig það er svona verið að huga sérstaklega að þessum hópum sem að þurfa á sértækri þjónustu að halda. Það er meira verið að horfa á svona klæðskerasniðna þjónustu,“ segir María enn fremur. Mikilvægt að fylgja þróun samfélagsins Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að um tímamótasamning sé að ræða en hann hefur sömuleiðis skrifað undir viljayfirlýsingu um frekari þróun þjónustu við sértæka hópa. „Tímamótin felast fyrst og fremst í því hvernig við nálgumst samninginn, lausnamiðað og með umbætur í huga. Þetta er verkefni sem að við þurfum alltaf að vera í stöðugu samtali um, að gera hlutina betur,“ segir Willum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Á samningstímanum verður unnið að verkefnum sem miða að bættu rekstrarumhverfi heimilanna til framtíðar og auknum gæðum þjónustu. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að samningarnir séu í takt við þróun samfélagsins, meðal annars með tilliti til aldurssamsetningu. „Það er svo fjölmargt sem að við erum að ræða alla daga en hefur kannski ekki verið teiknað inn í svona samning,“ segir Willum en hann segir að um ákveðna vegferð sé að ræða. „Svona samningur veitir okkur stöðugleika til þess að leggjast yfir þessa þætti sem að við þurfum stöðugt að vera að huga að.“ Þannig þú ert bara bjartsýnn á að rekstur hjúkrunarheimilanna muni blómstra næstu ár? „Við verðum að vera það.“
Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir Sakna milljarðs sem hafi komið í veg fyrir hamfarir á hjúkrunarheimilum Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga telja ljóst að verði fjárlagafrumvarp næsta árs samþykkt óbreytt með tilliti til framlaga til hjúkrunarheimila stefni í niðurskurð í rekstri hjúkrunarheimila. 13. desember 2021 14:48 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira
Sakna milljarðs sem hafi komið í veg fyrir hamfarir á hjúkrunarheimilum Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga telja ljóst að verði fjárlagafrumvarp næsta árs samþykkt óbreytt með tilliti til framlaga til hjúkrunarheimila stefni í niðurskurð í rekstri hjúkrunarheimila. 13. desember 2021 14:48