Skíðlogar enn í flokkunarstöðinni: „Það er hellings eldur enn þá í þessu“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2022 23:12 Það skíðlogar enn í hreinsistöðinni. Aðsend Mikill eldur logar enn í flokkunarstöð í Reykjanesbæ en eldurinn kviknaði skömmu fyrir hádegi í dag. Varðstjóri gerir ráð fyrir því að slökkvistarf geti staðið fram til morguns. Bruninn varð í flokkunarstöð Íslenska Gámafélagsins við Helguvík. Mikinn reyk lagði yfir svæðið og lögregla varaði við því að reykurinn væri afar eitraður. Íbúar í Garði voru beðnir um að vera skjólmegin við reykinn og loka gluggum. Víkurfréttir birtu myndband af eldsvoðanum á Facebook síðu sinni þar sem eldhafið í kvöld sést greinilega. Slökkviliðið viðraði áhyggjur af því að eldurinn kæmist í stóran timburhaug sem stóð við húsið og það virðist einmitt hafa gerst, sem torveldar slökkvistarf töluvert. „Það er spýtnahrúga, sem þeir eru eitthvað að endurnýta, og þetta er bara risafjall af spýtum sem logar í og eldurinn fór í í dag. Það er bara verið að krabba og bleyta og bleyta og bleyta. Þannig að við erum alveg með töluverðan mannskap og tankbíl líka frá Grindavík,“ segir Herbert Eyjólfsson varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja. Hann segir að húsið sé löngu orðið handónýtt og nú snúist slökkvistarfið að því að slökkva í timburhaugnum. Til þess noti slökkviliðið vinnuvélar, losa viðinn og brakið í sundur til að hægt sé að koma vatni að. „Það logar alveg rosalega í þessu. Þannig að það er bara hellings eldur enn þá í þessu. Við verðum örugglega alveg til morguns og inn í daginn líka,“ segir Herbert. Aðspurður hefur hann ekki áhyggjur af því að eldur fari yfir í nærliggjandi hús en eldur hefur eitthvað borist í gróður við flokkunarstöðina. Það hafi þó verið slökkt jafnóðum. Mikinn reyk lagði yfir svæðið í dag og í kvöld.Lögreglan á Suðurnesjum Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Bruninn varð í flokkunarstöð Íslenska Gámafélagsins við Helguvík. Mikinn reyk lagði yfir svæðið og lögregla varaði við því að reykurinn væri afar eitraður. Íbúar í Garði voru beðnir um að vera skjólmegin við reykinn og loka gluggum. Víkurfréttir birtu myndband af eldsvoðanum á Facebook síðu sinni þar sem eldhafið í kvöld sést greinilega. Slökkviliðið viðraði áhyggjur af því að eldurinn kæmist í stóran timburhaug sem stóð við húsið og það virðist einmitt hafa gerst, sem torveldar slökkvistarf töluvert. „Það er spýtnahrúga, sem þeir eru eitthvað að endurnýta, og þetta er bara risafjall af spýtum sem logar í og eldurinn fór í í dag. Það er bara verið að krabba og bleyta og bleyta og bleyta. Þannig að við erum alveg með töluverðan mannskap og tankbíl líka frá Grindavík,“ segir Herbert Eyjólfsson varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja. Hann segir að húsið sé löngu orðið handónýtt og nú snúist slökkvistarfið að því að slökkva í timburhaugnum. Til þess noti slökkviliðið vinnuvélar, losa viðinn og brakið í sundur til að hægt sé að koma vatni að. „Það logar alveg rosalega í þessu. Þannig að það er bara hellings eldur enn þá í þessu. Við verðum örugglega alveg til morguns og inn í daginn líka,“ segir Herbert. Aðspurður hefur hann ekki áhyggjur af því að eldur fari yfir í nærliggjandi hús en eldur hefur eitthvað borist í gróður við flokkunarstöðina. Það hafi þó verið slökkt jafnóðum. Mikinn reyk lagði yfir svæðið í dag og í kvöld.Lögreglan á Suðurnesjum
Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28