Mótmæla tveggja vikna útgöngubanni í Sjanghæ með því að öskra út um gluggann Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. apríl 2022 21:01 Útgöngubann hefur varið frá 28. mars. ap Aldrei hafa fleiri tilfelli kórónuveirunnar greinst í Sjanghæ í Kína. Útböngubann hefur verið í borginni í tvær vikur þrátt fyrir að flestir hinna smituðu séu einkennalausir. Íbúar segja hættu á að fólk deyi úr hungri. Faraldur kórónuveirunnar leikur íbúa Kínversku borgarinnar Sjanghæ grátt, en aldrei hafa tilfelli veirunnar verið jafn mörg og í yfirstandandi bylgju og greinist metfjöldi smitaðra á degi hverjum. Lang flestir einkennalausir 26 milljónir búa í Sjanghæ. Á síðasta sólarhring greindust yfir 26 þúsund íbúar með Covid19. Af þeim eru 25 þúsund sagðir einkennalausir. Íbúar borgarinnar búa við harðar sóttvarnaaðgerðir en útgöngubann hefur verið í borginni síðan þann 28. mars, eða í tvær vikur. Íbúar segja ómögulegt að panta mat í útgöngubanninu vegna álags og telja hættu á að fólk deyi úr hungri. Í myndbandinu má sjá hvernig ástandið var í vikunni þegar íbúar börðust um vörur. Yfirvöld í Sjanghæ segjast í viðtali við AP fréttaveituna tryggja íbúum mat með heimsendingu. Sjálfboðaliðar frá öðrum löndum hafa hjálpað til við heimsendingar á mat og lyfjum vegna útgöngubannsins, en íbúar Sjanghæ segja það ekki duga til. Öskra út um gluggann Hér sjást starfsmenn verslunar tína til pantanir sem fara í heimsendingu. „Útgöngubann hefur verið í gildi í Pudong um nokkurt skeið og margir búa við skort. Einkum er skortur á mjólkurdufti og bleyjum,“ sagði Bie Rui, verslunarstjóri Mother and baby shop. Það tekur síðan starfsmanninn yfir fjóra tíma að keyra pöntunina á áfangastað. Fjölmiðlamaðurinn Patric Madrid birti myndband á Twitter fyrir helgi þar sem íbúar Sjanghæ öskra út um gluggann til þess að mótmæla útgöngubanninu. What the?? This video taken yesterday in Shanghai, China, by the father of a close friend of mine. She verified its authenticity: People screaming out of their windows after a week of total lockdown, no leaving your apartment for any reason. pic.twitter.com/iHGOO8D8Cz— Patrick Madrid (@patrickmadrid) April 9, 2022 Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Faraldur kórónuveirunnar leikur íbúa Kínversku borgarinnar Sjanghæ grátt, en aldrei hafa tilfelli veirunnar verið jafn mörg og í yfirstandandi bylgju og greinist metfjöldi smitaðra á degi hverjum. Lang flestir einkennalausir 26 milljónir búa í Sjanghæ. Á síðasta sólarhring greindust yfir 26 þúsund íbúar með Covid19. Af þeim eru 25 þúsund sagðir einkennalausir. Íbúar borgarinnar búa við harðar sóttvarnaaðgerðir en útgöngubann hefur verið í borginni síðan þann 28. mars, eða í tvær vikur. Íbúar segja ómögulegt að panta mat í útgöngubanninu vegna álags og telja hættu á að fólk deyi úr hungri. Í myndbandinu má sjá hvernig ástandið var í vikunni þegar íbúar börðust um vörur. Yfirvöld í Sjanghæ segjast í viðtali við AP fréttaveituna tryggja íbúum mat með heimsendingu. Sjálfboðaliðar frá öðrum löndum hafa hjálpað til við heimsendingar á mat og lyfjum vegna útgöngubannsins, en íbúar Sjanghæ segja það ekki duga til. Öskra út um gluggann Hér sjást starfsmenn verslunar tína til pantanir sem fara í heimsendingu. „Útgöngubann hefur verið í gildi í Pudong um nokkurt skeið og margir búa við skort. Einkum er skortur á mjólkurdufti og bleyjum,“ sagði Bie Rui, verslunarstjóri Mother and baby shop. Það tekur síðan starfsmanninn yfir fjóra tíma að keyra pöntunina á áfangastað. Fjölmiðlamaðurinn Patric Madrid birti myndband á Twitter fyrir helgi þar sem íbúar Sjanghæ öskra út um gluggann til þess að mótmæla útgöngubanninu. What the?? This video taken yesterday in Shanghai, China, by the father of a close friend of mine. She verified its authenticity: People screaming out of their windows after a week of total lockdown, no leaving your apartment for any reason. pic.twitter.com/iHGOO8D8Cz— Patrick Madrid (@patrickmadrid) April 9, 2022
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira